Morgunblaðið - 07.12.2022, Blaðsíða 16
16 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2022
✝
Baldur Frið-
finnsson fædd-
ist að Bæ í Mið-
dölum, Dalasýslu,
5. desember 1930.
Hann lést á Land-
spítalanum 25. nóv-
ember 2022.
Foreldrar hans
voru Elín Guð-
mundsdóttir, f. 13.
janúar 1899, d. 20.
desember 1990, og
Friðfinnur Sigurðsson, f. 6. apr-
íl 1900, d. 21. júlí 1970. Bræður
Baldurs eru Bragi, f. 30. júlí
1934, d. 26. mars 2022, og
Hreinn, f. 19. febrúar 1943.
Hinn 10. nóvember 1957
kvæntist Baldur Álfheiði Þor-
steinsdóttur, f. 5. mars 1936.
Þau eignuðust sjö börn.
Þau eru: 1) Bára, f. 10. sept-
ember 1957, maki Stefán Bald-
ursson, f. 21. september 1955. 2)
Brynhildur, f. 28. september
1958, maki Tryggvi Þór Ólafs-
son, f. 11. febrúar 1958. 3) Birg-
ir, f. 2. nóvember 1959, maki
Gunnhildur Þórey Pétursdóttir,
f. 14. október 1966.
4) Ásdís, f. 26. sept-
ember 1961, maki
Gunnar Magn-
ússon, f. 27. sept-
ember 1963. 5)
Smári, f. 7. nóv-
ember 1962, maki
Anna Sigurlín Ein-
arsdóttir, f. 6. maí
1964. 6) Elín, f. 21.
september 1965,
maki Margeir
Reynisson, f. 1. janúar 1967. 7)
Erla, f. 17. júní 1967, maki Þór-
arinn Jónas Stefánsson, f. 8.
apríl 1969. Barnabörn Baldurs
og Álfheiðar eru 19 talsins og
barnabarnabörn eru 18.
Baldur ólst upp í Bæ og
stofnaði hann síðan nýbýli á
jörðinni ásamt Álfheiði, eig-
inkonu sinni. Síðar meir tóku
þau hjónin einnig við búi for-
eldra Baldurs og stunduðu þar
búskap þar til starfsævinni
lauk.
Útförin fer fram frá Kópa-
vogskirkju í dag, 7. desember
2022, klukkan 15.
Elsku pabbi.
Mikið sakna ég þín, okkar sam-
verustunda og gæsku þinnar.
Minningaflóð streymir fram í
huga mínum um þig, elsku pabbi.
Það sem nú tekur við er að minn-
ast lífs þíns með miklu þakklæti
fyrir allt.
Allt frá því að ég man eftir mér
upplifði ég að þér fyndist ég verð-
mæt og það er það sem barn má
ekki fara á mis við.
Náttúrulegir eiginleikar barns
eru að það er óþroskað, ófullkom-
ið, varnarlaust og háð öðrum með
þarfir og óskir. Þessa eiginleika
hafðir þú áhrif á þannig að ég er sú
manneskja sem ég er í dag.
Þú varst mín fyrirmynd, þú
hafðir hugrekki og bjóst yfir
þrautseigju. Ég fékk mikinn
stuðning frá þér þegar ég þurfti,
gat alltaf treyst á þig. Þín lífsvið-
horf hef ég reynt að tileinka mér.
Þú varst örlátur, réttlátur, heiðar-
legur og hógvær.
Ein er sú minning sem verður
alltaf sterk í huga mínum. Minn-
ingin er táknræn fyrir mín tengsl
við þig alla tíð. Við vorum í bílferð
eins og svo oft, ég var barn á
fimmta ári. Við vorum heimleið að
kvöldi til yfir Miðá að vetri í hríð-
arbyl og miklu frosti. Dekkin á
bílnum fóru niður um klakann ekki
gekk að komast áfram á bílnum.
