Morgunblaðið - 07.12.2022, Side 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2022
✝
Gylfi Adolfsson
fæddist á Pat-
reksfirði 8. janúar
1940. Hann lést á
heimili sínu, í faðmi
fjölskyldunnar, 28.
nóvember 2022.
Foreldrar Gylfa
voru Adolf Hall-
grímsson, f. 1907,
d. 1992, og Helga
Guðmundsdóttir, f.
1908, d. 1994, bæði
frá Patreksfirði.
Systkini Gylfa voru: Hilmar
Kristinn, f. 1935, d. 2021, Hall-
dór, f. 1937, d. 1940, Hildigunn-
ur, f. 1945, d. 2006, og Anna
Halldóra, f. 1951, d. 1951.
Gylfi kynntist eftirlifandi eig-
inkonu sinni, Vilborgu Elmu
Geirsdóttur hjúkrunarfræðingi,
f. 29.9. 1941, árið 1964 í Noregi.
Þau giftust 30.1. 1965 í Reykja-
til að stunda nám við Versl-
unarskóla Íslands. Þaðan lauk
hann verslunarprófi. Síðan lá
leið hans til Þýskalands þar sem
hann vann í um ár í Bremerha-
ven, á skrifstofu þýsks skipa-
félags, og síðan á skrifstofu
Flugfélags Íslands / Icelandair í
Hamborg. Hann flutti sig síðar
yfir til Noregs þar sem hann
starfaði á skrifstofu Icelandair í
Osló og síðan tók hann við skrif-
stofunni í Bergen. Í Bergen
kynntist hann eiginkonu sinni
Vilborgu Elmu. Gylfi og Vilborg
bjuggu í Bergen í fjögur ár og
eignuðust þar dætur sínar þrjár.
Árið 1968 fluttu þau heim til
Íslands. Gylfi starfaði sem flug-
afgreiðslumaður á Keflavík-
urflugvelli til ársins 1980. Eftir
það starfaði hann lengst af hjá
fyrirtækinu Síld og fiski eða allt
þar til hann lét af störfum vegna
aldurs.
Útförin fer fram frá Garða-
kirkju á Álftanesi í dag, 7. des-
ember 2022, klukkan 13.
vík. Gylfi og Vil-
borg bjuggu í Nor-
egi til ársins 1968.
Þá fluttu þau til
Reykjavíkur og síð-
an til Hafnarfjarð-
ar þar sem þau
bjuggu alla tíð síð-
an.
Dætur Gylfa og
Vilborgar eru: 1)
Helga, f. 1965. 2)
Sigurbjörg, f. 1966,
gift Sigurði Birni Blöndal, synir
þeirra eru Oddur og Gylfi. 3)
Hildur, f. 1968, eiginmaður
hennar er Björn Sigurður Vil-
hjálmsson, dóttir þeirra er Elma
og börn Björns af fyrra hjóna-
bandi eru Böðvar Sigurvin,
Bjartmar Már, Vilhjálmur Freyr
og Ása Soffía.
Gylfi ólst upp á Patreksfirði
en fluttist ungur til Reykjavíkur
Tengdafaðir minn, Gylfi
Adolfsson, lést eftir snarpa bar-
áttu við krabbamein að heimili
sínu og í faðmi sinna nánustu 28.
nóvember. Gylfi var búinn að
glíma við alzheimersjúkdóm í
nokkur ár, en á endanum var það
krabbameinið sem lagði hann.
Gylfi var faðir Sigurbjargar
minnar, afi drengjanna okkar,
Odds og Gylfa, og tengdafaðir
minn frá 1997, þó að við Sigur-
björg höfum ekki gift okkur fyrr
en 2015, en það var nú bara svo að
við værum alveg viss um að það
væri framtíð í þessu hjá okkur.
Gylfi tók mér merkilega vel frá
fyrstu kynnum, ég tikkaði þó í
nokkur box sem voru ekki alveg í
uppáhaldi hjá honum, síðhærður
og með ættarnafn. Hann lét mig
þó njóta vafans. Okkur varð vel til
vina og gott traust skapaðist okk-
ar á milli. Það var ekki stíll Gylfa
að vaða út í óvissu og því mesta
furða af hve miklu jafnaðargeði
hann tók alls konar ævintýrum
sem ég kom mér í og dró dóttur
hans og þar með hann inn í með
óbeinum hætti.
