Morgunblaðið - 07.12.2022, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 07.12.2022, Qupperneq 13
13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2022 Ráðhúsið Síðari umræða um fjárhagsáætlun fyrir 2023 fór fram í borgarstjórn í gær. Þrír úr meirihlutanum voru fjarri, þau Einar Þorsteinsson, Heiða B. Hilmisdóttir og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Eggert Jóhannesson Heimsbúskapurinn er að skríða í áttina að fordæmalausum sam- bræðingi af efnahags-, fjármála- og skulda- kreppu, eftir að ríkis- skuldir, lántökur og skuldsetning sprungu út á síðustu áratugum. Í einkageiranum inniheldur skuldafjallið skuldir heimilanna (eins og húsnæðislán, kreditkort, bílalán, námslán, einka- lán), skuldir fyrirtækja og stórfyrir- tækja (bankalán, skuldabréf og einkaskuldir) og fjármálageirans (skuldir bankastofnana og annarra fjármálastofnana). Í opinbera geir- anum inniheldur það skuldabréf rík- is, héraða og sveitarstjórnar og aðr- ar formlegar skuldbindingar, auk þess sem óbeinar skuldir eins og ófjármagnaðar skuldbindingar á borð við lífeyrisréttindi og heil- brigðiskerfi – sem munu bara vaxa eftir því sem samfélögin eldast. Með því að horfa bara á beinar skuldir eru tölurnar yfirþyrmandi. Á heimsvísu jukust heildarskuldir í opinbera og einkageiranum úr 200% sem hlutfalli af þjóðarframleiðslu árið 1999 upp í 350% árið 2021. Hlutfallið er nú 420% hjá háþró- uðum hagkerfum og 330% í Kína. Í Bandaríkjunum er hlutfallið 420%, sem er hærra en það var í krepp- unni miklu og í kjölfar síðari heims- styrjaldar. Auðvitað geta skuldir örvað at- vinnugreinar ef lántakendur fjár- festa í nýjum fjármunum (tækja- búnaði, heimilum, opinberum innviðum) sem skila af sér meiri afrakstri en lántöku- kostnaðinum nemur. En miklar lántökur enda einfaldlega á að fjármagna neyslu um- fram tekjur á reglu- legum grunni – og það er uppskrift að gjald- þroti. Að auki geta fjárfestingar í „fjármunum“ einnig verið áhættusamar, hvort sem lántakandi er fjölskylda að kaupa heimili á uppblásnu yfir- verði, fyrirtæki sem er að reyna að stækka of fljótt sama hver afrakst- urinn er, eða ríkisstjórn sem er að eyða peningunum í „hvíta fíla“ (stór- vaxin en gagnslaus innviðaverkefni). Slík yfirlántaka hefur átt sér stað í áratugi, af ýmsum ástæðum. Lýð- ræðisvæðing fjármálakerfisins hef- ur leyft heimilum með litlar tekjur að fjármagna neyslu sína með skuldum. Mið-hægri ríkisstjórnir hafa statt og stöðugt lækkað skatta án þess að draga úr eyðslu, á meðan mið-vinstri stjórnir hafa eytt ríku- lega í félagsleg verkefni sem ekki eru fjármögnuð að fullu með nægi- lega háum sköttum. Og skattastefn- ur sem taka skuldir fram yfir eigið fé, studdar af mjög frjálslegri pen- inga- og lánastefnum seðlabank- anna, hafa ýtt undir stóraukna lán- töku hjá einkageiranum og hinu opinbera. Áralöng magnbundin íhlutun (e. quantitative easing) og íhlutun í út- lánum héldu lántökukostnaði nálægt núllinu, og hann varð jafnvel í sum- um tilfellum neikvæður (líkt og í Evrópu og Japan þar til nýlega). Á árinu 2020 voru opinberar skuldir með neikvæðum afrakstri um 17 billjónir bandaríkjadala, og í sumum norrænu ríkjunum voru meira að segja húsnæðislán með neikvæðum nafnvöxtum. Sprengingin sem hefur orðið í ósjálfbæru skuldahlutfalli gaf til kynna að margir lántakendur – heimili, fyrirtæki, bankar, skugga- bankar, ríkisstjórnir og jafnvel heilu ríkin – væru gjaldþrota „uppvakn- ingar“ sem væri haldið uppi af lág- um vöxtum (sem héldu greiðslu- byrði þeirra undir stjórn). Í bæði alþjóðlegu fjármálakreppunni 2008 og í heimsfaraldrinum