Morgunblaðið - 07.12.2022, Síða 8

Morgunblaðið - 07.12.2022, Síða 8
FRÉTTIR Innlent8 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2022 Láttu okkur sjá um jólabaksturinn! Leiðangur til að leita að loðnunni lHafrannsóknaskipin eru á miðunum lVeiðiskip taka einnig þátt í loðnuleit Rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson héldu til loðnumælinga sl. mánudag. Hafrannsóknastofnun gerir ráð fyr- ir að verkefnið taki allt að tíu daga. Auk þeirra munu veiðiskip jafnframt taka þátt í verkefninu og aðstoða við að afmarka dreifingu loðnustofnsins, sem flýtir fyrir mælingunum rann- sóknaskipanna. Þessar rannsóknir Hafrannsóknastofnunar og útgerða eru að frumkvæði og kostaðar af út- gerðum uppsjávarveiðiskipa. Markmið loðnuleiðangra í desem- ber er í fyrsta lagi að fá mynd af út- breiðslu veiðistofnsins. Hún nýtist bæði við skipulagningu á mælingum Hafrannsóknastofnunar á stærð stofnsins í janúar næstkomandi svo og skipulagningu flotans á veiðum næstu vikurnar. Í öðru lagi er vonast eftir því að marktæk mæling á stærð veiðistofnsins náist, sem mögulega leiðir til endurskoðunar á veiðiráðgjöf fyrir komandi loðnuvertíð. Niðurstaða mælinga á stærð veiði- stofns loðnu í september sl. reyndist töluvert lægri en væntingar voru um. Þær byggðust á niðurstöðum mælinga á ungloðnu haustið 2021. Mælingar í fyrra bentu til þess að veiðistofninn á vertíðinni 2022/23 yrði mun stærri en haustmælingin í ár bendir til og ráðgjöf um aflamark byggist á. Vegna þessa misræmis í niðurstöðum milli ára verður reynt að ná mælingu á stærð stofnsins á þessum tímapunkti. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Hafrannsóknaskip Bjarni Sæ- mundsson siglir í Húsavíkurhöfn. Ef Ava verður brátt siglingafær að nýju Bilunin sem varð í leiguskipi Eim- skips, Ef Ava, suðaustur af Grinda- vík hinn 24. október síðastliðinn reyndist alvarlegri en upphaflega var talið. Áætlað var að viðgerð tæki hálfan mánuð en nú er ljóst að hún tekur tæpa tvo mánuði. Standa vonir til að skipið hefji siglingar að nýju um miðjan desember. Bilun kom upp í aðalvél skipsins sem orsakaði sprengingu sem þar með olli tjóni á vélinni. Í byrjun var talið að einungis hefðu orðið skemmdir á hluta af strokkum vélarinnar en við frekari skoðun komu í ljós enn meiri skemmdir. „Við höfum náð að brúa bilið með því að færa skip á milli leiða og einnig færðum við eitt af frystiskip- um félagins í Noregi til Færeyja. Það kom sér einnig vel að við vorum að taka inn nýtt leiguskip í okkar þjónustu um svipað leyti og Ef Ava bilaði þannig að það hefur orðið minniháttar röskun á þjónustu félagsins,“ segir Edda Rut Björns- dóttir, framkvæmdastjóri hjá Eim- skip. Ef Ava er 7.545 brúttótonna gámaskip, smíðað 2008. Það siglir undir portúgölsku flaggi. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Skipið Ef Ava dregið til hafnar í Reykjavík þar sem viðgerðin fer fram. STAKSTEINAR Byrgjum brunninn … Geir Ágústsson verkfræðing- ur fjallar um vindmyllur á blog.is og bendir á að þær hafi hingað til verið lítil tilrauna- verkefni hér á landi sem hafi gengið misvel: „Á köflum hafa þær skilað mik- illi og samfelldri orku, á öðrum köflum hafa þær brunnið. Við vitum öll hvernig vind- myllur líta út í umhverfinu og hvaða ónæði getur stafað af þeim. Vængirn- ir geta brotnað af og skapað hættu. Þær snúast í gegnum loftið og fuglar sem rekast á vængina koma limlestir og jafn- vel höfuð- eða vænglausir út úr slíkum árekstri. Þær þurfa mikið viðhald og flestar gerðir vængja er ekki hægt að endur- nýta og þá eru þeir grafnir í jörðina. Og ef það blæs of mikið, eða of lítið, þá framleiða þær ekkert.“ Hann bendir á að staðsetning vindmylla geti haft mikla þýðingu fyrir fuglalíf og valdið miklum fugladauða séu þær á slóð farfugla. Geir segist ekki vera á móti vindmyllum í sjálfu sér en að það þurfi að læra af þeirri reynslu sem þegar er fyrir hendi erlendis. Um þetta hafi lítið verið rætt hér á landi, meðal annars um hættuna sem fuglum stafar af vindmyllunum. Þetta eru ábendingar sem skipta máli, ekki síst nú, þegar fram eru komnar hug- myndir um stórkostlega „vind- myllugarða“. Eins og Geir bendir á er betra að reyna að meta afleiðingarnar áður en lagt er af stað. Geir Ágústsson Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni www.mbl.is/mogginn/leidarar ATHUGASEMD Í frétt um ábendingar til Neytenda- stofu í blaðinu í gær var mynd úr tilteknu fyrirtæki. Tekið skal fram að fyrirtækið tengdist ekki efni fréttarinnar á nokkurn hátt. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Mynd tengdist ekki frétt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.