Gylfi var greiðvikinn og í þau
skipti sem við fluttum heimili
okkar og vorum að koma okkur
fyrir á nýjum stað var hann ávallt
fyrstur til að bjóða fram aðstoð
sína. Hann var völundur með
pensilinn og málaði af nákvæmni
sem honum var eðlislæg. Við átt-
um til að vera örlítið ósammála
um forgangsröðun verkefna í
slíkum aðstæðum. Einu sinni var
honum nóg boðið þegar ég ákvað
að leggja áherslu á að pússa
gamlan hurðarhún af mikilli natni
í stað þess að klára að mála veggi
og loft í stofunni, sem líklega
verður að viðurkennast að var
meira aðkallandi. En allt fór
þetta vel, í raun eins og best varð
á kosið. Stofan var óaðfinnanlega
máluð af Gylfa og Sigurbjörgu og
hurðarhúnninn eins og nýr.
Oddur og Gylfi yngri höfðu
mikið dálæti á afa sínum, enda
var hann fjörugur og tilbúinn að
leika og sprella við þá. Það var
alltaf mikil eftirvænting að fá að
fara í næturgistingu til afa og
ömmu í Hafnarfirðinum. Að sama
skapi var Gylfa mikið í mun að
ákveðin grunnatriði væru í lagi,
t.d. að góðir borðsiðir væru við-
hafðir og almenn kurteisi. Þetta
tókst honum ágætlega að inn-
prenta sínu fólki.
Skömmu eftir að Gylfi lét af
störfum sökum aldurs greindist
hann með alzheimersjúkdóminn.
Hann tók því af einstöku jafn-
vægi og æðruleysi, tókst á við
sjúkdóminn með því að sleppa
tökum smám saman í takt við sína
getu til að hafa stjórn á aðstæð-
um, var geðgóður og gerði góðlát-
legt grín að ástandinu. Sagði með
bros á vör að hann myndi nú ekki
mikið.
Það er sárt að sjá á eftir ástvin-
um en það felst líka friður í því að
þeir þurfi ekki að þjást óbærilega
í langan tíma. Ég er þakklátur
fyrir að hafa fengið að ganga
hluta lífsvegarins með Gylfa
Adolfssyni, Minningar um sam-
veru við hann eru hlýjar og
ánægjulegar.
Sigurður Björn
Blöndal.
Í dag kveðjum við Gylfa, mág
minn og svila. Minningarnar
flæða fram. Kynni okkar hófust
þegar Vilborg systir kom heim
frá Bergen með draumaprinsinn
til að giftast honum í janúar árið
1965. Eftirvæntingin var mikil
því að Vilborg var rómantísk með
afbrigðum, las mikið af norskum
ástarsögum. Þegar við sáum
Gylfa fyrst með þessi fallegu
dökkbrúnu augu og guðdómlega,
fallega bros bræddi hann hjörtu
okkar í fjölskyldunni. Hann var
eins og kvikmyndastjarna. Nán-
ari kynni mín af honum urðu þeg-
ar ég dvaldist hjá Gylfa og Vil-
borgu í Bergen sumarið 1965
þegar þau voru að hefja búskap
sinn. Gylfi var þá flugafgreiðslu-
stjóri Flugfélags Íslands í Berg-
en og Vilborg vann þar sem
hjúkrunarfræðingur. Það var
gott að búa hjá ungu og ást-
föngnu hjónunum, sjá þau
blómstra saman og fyrsta barnið í
vændum.
