Morgunblaðið - 07.12.2022, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.12.2022, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2022 12 STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Pistill Borgarstjóri gegnbörnum? B orgarstjóri og skósveinar hans lögðust undir feld og sögðust hafa velt við hverjum steini (hvernig svo sem það atvikast undir feldinum) til að ná fram hagræðingu í rekstri Reykjavíkurborgar. Skemmst er frá því að segja að fjallið tók jóðsótt og lítil mús fæddist. Þegar sá sem hér skrifar sá fyrirsögn þess efnis að borgarstjóri og trygga varadekkið hans ætluðu að ganga til 92 hagræðingar- aðgerða, þá giskaði undirritaður á að sparnað- urinn næmi 7-11 milljörðum. Þegar fréttin var opnuð blasti við að litla sparnaðarmúsin var upp á rúman milljarð. Rúman milljarð þegar halli líðandi árs er fimmtán slíkir. Það tók borgarstjórnarflokk Sjálfstæðis- flokksins ekki nema liðna helgi og mánu- daginn til að setja saman sparnaðartillögur sem nema sjö milljörðum. Og það án þess að leggja til sparnað gagnvart fyrirhugaðri brjálæðisfjárfestingu í borgarlínu Samfylkingarinnar – sem er í sjálfu sér sér- stakt rannsóknarefni, meira um það síðar. En hvers eiga börn í Reykjavík að gjalda? Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn ákváðu að best væri að ráðast að börnunum til að hysja upp um sig skuldabuxurnar. Sparnaður í mat fyrir grunnskólabörn. Fækkun leik- skólakennara. Lokun Sigluness. Stytting þjónustutíma félagsmiðstöðva og svo mætti áfram telja. Á sama tíma á ekki að snerta varnarvegg borgarstjór- ans sem samanstendur af fjöldanum öllum af upplýs- ingafulltrúum og öðrum í miðlægri stjórnsýslu sem hindra að fjölmiðlar nái af honum tali – nema þegar honum býðst að klippa borða auðvitað. Svo skal áfram halda alls konar veislur og fara í alls konar utanlandsferðir, allt á kostn- að borgarbúa – þar verður sko ekki skorið við nögl eins og með skólamat barnanna. Svo verður væntanlega tryggt að há- vaðasömustu foreldrarnir með greiðastan aðgang að fjölmiðlum fái pláss fyrir sín börn á leikskóla þannig að sljákki í mótmælunum. Þannig geti borgarstjóri og varadekkið slegið sér á brjóst fyrir að hafa leyst vandann þegar staðan hefur líklega aldrei verið verri fyrir börnin í Reykjavík. Varadekkið Einar Þorsteinsson sagði það svo „popúlisma“ inntur eftir því af hverju hann og félagar hans í ráðhúsinu lækkuðu ekki laun sín til að mæta eigin óráðsíu undanfarinna ára. Hann sá sömuleiðis ástæðu til að halda því til haga að alls ekki yrði farið í að fresta eða hætta við fjárfestingu borgarinnar í borgarlínunni. Nei, það er auðvitað betra að skera niður skólamat barn- anna. En ég geri að tillögu minni að formaður Sjálfstæðis- flokksins, fjármálaráðherra, geri borgarbúum greiða og bjóðist til að fresta öllum fjárfestingaráformum sem tengjast borgarlínu. Það væri sparnaður sem gagn væri að. Bergþór Ólason Höfundur er þingflokksformaður Miðflokksins. bergthorola@althingi.is Slakað á veiruaðgerðum K ínversk stjórn- völd virðast þessa dagana vera að slaka á aðgerð- um vegna kórónu- veirufaraldursins þó engar yfirlýsingar um slíkt hafi komið fram. Ekki er langt um liðið síðan Xi Jinping forseti ítrekaði harðlínustefnu landsins gagnvart veirunni á þingi kínverska kommún- istaflokksins en síðan gerðist það að eldsvoði varð í íbúða- byggingu með þeim afleiðing- um að tíu létu lífið. Ásakanir komu fram um að fólkinu hefði verið meinuð útganga vegna veiruaðgerða og að slökkviliðið hefði af sömu ástæðum ekki getað beitt sér sem skyldi. Þetta hefur ekki verið stað- fest og stjórnvöld þvertaka fyrir þetta, en eldsvoðinn varð líklega til þess engu að síður að mótmæli brutust út, þau mestu