Ekki var annað í stöðunni en að
ganga heim. Skyggnið var sama og
ekkert. Þú hélst á mér til að byrja
með yfir ána. Síðan tókstu í hönd-
ina á mér og leiddir mig heim,
barðist í gegnum hríðarbylinn.
Höndin mín var svo lítil inni í heitri
hendinni þinni. Mér fannst ég al-
veg örugg, ekkert hrædd því ég
var með þér, pabbi.
Takk fyrir allt, elsku pabbi.
Minningin um þig lifir að eilífu.
Þín dóttir,
Elín (Ella).
Elsku afi.
Núna ertu komin upp í skýin,
eins og börnin mín orða það. Ég
trúi því svo heitt að þér líði betur
núna og að þú getir fylgst með
okkur öllum ofan úr skýjunum
með þínum gagnrýnandi en góð-
legu augum.
Þú vildir að öllum liði vel og við
myndum upplifa velgengni í lífinu.
Ég bar mjög mikla virðingu
fyrir þér. Þú varst harðduglegur,
iðinn, skynsamur, klár og mikið
snyrtimenni. Það var alltaf stutt í
bros eða hlátur hjá þér, hvort
sem það var í léttu spjalli,
eða vegna þess að þú vildir
kanna hvort við gætum losað
okkur úr bóndabeygju, eða þeg-
ar þú sagðir okkur ævintýraleg-
ar sögur af útilegufólki. Einnig
þegar við laumuðust bak við
hurð inn í eldhúsi svo að þú gætir
gefið okkur smá sælgæti í von
um að amma væri ekki að fylgj-
ast með, því hún átti til með að
reyna að stoppa þig af eða að
minnsta kosti reyna að fylgjast
með því hversu mikið þú værir
að gefa okkur.
Líka þegar við gengum á þig
og spurðum þig úti það hvernig
stæði á því að við ættum öll sömu
kindurnar – þú sagðir auðvitað
bara já við alla og já við flestöllu
– okkur þótti það nú ekki slæmt.
Ég man aðeins eftir einu
skipti sem ég varð smá sár út í
þig en aðallega hissa á þér held
ég. Það var þegar við vorum
stödd við Reykjadalslaug. Þú
hafðir meðferðis kaðal sem þú
ákvaðst að draga okkur með, við
vorum ofan í lauginni og þú á
bakkanum og dróst okkur fram
og til baka eftir lauginni. Ég hef
aldrei verið þekkt fyrir það,
hvorki fyrr né síðar, að vera mik-
ið fyrir það að fara í kaf og þarna
fórum við vissulega í kaf ef
manni tókst ekki að halda nógu
fast í kaðalinn og fengum vatn
bæði upp í munn og nef. Þér var
mjög skemmt við þetta og það
fór sko ekkert á milli mála. Ég sé
svipinn á þér enn þá fyrir mér.
Þér var nú samt fyrirgefið mjög
fljótt.
Minningarnar sem þú skilur
eftir eru ótalmargar og gleymast
seint.
Þakklæti er mér efst í huga, að
þú hafir verið afi minn í 35 ár og
síðan langafi barnanna minna
líka, það eru ekki allir svo lánsam-
ir. Þegar við áttum okkar síðustu
stund saman sagði ég þér að ég
elskaði þig og þú svaraðir um hæl
„ætli það dugi nokkuð til“. Á þess-
ari stundu brosti ég innra með
mér og hugsaði „ég vildi óska þess
að það dygði til og að ég fengi að
hafa þig aðeins lengur hjá okkur“
en það dugði ekki til og gerir það
sjálfsagt sjaldnast. Ég endurtók
orð mín síðan aftur stuttu seinna
og þú sagðir „sömuleiðis“, það
þykir mér mjög dýrmætt.
Álfheiður Lára.