Eftir að þau komu heim til Ís-
lands með dæturnar þrjár eftir
nokkurra ára búsetu í Bergen
urðu samskipti okkar meiri og
nánari. Sumarferðir fjölskyldna
okkar um landið voru margar,
bæði sumarbústaða- og tjaldferð-
ir, svo að ekki sé talað um fjöl-
skylduboðin. Minnisstæðir eru
kvöldverðirnir á sunnudags-
kvöldum í Karfavoginum og síðar
á Brávallagötunni þar sem Gylfi
var hrókur alls fagnaðar. Hann
var frábær kokkur, ekki síst úti-
grillmeistari. Því fengum við að
kynnast á ferðalögum og í
veislum þeirra Vilborgar á Lauf-
vanginum í Hafnarfirði. Minnis-
stæðar eru tjaldferðirnar í
Sleggjubeinsdal við Hengil og að
Sandfelli í Öræfum, sumarbú-
staðaferðirnar í Stóru-Skóga í
Borgarfirði og Hraunborgir í
Grímsnesi. Fjölskylduferðirnar
til systkina okkar í Áshóli og í
Neskaupstað eru líka ógleyman-
legar. Eftir heimkomuna til Ís-
lands vann Gylfi um skeið hjá Ice-
landair á Keflavíkurflugvelli.
Síðar vann hann á skrifstofunni
hjá Þorvaldi í Ali í mörg ár. Þá
var ekki annað tekið í mál en að
hafa Ali-hamborgarhrygg á jól-
unum. Á síðari árum var eitt aðal-
áhugamál hans að fljúga í flug-
hermi í tölvunni sinni heima.
Hann flaug um allt og þekkti alla
flugvelli í nágrenninu og víðar.
Gylfi var prinsippmaður af
gamla skólanum, íslenskumaður
góður og þoldi ekki þegar hans
nánustu töluðu ekki rétt mál.
Hann var mikill Flugfélags Ís-
lands- maður, mátti ekki heyra á
Loftleiðir minnst. Elskaði allt
sem amerískt var og fór nokkrum
sinnum í heimsóknir til Hildi-
gunnar systur sinnar og Lou,
mannsins hennar. Hann var mik-
ill Patreksfirðingur og íhalds-
samur sjálfstæðismaður alla tíð,
„trúði öllu sem stóð í Moggan-
um“. Gylfi var umfram allt glað-
legur og góður drengur, hvers
manns hugljúfi og einstaklega
barngóður. Hann hafði gaman af
því að ærslast og leika við börnin.
Við sendum Vilborgu, Helgu,
Sigurbjörgu, Hildi og fjölskyld-
um þeirra okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Kristín og Ómar.
Í dag kveðjum við Gylfa, mág
minn og svila. Minningarnar
flæða fram. Kynni okkar hófust
þegar Vilborg systir kom heim
frá Bergen með draumaprinsinn
til að giftast honum í janúar árið
1965. Eftirvæntingin var mikil
því að Vilborg var rómantísk með
afbrigðum, las mikið af norskum
ástarsögum. Þegar við sáum
Gylfa fyrst með þessi fallegu
dökkbrúnu augu og guðdómlega,
fallega bros bræddi hann hjörtu
okkar í fjölskyldunni. Hann var
eins og kvikmyndastjarna. Nán-
ari kynni mín af honum urðu þeg-
ar ég dvaldist hjá Gylfa og Vil-
borgu í Bergen sumarið 1965
þegar þau voru að hefja búskap
sinn. Gylfi var þá flugafgreiðslu-
stjóri Flugfélags Íslands í Berg-
en og Vilborg vann þar sem
hjúkrunarfræðingur. Það var
gott að búa hjá ungu og ást-
föngnu hjónunum, sjá þau
blómstra saman og fyrsta barnið í
vændum.
Eftir að þau komu heim til Ís-
lands með dæturnar þrjár eftir
nokkurra ára búsetu í Bergen
urðu samskipti okkar meiri og
nánari. Sumarferðir fjölskyldna
okkar um landið voru margar,
bæði sumarbústaða- og tjaldferð-
ir, svo að ekki sé talað um fjöl-
skylduboðin. Minnisstæðir eru
kvöldverðirnir á sunnudags-
kvöldum í Karfavoginum og síðar
á Brávallagötunni þar sem Gylfi
var hrókur alls fagnaðar. Hann
var frábær kokkur, ekki síst úti-
grillmeistari. Því fengum við að
kynnast á ferðalögum og í
veislum þeirra Vilborgar á Lauf-
vanginum í Hafnarfirði. Minnis-
stæðar eru tjaldferðirnar í
Sleggjubeinsdal við Hengil og að
Sandfelli í Öræfum, sumarbú-
staðaferðirnar í Stóru-Skóga í
Borgarfirði og Hraunborgir í
Grímsnesi. Fjölskylduferðirnar
til systkina okkar í Áshóli og í
Neskaupstað eru líka ógleyman-
legar. Eftir heimkomuna til Ís-
lands vann Gylfi um skeið hjá Ice-
landair á Keflavíkurflugvelli.