í landinu í áratugi. Flest önnur ríki heims hafa að mestu eða öllu leyti aflétt hömlum vegna kórónu- veirunnar en Kínverjar hafa mátt sæta miklum takmörk- unum og ítrekuðum lokunum vegna núllsmita-stefnunnar. Nú hefur stefnan breyst í verki, sem sést meðal annars á því að almenn- ingssamgöngur hafa farið af stað og dregið hefur úr ýmsum öðrum hömlum, þó að enn sé langt í land að ástandið verði eðlilegt. Hlutabréfamarkaðir tóku breytingunum vel á mánudag enda má búast við að efna- hagurinn njóti góðs af tilslök- unum, en hann hefur liðið mjög fyrir harðlínustefnuna. Ekki er þó ástæða til að ætla að ástandið verði eðlilegt á næstunni í Kína. Þar vant- ar töluvert upp á að eldra fólk hafi fengið fullnægjandi bólusetningar og náttúruleg vörn gegn veirunni er lítil vegna langvarandi lokana. Og kínversk stjórnvöld ætla sér örugglega ekki að ganga svo langt í tilslökunum að þau þurfi að viðurkenna að of langt hafi verið gengið. Engu að síður má ætla að fyrir lífskjör Kínverja, sem og efnahag heimsins, séu þær tilslakanir sem nú má sjá í Kína af hinu góða. Fyrstu merki um breytta stefnu sjást nú í Kína} Ferð án fyrirheits K jörnir fulltrúar hafa tekist á um skýrslu Ríkisendur- skoðunar um „bankasöluna“. Ekki er þó víst að margir hafi orðið nokkru nær. Á mbl.is var þetta m.a. dregið saman svona í fyrradag: Ríkisendurskoðandi segir skýrslu Ríkisendurskoð- unar, um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, snúast um ferðalagið, ekki áfangastaðinn. Þrátt fyrir að tekið sé fram í skýrslunni að ekki sé dregið í efa að salan hafi verið ríkis- sjóði hagfelld, þá sé ekki víst að ferðalagið hafi verið hagfellt og um það fjalli skýrslan. Þetta kom fram í máli Guðmundar Björgvins Helgasonar ríkis- endurskoðanda á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlits- nefndar í fyrradag. Berglind Ósk Guðmunds- dóttir, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins sem situr í nefndinni, spurði af hverju færi ekki meira fyrir fjárhagslegum markmiðum og niðurstöðum sölunnar gagnvart ríkissjóði í skýrslunni. Vildi hún meina að það væri meginniðurstaða skýrslunnar að salan hefði ver- ið hagfelld. Guðmundur sagði það ekki rétt. „Það þarf að lesa skýrsluna með góðum skammti af sköpunargáfu til að lesa það út að þetta sé meginniðurstaða skýrslunnar.“ Það væri ein- faldlega ekki verið að fjalla um áfangastað- inn í skýrslunni. „Skýrsla Ríkisend- urskoðunar er um framkvæmdina, hún er um ferðalagið, ekki áfangastaðinn. Þetta er ekki meginniðurstaða, þetta er fyr- irvari á gagnrýnina sem kemur á ferðalagið …“ útskýrði hann. Þá spurði Hildur Sverris- dóttir, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, sem einnig situr í nefndinni, hvers vegna svo mikið hefði verið fjallað um svokallað excel-klúður í skýrsl- unni og hvaða tilgangi það þjónaði að upplýsa um það ferli allt saman, þegar það hefði ekki haft áhrif á lokaniður- stöðu sölunnar. Guðmundur sagði tilganginn meðal annars þann að draga fram og sýna á hve skömmum tíma Bankasýsl- an hefði talið sig hafa áttað sig á því hver heildareftirspurnin væri, en miðað við gögnin hafi það aðeins verið einhverjar mínútur. Þá sagði ríkisendur- skoðandi einnig að þetta væri „eins og að fara með rangt barn heim af róló og kynna það áfram fyrir fjölskyldu og vinum sem sitt barn“. Ekki verður séð að yfirferðin um skýrsluna þurfi að vera lengri og hefði dugað að benda á að ekki sé dregið í efa að bankasalan hafi verið hagfelld, hvað sem ferðalaginu leið. Einkum eftir að barnsránið á róló gekk eftir. Skrykkjótt ferðalag en ágætur endir} pokar en ekki matarúrgangur „Fólk þarf ekkert að gera til þess að fá nýju tunnurnar, þær koma bara eins og jólasveinn um nótt og gömlu tunnunum skipt út fyrir nýjar.