var mörgum gjaldþrota aðilum sem hefðu annars farið á hausinn bjargað af núllvaxta- stefnu eða neikvæðri vaxtastefnu, magnbundinni íhlutun og beinum björgunaraðgerðum stjórnvalda. En nú hefur verðbólga – sem nærðist á sömu ofurlausu stefnun- um í ríkisfjármálum, peningamálum og lánamálum – bundið enda á hinn fjármálalega „dag hinna dauðu“. Nú þegar seðlabankar neyðast til að hækka stýrivextina til að reyna að halda stöðugu verðlagi eru upp- vakningarnir að upplifa háar hækk- anir á greiðslubyrði sinni. Fyrir marga reynist þetta vera þrefalt áfall, þar sem verðbólgan grefur einnig undan rauntekjum heim- ilanna og lækkar verðgildi eigna þeirra, eins og húsnæðis og verð- bréfa. Það sama á við um viðkvæm og of skuldsett fyrirtæki, fjármála- stofnanir og ríkisstjórnir: þau horfa fram á mjög hækkandi lántöku- kostnað, minni tekjur og gjöld og minna verðgildi á eignum, allt á sama tíma. Það sem verra er; þessi þróun gerist á sama tíma og stöðn- unarverðbólgan (há verðbólga á sama tíma og hagvöxtur er lítill) hefur snúið aftur. Síðast þegar há- þróuð hagkerfi upplifðu slíkar að- stæður var á áttunda áratug 20. ald- arinnar. En á þeim tíma var skuldahlutfallið mjög lágt. Í dag horfum við fram á verstu hliðar átt- unda áratugarins (áföll vegna stöðn- unarverðbólgu) ofan á verstu hliðar alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Og að þessu sinni getum við ekki bara lækkað stýrivexti til þess að auka eftirspurn. Þegar öllu er á botninn hvolft er heimsbúskapurinn að verða fyrir stöðugum áföllum á framboði til skamms og miðlungstíma sem draga úr hagvexti og hækka verð og fram- leiðslukostnað. Á meðal þeirra eru truflanir heimsfaraldursins á fram- boði á vinnuafli og vörum; áhrif inn- rásar Rússlands í Úkraínu á vöru- verð; hin sífellt skelfilegri stefna Kínverja um núll-Covid; og fjöldi annarra áfalla til miðlungstíma – allt frá loftslagsbreytingum til þróunar í alþjóðastjórnmálum – sem munu búa til aukinn þrýsting stöðnunar- verðbólgu. Ólíkt fjármálakreppunni 2008 og á fyrstu mánuðum heimsfaraldurs- ins myndi það að bjarga opinberum og einkaaðilum með lausatökum í efnahagsstefnunni hella meiri olíu á verðbólgubálið. Það þýðir að það verður hörð lending – djúp og löng efnahagslægð – ofan á alvarlega fjármálakreppu. Þegar eignabólur springa, greiðslubyrði snareykst og fastar tekjur lækka hjá heimilum, fyrirtækjum og ríkisstjórnum, munu efnahagskreppan og fjár- málakreppan nærast hvor á annarri. Vissulega geta háþróuð hagkerfi sem taka lán í eigin gjaldmiðli notað tímabil af óvæntri verðbólgu til að draga úr raunvirði einhverra skulda með langtíma- og fasta nafnvexti. Þegar ríkisstjórnir vilja hvorki hækka skatta né skera niður til að draga úr fjárlagahalla sínum verður peningavæðing seðlabanka með halla einu sinni enn leiðin sem veitir minnsta mótspyrnu. En það er ekki hægt að plata alla öllum stundum. Þegar verðbólgudraugurinn sleppur úr flöskunni – sem er það sem gerist þegar seðlabankarnir hætta að berj- ast við hann þegar þeir standa frammi fyrir hinu efnahagslega og fjármálalega hruni – mun lántöku- kostnaður snarhækka að nafn- og raunvirði. Það er hægt að fresta móður allra stöðnunarverðbólgu- skuldakreppna en ekki forðast hana. Nouriel Roubini »Heimsbúskapurinn er að verða fyrir stöðugum áföllum á framboði til skamms og miðlungstíma sem draga úr hagvexti og hækka verð og fram- leiðslukostnað. Nouriel Roubini Höfundur er prófessor emeritus í hagfræði við New York-háskóla. © Project Syndicate, 2022. Hið óumflýjanlega hrun

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.