Síðar vann hann á skrifstofunni
hjá Þorvaldi í Ali í mörg ár. Þá
var ekki annað tekið í mál en að
hafa Ali-hamborgarhrygg á jól-
unum. Á síðari árum var eitt aðal-
áhugamál hans að fljúga í flug-
hermi í tölvunni sinni heima.
Hann flaug um allt og þekkti alla
flugvelli í nágrenninu og víðar.
Gylfi var prinsippmaður af
gamla skólanum, íslenskumaður
góður og þoldi ekki þegar hans
nánustu töluðu ekki rétt mál.
Hann var mikill Flugfélags Ís-
lands- maður, mátti ekki heyra á
Loftleiðir minnst. Elskaði allt
sem amerískt var og fór nokkrum
sinnum í heimsóknir til Hildi-
gunnar systur sinnar og Lou,
mannsins hennar. Hann var mik-
ill Patreksfirðingur og íhalds-
samur sjálfstæðismaður alla tíð,
„trúði öllu sem stóð í Moggan-
um“. Gylfi var umfram allt glað-
legur og góður drengur, hvers
manns hugljúfi og einstaklega
barngóður. Hann hafði gaman af
því að ærslast og leika við börnin.
Við sendum Vilborgu, Helgu,
Sigurbjörgu, Hildi og fjölskyld-
um þeirra okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Kristín og Ómar.
Sumar minningar festast í
minni. Áratugum seinna eru þær
ljóslifandi og birtast eins og þær
séu rétt að ske. Eina slíka minn-
ingu á ég og þótt hún sé orðin 72
ára gömul birtist hún mér sem
ný. Þannig var að þegar ég var 10
ára nemi í barnaskólanum á Pat-
reksfirði bauðst mér að flytjast á
milli bekkja, sem ég þáði. Þar
sem ég stend nú þarna uppburða-
lítill í nýju skólastofunni og veit
ekkert hvað ég á af mér að gera
heyri ég kallað: „Viltu ekki bara
sitja hjá mér!“ Þetta var Gylfi.
Boðið var slík himnasending og
svo minnisstætt, að ég man jafn-
vel ennþá hvernig liturinn á
skólapúltinu sem við sátum við
var. Vináttan sem þarna hófst
hefur staðið óslitin síðan.
Við Gylfi fórum saman gegn-
um barnaskólann, síðan ungl-
ingaskólann og 13 ára fórum við
til tveggja vetrar dvalar á Núps-
skóla. Enn sátum við saman. Á
heimavistinni deildum við her-
bergi með fjórum nemendum
öðrum. Þrengslin þar voru það
mikil að þegar kojurnar voru
komnar inn í herbergið var ekk-
ert pláss eftir, hvorki fyrir borð
né stóla. Vináttan þarf að vera
sterk til að haldast við svona
þröngan kost. Okkar gerði það.
Þar var hlutur Gylfa ekki síðri en
minn. Lífsreyndir 15 ára eftir
lærdómsríka Núpsdvöl réðum við
okkur sem háseta á síðutogara.
Reynslan af þrengslunum á Núpi
kom sér nú vel í vistarverunum á
togaranum. Barnvæn þætti þessi
vinna ekki í dag, það eitt er víst.
Rúmu ári eftir skólavistina á
Núpi ákváðum við Gylfi að sækja
um inngöngu í Verslunarskólann.
Það gekk eftir og saman skráðum
við okkur í skólann og við tók
þriggja ára nám.
Gylfi var einstaklega skapgóð-
ur og léttlyndur. Réttsýnn var
hann og þætti honum á einhvern
hallað stóð ekki á viðbrögðum.