“ Spurður um nágranna sem henda heilu pítsukössunum beint í tunnuna öðrum til ama segir hann best að ræða við nágrannana eða fá fleiri tunnur. „Í dag ertu bara með þrjá flokka; blandað sorp, pappa og plast, en nú bætast matarleifarnar við og þá vantar fjórðu körfuna og hún verður send heim til þín ásamt bréfpoka og mun passa inn í staðlaðar eldhús- innréttingar.“ Gunnar segir mikil- vægt að nota ekki lífplastpoka því þeir festist í vélunum. Nýjar tunnur koma á heimilin með vormánuðum og búast má við innleiðingartímabili fram á haustið, svo það er enn tími til að venjast við nýja siði og bara svo því sé haldið til haga þá fer götótta peysan í textílgáminn á grenndarstöðinni. H vaða vesen er nú í sjón- máli?“ kunna margir að hugsa þegar þeir heyra orð eins og hringrásarhag- kerfi, flokkun á öllu rusli og ég tala nú ekki um ef fólk upplifir að eitthvert yfirvald sé að segja því hvað eigi að gera. Hvernig á að flokka þetta? Hvert fer þetta? Í hvaða tunnu fer götótta peysan, eða fer hún ekki í tunnu? Þarf nú að geyma kartöfluhýðið í heila viku inni á heimilinu? Hvað á að skíra þessar fjórar tunnur: Vömb, keppur, laki, vinstur? „Fólk þarf að gera alveg ótrú- lega lítið. Þetta er í grunninn mjög einfalt kerfi sem verið er að taka upp og í rauninni það sama og íbúar í Stykkishólmi og víðar hafa verið að gera, sem er að flokka matar- leifarnar sér og hafa þær ekki með þessum blandaða úrgangi,“ segir Gunnar Dofri Ólafsson samskipta- og viðskiptastjóri Sorpu. Hann segir að hreinni molta sé nauðsynleg til að fá betri afurð út úr GAJU, gas- og jarðgerðarstöð Sorpu á Álfsnesi, og jafnframt að nýta verksmiðjuna betur. „Ég hef verið að verið að flokka matarleifarnar upp á síðkastið sjálfur og þetta er eiginlega það næsteinfaldasta sem ég geri fyrir utan að bursta tennurnar.“ Gunnar Dofri segir að það sé stórt lofts- lagsmál að koma lífrænum úrgangi og matarleifum frá urðun, því þar breytist úrgangurinn í skaðlega gróðurhúsalofttegund. „En með því að vinna úrganginn í GAJU getum við unnið úr þessu allt metangasið og notað sem eldsneyti og orku- gjafa.“ Í nýju flokkunarkerfi eru fjórir flokkar og tvær tvískiptar tunnur við einbýlishús og fjórar tunnur við hvert fjölbýlishús fyrir matarleifar, plastumbúðir, pappír og pappa og blandaðan úrgang, en í þeim flokki er óflokkað sorp eins og dömubindi, bleyjur, kattasandur og ryksugu- Ekkert flóknara en að bursta tennurnar Morgunblaðið/Árni Sæberg SorphirðaMeð aukinni flokkun á heimilum verður sorphirðan einnig auk- in og verður líklega á tveggja vikna fresti í stað þriggja eins og er í dag. STUTT FRÁ FLESTUM HEIMILUM Nýtt hlutverk grenndarstöðva Þegar sértunnur fyrir plast og pappa eru komnar við hvert heimili fá grenndarstöðvarnar nýtt hlutverk fyrir það sorp sem ekki er hægt að koma í lóg beint frá heimilinu. Á grenndarstöðvunum verða gámar fyrir málma, textíl og gler og aðeins á einstöku stöðum verða pappagámar. Grenndarstöðvar eiga að vera stutt frá flestum heimilum og miðað er við að minni stöðvarnar verði í 500 metra fjarlægð frá heimili en þær stærri í um kílómetra fjarlægð og þar verði þá fleiri gámar undir pappír, pappa og plast, auk gámanna fyrir málma, textíl og gler. Á endurvinnslustöðvum Sorpu eru síðan gámar fyrir garðaúrgang og allir þessir hefðbundnu gámar fyrir ýmiss konar úrgang. Þar eru líka nytjagámar fyrir heillegt dót sem gæti öðlast nýtt líf hjá nýjum eigend- um, hvort sem það eru húsgögn, heimilistæki, fatnaður eða bækur. Þar er einnig áfram hin hefðbundna flösku- og dósamóttaka. FRÉTTASKÝRING Dóra Ósk Halldórsdóttir doraosk@mbl.is Gunnar Dofri Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.