Morgunblaðið - 07.12.2022, Blaðsíða 11
FRÉTTIR
Erlent 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2022
Bankastræti 4 • 101 Reykjavík • aurum.is
auk þess sem hann var dreginn eftir
götunni. Ajamian tilheyrði Basij,
hópi sjálfboðaliða sem tengjast
íranska byltingarverðinum.
Ellefu manns hafa nú verið
dæmdir til dauða fyrir þátt sinn
í mótmælunum. Norsku mann-
réttindasamtökin Iran Human
Rights fordæmdu dómana í gær
og sögðu mennina fimm hafa verið
dæmda eftir ósanngjarna málsmeð-
ferð, sem stæðist ekki kröfur
réttarríkisins. Mahmood Amiry-
Moghaddam framkvæmdastjóri
samtakanna sagði að markmiðið
með dauðadómunum væri að reyna
að stöðva mótmælin með ótta.
Búðum lokað vegna verkfalls
Fjöldaverkfall var í Íran í gær og
var fjöldi verslana lokaður vegna
þess. Verður verkfallinu haldið
áfram í dag, en þá er dagur stúd-
enta í Íran. Að minnsta kosti 448
mótmælendur hafa verið myrtir af
stjórnvöldum frá því að mótmælin
hófust í september, en um helgina
gaf ríkissaksóknari Írans til kynna
að siðgæðislögreglan svonefnda,
sem reiði mótmælenda hefur eink-
um beinst að, hefði verið lögð niður
vegna þeirra.
Bandaríkjastjórn lýsti því hins
vegar yfir í fyrrinótt að hún sæi
engin merki þess að klerkastjórn-
in hygðist breyta meðferð sinni á
konum í landinu, þrátt fyrir yfir-
lýsinguna um að siðgæðislögreglan
yrði lögð niður. Antony Blinken
utanríkisráðherra Bandaríkjanna
sagði að mestu máli skipti að vilji
írönsku þjóðarinnar yrði virtur.
Fimmdæmdir til dauða
vegnamótmælanna
lEnginmerki umbættameðferð Íransstjórnar á konum
Fimm voru í gær dæmdir til dauða
fyrir að hafa myrt meðlim í öryggis-
sveitum Írans í mótmælaöldunni
miklu sem nú skekur landið. Þá
fengu ellefu til viðbótar, þar af þrír
undir lögaldri, langa fangelsisdóma
fyrir þátt sinn í morðinu. Sagði
Massoud Setayeshi, talsmaður
íranska dómskerfisins, að hægt
væri að áfrýja dómunum.
Íranskir saksóknarar sögðu að
hinn 27 ára Ruhollah Ajamian hefði
verið myrtur 3. nóvember af hópi
syrgjenda sem voru að minnast
mótmælandans Hadis Najafis, sem
var myrtur af írönskum öryggis-
sveitum 21. september síðastliðinn,
eða á fimmta degi mótmælaöldunn-
ar. Hafði Ajamian verið klæddur úr
fötunum og svo ráðist á hann með
hnífum, grjóti, hnefum og spörkum,
AFP/Atta Kenare
Fjöldaverkfall Kona gengur fram hjá lokaðri búð í Teheran, höfuðborg Írans, en mörgum búðum hefur verið lokað
þar og í öðrum borgum landsins vegna fjöldaverkfalls. Verkföllin eru hluti af mótmælaöldunni miklu í Íran.
Breska varnarmálaráðuneytið
sagði í gærmorgun, að ef Rússar
teldu Úkraínumenn bera ábyrgð á
árásunummyndu rússnesk stjórnvöld
líklega líta á þær sem einhvern um-
fangsmesta öryggisbrest semRússar
hefðu orðið fyrir frá upphafi innrásar-
innar, og að líklega yrði reynt að refsa
þeim rússnesku herforingjum sem
hefðu leyft árásunum að heppnast.
Minntist hermanna í Donetsk
Hörðustu bardagar stríðsins eiga
sér nú stað í Donbass-héruðunum
tveimur, Donetsk og Lúhansk, þar
semÚkraínuher reynir að sækja fram
við Svetove og Kreminna, á meðan
Rússar reyna enn hvað þeir geta að
ná Bakhmút á sitt vald.
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti
heimsótti í gær borgina Slóvíansk í
Donetsk-héraði til að heiðra hermenn
Úkraínuhers, en í gær var sérstak-
ur hátíðardagur úkraínska hersins.
Sagði Selenskí að bardagarnir í
Donbass-héruðunum væru erfið-
ustu bardagarnir þessa stundina.
„Og það er mér heiður að vera hér
nú með varnarliði okkar í Donbass.
Ég trúi því að næst þegar við hittumst
verðum við í úkraínsku Donetsk og
Lúhansk og á Krímskaga líka,“ sagði
Selenskí í ávarpi sínu þar sem hann
minntist fallinna hermanna.