Baldur tengdafaðir minn var
skarpgreindur og forvitinn að eðl-
isfari. Hann vildi skilja til hlítar
allt sem hann las og heyrði, ekki
síst ef það snerti efnahagsmál,
sem hann hafði sérstakan áhuga
á. Oft þegar við börn hans og
tengdabörnin kíktu til til þeirra
hjóna, dró Baldurs fram blaða-
grein sem hann þurfti nauðsyn-
lega að fá að ræða. Stundum
fannst honum röksemdir höfund-
ar óljósar eða órökréttar. Sjálfur
var hann rökfastur og lét engan
komast upp staðlausar staðhæf-
ingar. Og hjá honum gilti sú forna
regla að ávallt skuli hafa það sem
sannara reynist.
Tengdafaðir minn vann mikið á
meðan heilsa hans leyfði. Hann
stundaði lengst af búskap að Bæ í
Miðdölum þar sem ættfeður hans
höfðu búið um aldir. Meðfram bú-
störfunum vann hann ýmis önnur
störf sem til féllu í sveitinni, þar á
meðal akstri skólabarna sem
hann sinni um árabil. Eins og
mönnum sem unnið hafa mikið
alla sína ævi var það Baldri sér-
staklega erfitt að hætta að vinna
og sinna viðhaldi húsa og annarra
eigna.
Baldur var einstaklega velvilj-
aður maður. Aldrei heyrði ég
hann tala illa um nokkurn mann
og sýndi hann samferðafólki sínu
mikinn áhuga. Hann hafði sér-
stakt yndi af samskiptum við
börn, eins og fjölmargar fjöl-
skyldumyndir bera með sér,
myndir sem sýna barnabörnin og
barnabarnabörnin príla upp í
fangið á honum, spila við hann eða
tefla við hann skák, greiða honum
eða draga hann á eftir sér til að
sýna honum eitthvað spennandi.
Eins og margir af hans kynslóð þá
var það ekki fyrr en barnabörnin
komu að hann áttaði sig fyllilega á
því að það væri í góðu lagi að
gantast við börn og gefa þeim dá-
lítið lausan tauminn. Þá var Bald-
ur einnig einstaklega viljugur til
að rétta öðrum hjálparhönd og
gilti það bæði um sveitunga hans
og ókunnuga, eins og t.d. veiði-
menn sem festu bíla sína í Mið-
ánni.
Ég mun ávallt minnast áhuga-
verðra samtala við tengdaföður
minn um landsins gagn og nauð-
synjar eða æsku hans og uppvöxt
í Miðdölunum. Ég sendi Álfheiði,
afkomendum þeirra hjóna og eft-
irlifandi bróður innilegar samúð-
arkveður.
Stefán Baldursson.
Baldur
Friðfinnsson
✝
Sigríður Ásta
Örnólfsdóttir
fæddist i Reykjavík
12. ágúst 1946. Hún
lést á Hrafnistu við
Brúnaveg 26. nóv-
ember 2022. For-
eldrar hennar voru
Örnólfur Valdimars-
son, f. 1893, d. 1970,
kaupmaður og út-
gerðarmaður, og
seinni kona hans,
Ragnhildur Kristbjörg Þorvarð-
ardóttir, f. 1905, d. 1986, kennari
og organisti.
ólfur átti með fyrri konu sinni.
Sonur Sigriðar Ástu og Hreið-
ars Sæmundssonar er Örnólfur
Þór, f. 7.4. 1976.
Sigríður Ásta átti góða æsku.
Eftir barnaskóla fór hún í Voga-
skóla og einn vetur i Verzl-
unarskólann. Hún vann sem hlað-
freyja hjá Loftleiðum og starfaði
líka á tannlæknastofu Ríkharðs
Pálssonar. Árið 1964 fór hún sem
skiptinemi til Bandaríkjanna og
var eitt ár í Arizona. Sigga var
mjög barngóð og vildi fá fréttir af
systkinabörnum og þeirra fjöl-
skyldum. Hún náði góðu sam-
bandi við börn Mumma frænda
síns. Sigga glímdi við erfiðan
sjúkdóm meirihluta ævi sinnar,
sem fylgdi henni til æviloka.