Vinátta okkar hélst óslitin í þau
72 ár frá sætisboðinu í barnaskóla
Patreksfjarðar forðum. Þótt við
Gylfi værum að mörgu leyti ólíkir
að upplagi minnist ég þess ekki
að ágreiningur hafi verið óleystur
innan dagsins. Eftir skólavist
tóku við annasöm ár, bæði hér og
erlendis. Hjúskapur, barneignir
og allt sem því fylgir. Eftir nokk-
ur ár var þó hresst enn frekar
upp á vinskapinn. Nú höfðu þeir
bræður að vestan Ægir og Helgi
bæst í vinahópinn. Veiðiferðir og
ýmsar uppákomur eru ógleyman-
legar og styrktu svo sannarlega
vináttu og æskuminningar.
Gylfi kom sér vel í vinnu enda
bauð skapgerðin ekki upp á ann-
að. Síðustu starfsárin vann hann
hjá Síld og fiski. Eigandinn, sá
mæti maður Þorvaldur Guð-
mundsson, var fljótur að sjá
hvern mann Gylfi hafði að geyma
og setti hann sem sína hægri
hönd. Líkaði það báðum. Mörg
síðustu ár var það föst regla að
við hringdum á afmælisdegi hvor
annars. Sem betur fer var engin
skrefatalning því margt þurfti að
rifja upp. Þessi símtöl verða ekki
fleiri.
Við Ásdís sendum dætrum og
hetjunni Vilborgu innilegar sam-
úðarkveðjur.
Þór Oddgeirsson.
Gylfi Adolfsson
Ástkær sonur minn, bróðir, mágur
og frændi,
GUÐMUNDUR ALFREÐ
GUÐMUNDSSON,
lést hinn 29. nóvember á gjörgæsludeild
Landspítalans í Fossvogi.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn
8. desember klukkan 13.
María Guðmundsdóttir Auðunn Sigurjónsson
Victoría Auður Karlsdóttir
Rósa Guðmundsdóttir Jón Fannar Karlsson Taylor
og systrabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir og afi,
EINAR GUNNARSSON
Gullsmára 10,
lést á líknardeild Landspítalans
sunnudaginn 27. nóvember.
Hann verður jarðsunginn frá Lindakirkju
í Kópavogi þriðjudaginn 13. desember klukkan 13.
Matthildur S. Gunnarsson
Eva E. Gunnarsson Cera Flynn
Leifur O'Gorman Axel O'Gorman
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
BENTH U. BEHREND
Skógargötu 18, Sauðárkróki,
lést á HSN Sauðárkróki laugardaginn
26. nóvember. Útförin fer fram frá
Sauðárkrókskirkju mánudaginn 12. desember klukkan 13.
Alda Ferdinandsdóttir
Þyri Edda Bentsdóttir
Guðrún Elísabet Bentsdóttir
Gústav Ferdinand Bentsson Annemie Milissen
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐBJÖRG SVANDÍS JÓNSDÓTTIR
Dídí,
Ísafirði,
sem lést 29. nóvember, verður jarðsungin
frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 10. desember klukkan 14.
Jón G. Guðbjartsson Maria Plattner
Jónína G. Guðbjartsdóttir Kristberg E. Kristbergsson
Selma S. Guðbjartsdóttir Þröstur Jóhannesson
Brynjar Guðbjartsson Ragnheiður María Adólfsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát ástkærs eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
SVANS EIRÍKSSONAR
arkitekts.
Erla Hólmsteinsdóttir
Hólmar Erlu Svansson Eyrún Svava Ingvadóttir
Sunna Svansdóttir Sævar Pétursson
Eiríkur Svansson Elísabet B. Björnsdóttir
afabörn og langafabörn
Ástkær eigimaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
BÖÐVAR MAGNÚSSON,
fv. bankaútibússtjóri
Vogaseli 5, Reykjavík
lést laugardaginn 26. nóvember.
Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju
föstudaginn 9. desember klukkan 13.
Sigrún Guðmundsdóttir
Magnús Böðvarsson Ingibjörg Böðvarsdóttir
Jesus Loayza Böðvar Manuel Loayza
Víctor Rúnar Loayza