Banna rússneska stöð
Stjórnvöld í Lettlandi tilkynntu
í gær að þau hefðu svipt rúss-
neskumælandi sjónvarpsstöðina
Dosjd (ísl. regn) sjónvarpsleyfi sínu
fyrir að hafa brotið landslög í fjölmörg
skipti. Sjónvarpsstöðin var rekin af
Rússum sem urðu landflótta frá
Rússlandi í mars síðastliðnum eftir
að stöðin fjallaði um Úkraínustríðið
á gagnrýninn hátt.
Mun sjónvarpsstöðin hætta út-
sendingum á lettneska útsendingar-
kerfinu á morgun, en forsvarsmenn
stöðvarinnar sögðu að hún myndi
halda áfram starfsemi sinni á mynd-
bandssíðunni YouTube. Sögðu þeir
jafnframt að ákvörðun lettneskra
stjórnvalda væri „ósanngjörn og fá-
ránleg“.
Dmitrí Peskov talsmaður Rúss-
landsforseta sagði í gær að ákvörðun
Letta sýndi Rússum einfaldlega að
grasið væri ekki alltaf grænna annars
staðar, en tilgangur stöðvarinnar var
að sögn sá að veita Rússum óháðar
upplýsingar frá þeim sem stjórnvöld
í Kreml gæfu. Lettneska fjölmiðla-
eftirlitið sektaði hins vegar stöðina
fyrir helgi fyrir að hafa birt landakort
sem sýndi Krímskagann sem hluta
af Rússlandi, auk þess sem hún hóf
rannsókn á ákalli sjónvarpsstöðvar-
innar um söfnun handa þeimRússum
sem væru staddir á víglínunni.
Lettneska leyniþjónustan sagðist
einnig vera að rannsaka málið, þar
sem allur stuðningur til Rússa vegna
Úkraínustríðsins væri ólöglegur í
Lettlandi.
Orbán beitir neitunarvaldi
Stjórnvöld í Ungverjalandi ákváðu
í gær að beita neitunarvaldi sínu á
neyðaraðstoð frá Evrópusambandinu
til Úkraínu, sem átti að nema um 18
milljörðum evra, eða sem nemur um
2.680milljörðum íslenskra króna. Er
aðstoðin eitt af nokkrum sameigin-
legum verkefnum sambandsins sem
Ungverjar hafa ákveðið að tefja fyrir
eftir að framkvæmdastjórn sam-
bandsins lagði til að frysta fjárhags-
stuðning sambandsins við Ungverja-
land vegna meintra brotalama í
dómskerfi og réttarríki landsins.
Zbynek Stanjura fjármálaráðherra
Tékklands, sem nú fer með forsæti í
ESB, sagði að sambandið myndi nú
reyna að finna leiðir fyrir hin aðildar-
ríkin 26 til þess að komast fram hjá
mótstöðu Ungverja svo hægt yrði að
senda aðstoðina til Úkraínu í næsta
mánuði. Verður málið rætt áfram
næstu daga.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti
fundaði í gær með þjóðaröryggisráði
Rússlands, en fundarefnið var sagt
„innra öryggi“ landsins. Ráðið fund-
ar venjulega á föstudögum, en fundi
þess var flýtt í kjölfar langdrægra
drónaárása Úkraínumanna á herflug-
velli í Rússlandi. Sögðu stjórnvöld
í Kreml jafnframt að verið væri að
gera nauðsynlegar ráðstafanir til að
verjast frekari slíkum árásum.
Embættismenn í Kúrsk-héraði lýstu
því yfir í gærmorgun að drónaárás
hefði verið gerð á Kalínó-herflugvöll-
inn þar, og hefði hún valdið eldi í olíu-
geymslu. Er það þriðja árásin á tveim-
ur dögum, en Úkraínumenn skutu
drónum á tvo herflugvelli í fyrradag,
þar sem langdrægar sprengjuvélar
rússneska flughersins voru. Vöktu
árásirnar ekki síst athygli fyrir það að
báðir flugvellirnir eru mörg hundruð
kílómetrum frá landamærum Rúss-
lands og Úkraínu. Talið er að hinir
nýju og langdrægu drónar Úkraínu-
hers séu byggðir á drónum frá tímum
Sovétríkjanna, Tu-141, sem notaðir
voru til njósnaflugs. Úkraínuher
hefur sagt drónana með allt að 1.000
kílómetra drægi, en það myndi duga
þeim til þess að hitta skotmörk í bæði
Moskvu og St. Pétursborg, tveimur
helstu stórborgum Rússlands.
Ræddudrónaárásir áRússland
lPútín flýtti fundi þjóðaröryggisráðs Rússlands vegna árásannalDrónarnir líklega byggðir á sovésk-
um drónumlHarðir bardagar í Donbass-héruðunumlLettar svipta rússneska stöð útsendingarleyfi
AFP/Yuriy Dyachyshyn
Sorg Eldri kona í Lvív syrgir hér við gröf úkraínsks hermanns í gær.
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is