Útför hennar fer fram frá Ás-
kirkju í dag, 7. desember 2022,
klukkan 13.
Systkini Sigríðar
Ástu eru Þorvarður,
f. 1927, d. 2013,
Anna, f. 1928, d.
1999, Guðrún, f.
1929, d. 1933, Valdi-
mar, f. 1932, Ing-
ólfur Óttar, f. 1933,
d. 2019, Arnbjörg
Auður, f. 1935, d.
2020, Þórunn, f.
1937, d. 2013, Mar-
grét, f. 1941, d.
2017, Guðrún Úlfhildur, f. 1943.
Hálfsystir Sigríðar Ástu var Finn-
borg, f. 1918, d. 1993, sem Örn-
Við andlát elskulegrar frænku
minnar hrannast minningarnar
upp. Sigga Ásta var litla systir
mömmu minnar og yngsta systk-
inið í stóra barnahópnum á Lang-
holtsvegi 20, sem var heimili fjöl-
skyldunnar lengst af. Þær systur
voru nánar alla tíð og mikill sam-
gangur milli þeirra og hinna
systkinanna og fjölskyldunnar
allrar. Sérlega minnisstæð eru
stórfjölskyldujólaboðin á Lang-
holtsveginum þar sem gengið var
kringum jólatréð og öll erindin í
öllum jólasálmunum sungin há-
stöfum – að minnsta kosti tvíradd-
að. Ógleymanlegar eru einnig all-
ar ferðirnar vestur á Kvíanes, í
sumarhús fjölskyldunnar, með
þeim Siggu og Adda Þór og öðru
frændfólki, þar sem gengið var á
fjöll í leit að berjum og fjallagrös-
um, mjólkin kæld í læknum, kynt
upp með kolaeldavél og soðin á
henni fjallagrasamjólk. Og alltaf
var söngur. Þetta voru ævintýra-
ferðir barnæsku minnar.
Sigga frænka var dásamlega
hlý manneskja, bros- og hlátur-
mild og yndisleg á allan hátt.
Breiddi út faðminn og var bara
eins og sólin sjálf, björt og falleg.
Svo áhugasöm um allt frændfólkið
sitt, mundi afmælisdaga allra
systkinabarna sinna og síðar
systkinabarnabarna, þótt þau
væru farin að skipta tugum.
Hringdi í mig á hverjum afmæl-
isdegi, allt þar til undir það síð-
asta. Mikið mun ég sakna þeirra
símtala.
Það var einstaklega gaman að
fá Siggu frænku í heimsókn, því
hún var alltaf svo innilega þakklát
fyrir allt, kunni svo vel að meta
góðan kaffisopa og tertusneið. Það
var gaman að gera vel við hana og
ég vildi að ég hefði gert miklu
meira af því, og oftar. Hún var svo
jákvæð og hvetjandi og aldrei
vafamál að henni þætti afar vænt
um mann. Það var innilega gagn-
kvæmt og ég mun sakna hennar
mjög.
Að þessi yndislega frænka mín
hafi ekki fengið að eiga það langa
og góða ævikvöld sem hún átti
sannarlega skilið er þyngra en
tárum taki. Eina huggunin harmi
gegn er sú tilhugsun að nú hafi
hún sameinast öllu góða fólkinu
okkar sem gengið er. Mér er sem
ég heyri í þeim að handan, syngj-
andi Vísur Íslendinga, eða „Hvað
er svo glatt“ eins og flestir þekkja
það, hástöfum. Síðan taka jóla-
sálmarnir við – að minnsta kosti
tvíraddað, eins og á Langholts-
veginum. Og elsku Sigga frænka
er aftur glöð og sæl, eins og hún
átti að sér að vera.
Anna Ragnhildur.
Nú hefur elsku Sigga frænka
fengið hvíldina. Hún var tilbúin að
fara en mikið óskaplega er erfitt
að hugsa til þess að fá ekki að
hitta hana aftur. Hlýja brosið
hennar og umhyggjan fyrir mér
og öllum mínum er ómetanleg og
ógleymanleg.
Sigga var yngsta systir
mömmu og svo mikilvæg í stóra
systkina- og frændsystkinahópn-
um.
Hún og Úlla frænka pössuðu
okkur Helga bróður oft á tíðum
þegar við vorum lítil og mér
fannst hún alltaf svo falleg. Ég
var upp með mér þegar ég gekk
Langholtsveginn með henni svo
flottri og ekki var nú verra þegar
hún setti upp á mér hárið. Mikið
var ég upp með mér þá.
Sigga eignaðist Örnólf sinn og
naut sín vel í móðurhlutverkinu.
Hún bjó þeim fallegt heimili í
Austurbergi og það var alltaf
gaman að koma í heimsókn. Sigga
var, eins og allt móðurfólkið mitt,
ákaflega gestrisin og ávallt hlað-
borð af ýmsum kræsingum í boði.
Og það voru alltaf næg umræðu-
efni að kryfja og Sigga alltaf á já-
kvæðu nótunum þrátt fyrir að
hún fengi sinn skerf af erfiðleik-
um.
Sigga heimsótti okkur Malcolm
til Englands og við áttum yndis-
lega tíma saman. Ferðuðumst
mikið og fórum m.á. slóðir Churc-
hills, en Sigga var mjög áhugasöm
um hann og hans sögu.
Sigga frænka var hlý, góð-
hjörtuð, glaðlynd og umhyggju-
söm. Ég er óendanlega þakklát
fyrir að hafa átt hana að og hún
mun alltaf eiga stóran stað í huga
mínum og hjarta. Ég sé elsku
Siggu fyrir mér í faðmi fjölskyldu-
meðlima, sem hafa tekið á móti
henni með hlýjunni og kærleikan-
um sem einkennir Langholts-
vegsfjölskylduna, og það hafa ver-
ið fagnaðarfundir.
Hvíl í friði elsku yndislega
Sigga mín og hlýja brosið þitt á
eftir að fylgja mér þar til kemur
að endurfundum.
Þóra Björg
Þórhallsdóttir.
Við ólumst upp í Kleppsholtinu
á Langholtsveginum, Sigga á nr.
20 og ég á nr. 24. Báðar fæddar ár-
ið 1946. Líklega höfum við byrjað
að leika okkur saman í kringum
1950 og alla tíð eftir það til ung-
lingsára. Leiksvæðið voru göturn-
ar í Kleppsholtinu, Vatnagarðarn-
ir og holtið sjálft sem náði upp að
Austurbrún. Melar og móar. Við
vorum báðar í Langholtsskóla.
Heimili Siggu á Langholtsvegi 20
var mikið menningarheimili og
fallegt heimili. Systkinin voru
mörg, níu talsins og Sigga var
yngst. Þar ríkti glaðværð og mikill
kærleikur og það var mikið sungið
og spilað á píanó. Systkinin voru á
öllum aldri og mikil hreyfing á
fólki. Þau elstu að koma og fara.
Örnólfur Valdimarsson og Ragn-
hildur Þorvarðardóttir, foreldrar
Siggu Ástu, voru einstakt heiðurs-
og sómafólk. Þau fluttu til Reykja-
víkur frá Suðureyri við Súganda-
fjörð og þau héldu vel utan um
hópinn sinn. Ég var eins og grár
köttur inni á heimilinu á Lang-
holtsvegi 20. Eftir barnaskólapróf
fór ég í Laugarnesskólann en
Sigga fór í Vogaskóla sem þá var
nýr. Samverustundum okkar
Siggu fækkaði við það. Komu aðr-
ir skólafélagar. En við fylgdumst
vel hvor með annarri. Hringdum
alltaf á afmælisdögum, ég átti 5.
júlí og Sigga 12. ágúst. Svo gerist
það sumarið 1965 um verslunar-
mannahelgi að þær systur Sigga
og Úlla vilja endilega fá mig með á
bindindismót í Húsafelli og Þor-
varður bróðir þeirra átti að vera
einn gæslumanna. Það var mikið
þref fyrir mig að fá leyfi foreldra
minna til að fara þá átján ára og
byrjuð í Hjúkrunarskólanum. Og
svo bara gerist það að náfrændi
þeirra systra, þau voru systra-
börn, birtist þarna í rútunni og við
vorum bundin hvort öðru eftir
það. Þannig giftist ég inn í fjöl-
skyldu Siggu fyrir tilverknað
þeirra systra.
Þegar á unglingsárin kom fór
ég í Hjúkrunarskólann og var
nokkuð bundin náminu. Sigga átti
erfitt með að finna fjölina sína,
þessi fallega ljóshærða stelpa og
svo mörgum hæfileikum gædd.
Hún hringdi stundum í mig og við
áttum löng samtöl um lífsins gang
en þeim fækkaði símhringingun-
um. Ég alltaf í önnum. Í lok nóv-
ember fyrir tveimur árum hringdi
Sigga í mig í nokkur skipti og vildi
að við gæfum okkur tíma til að
hittast. Við vorum farnar að missa
systkini okkar báðar tvær hvert af
öðru. Þetta voru löng símtöl og ég
var í miklum önnum á þessum
tíma að ganga frá dánarbúi. Og ég
frestaði stöðugt hittingnum. Og
svo kom hjartaáfall og Covid. Og
nú er Sigga Örnólfs barnæskuvin-
kona mín bara farin úr þessari
jarðvist og ég vissi ekkert hvað
henni leið. Er gröm sjálfri mér
fyrir það. Ég hefði átt að vera
henni styrkur og stoð á lífsgöng-
unni. Vertu kært kvödd Sigga mín
og takk fyrir allar gömlu góðu og
skemmtilegu barnæskustundirn-
ar.
Ingibjörg Kolbeins
Sigurðardóttir (Imba).
Þegar ég kynntist Siggu beið
hún eftir strætó. Ég átti leið hjá
og bauð henni far. Í framhaldi af
því bauð hún mér í kaffi og við tók-
um tal saman. Á þeim tíma var ég
að jafna mig eftir skilnað og til-
finningarnar botnfrosnar. Í miðju
kaffispjalli kom í ljós að hún átti
nokkurra mánaða gamlan son,
sem rumskaði en hún bað mig að
halda á honum í augnablik. Við
það hvarf þessi ónotatilfinning og
er þetta besta lækningameðferð
sem ég hef ég fengið. Hún bjó í
kjallara á Langholtsveginum en
flutti síðar upp í Breiðholt, þar
héldu kaffi- og vináttufundir
áfram. Hún hafði gaman af bíltúr-
um og eitt sinn fórum við yfir jök-
ulhálsinn á Snæfellsjökli. Sigga
gekk ekki heil til skógar og vildi að
ég hringdi í sig áður en ég kæmi í
heimsókn. Henni leið oft illa og
notaði mig eins og stuðpúða í sím-
anum en við skildum alltaf sem
vinir. Smám saman kynntist ég
hennar fólki sem er ótrúlega gott
fólk.
Ég samhryggist ykkur öllum.
Valdimar Elíasson.
Sigríður Ásta
Örnólfsdóttir
- Fleiri minningargreinar
um Sigríði Ástu Örnólfs-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
Minningarvefur á mbl.is
Minningar og andlát
Á minningar- og andlátsvef mbl.is getur þú lesið
minningargreinar, fengið upplýsingar úr
þjónustuskrá auk þess að fá greiðari aðgang að
þeirri þjónustu sem Morgunblaðið hefur veitt
í áratugi þegar andlát ber að höndum.
Andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar
eru aðgengilegar öllum.
www.mbl.is/andlát