Morgunblaðið - 07.12.2022, Side 18
Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2022
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
Ýmislegt
RollUp&
BannerUp
Bílar
Ford Transit Custom Edition
Trend 4/2018 ekinn aðeins 61 þús.
km. Stór skjár í mælaborði með
bakkmyndavél ofl. Kemur frá góðum
vinnustað þar sem hugsað var vel
um gripinn.
Verð 3.950.000 án vsk.
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 10–18 virka daga.
Rað- og smáauglýsingar
Tilkynningar
ÚTBOÐ
Rangárþing eystra óskar eftir tilboðum í:
„Gatnagerð – Leikskólagata“
Verkið felur í sér gatnagerð í „Leikskólagötu“ á
Hvolsvelli. Verktaki skal jarðvegsskipta götustæði
samkvæmt kennisniðum, leggja styrktarlag og sjá
um yfirborðsfrágang. Verktaki skal einnig leggja
fráveitu, vatnsveitu, hitaveitu og ýmist leggja eða
aðstoða við lagningu annarra veitulagna. Einnig skal
verktaki sjá um uppsetningu ljósastaura.
Helstu magntölur eru:
Gröftur 4000 m³
Styrktarlag og fylling í lagnaskurði 3300 m³
Fráveitulagnir 250 m
Ljósastaurar 14 stk
Hitaveitulagnir 250 m
Malbik 3400 m2
Grasþakning 550 m2
Verkinu skal að fullu lokið 1. júní 2023.
Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi frá og
með fimmtudeginum 7. desember 2022. Þeir sem
hyggjast gera tilboð í verkið skulu hafa samband
við undirritaðan með tölvupósti á netfangið
ulfar@hvolsvollur.is og gefa upp nafn, heimilisfang,
síma og netfang og fá í kjölfarið útboðsgögnin send
í tölvupósti.
Tilboðum skal skila til á skrifstofu Rangárþings
eystra, Austurvegi 4, 860 Hvolsvöllur fyrir kl. 11.00
fimmtudaginn 22. desember 2022 og verða þau
opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem
þess óska.
Guðmundur Úlfar Gíslason
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Rangárþings eystra
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl.9:00-12.00, allskonar efniviður í
boði - Morgunspjall, heitt á könnunni mili 9-11 - Jóga með Grétu
kl.12:15 & 13:30 - Söngstund með Helgu Gunnars kl.13:45 - Kaffi
kl.14:30-15:00 - Bókaspjall með Katrínu kl.15:00, gestir vikunnar eru
Elísabet Jökulsdóttir og Krístín Eiríksdóttir -
Nánari upplýsingar í síma 411-2702 - Verið velkomin
Árskógum 4 Smíðastofa með leiðb. kl. 9-14. Stóladans kl. 10.
Bónusbíllinn, fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.45. Blóðsykursmæling frá
heimahjúkrun í efri byggð kl. 14. Hádegismatur kl. 11.30-12.30.
Kaffisala kl. 14.45-15.30. Allir velkomnir. Sími: 411-2600.
Boðinn Handavinnustofa opin frá kl. 12:30-15:00. Harmonikkuspil og
söngur kl. 13:30. Leshópur Boðans hittist kl. 15:00. Sundlaugin opin til
kl. 16:00.
Breiðholtskirkja Eldriborgara starf "Maður er manns gaman" alla
miðvikudaga kl.13.15. Byrjum með kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12 og
eftir stundinna er farið í safnaðarheimilið í súpu og brauð og dagskrá
þar á eftir. Allir hjartanlega velkomnir.
Bústaðakirkja Opið hús frá 13-16 á miðvikudag. Sagan á bak við
sálminn, slökun. Kaffið góða frá Sigurbjörgu á sínum stað. Gestur
dagsins er Steinn Kárason rithöfundur og les upp úr bók
sinni”Glaðlega leikurskugginn í sólskininu”
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8:30-11:00.
Morgunleikfimi með Halldóru á RUV kl. 9:45-10:00. Ljóðahópur Soffíu
kl. 10:00-12:00. Línudans kl. 10:00-11:00. Hádegismatur kl. 11:30-12:30.
Heimaleikfimi á RUV kl. 13:00-13:10.Tálgun með Valdóri kl. 13:00-
15:30. Kaplar og spil kl. 13:30-14:30. Síðdegiskaffi kl. 14:30-15:30.
Garðabær 9.00 Pool-hópur í Jónshúsi, 9.00-12.00 Leðurhópur í
Smiðju, 10.00 Ganga frá Jónshúsi, 11.00 Stóla-jóga í Kirkjuhv., 10.30
Skák og Scrabble í Jónsh. 12.30-15.40 Bridds 11.00 Stóla-jóga í
Sjálandssk. 13.00 Ganga frá Smiðju 13.00-16.00 Leirlist í Smiðju
13.45-15.15 Kaffiveitingar í Jónsh. 15.00 / 15.40 / 16.20 Vatnsleikf. í
Sjálandssk. 16.30 Zumba Gold í Kirkjuhv.
Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkollulaut frá kl. 8:30, heitt á
könnunni. Memm fjölskyldustund kl. 10:00-12:00 Félagsvist frá kl.
13:00 – 16:00Taflfélag / chess club 19:00 – 21:00 Allir velkomnir
Guðríðarkirkja. Félagsstarf eldriborgara og Bingó miðvikudaginn
7.desember kl: 12:00 Helgistund fyrirbænir og söngur. Hægt verður að
koma fyrirbænaefni til prestsins. Matur í Safnaðarheimiliu kr. 1300.-
Síðan spilum við Bingó sjaldið kostar kr. 300.- stk. Flottir vinningar.
sr. Leifur, Lovísa og Helgi.
Gullsmári Myndlist kl. 9:00. Postulínsmálun kl. 13:00. Kvennabridge
kl. 13:00. Handavinna í matsal kl. 13:00.
Hraunsel Billjard kl. 8 -16. Stóla yoga kl. 10:00. Línudans kl. 11. Bingó
kl. 13. Handverk kl. 13. Gaflarakórinn kl. 16
Korpúlfar Borgum Miðvikudagur: Gönguhópar frá Borgum og inni í
Egilshöll.Tveir styrkleikaflokkar svo að allir finna göngu við sitt hæfi
kl.10:00. Keila í Egilshöll kl. 10:00. Jólabingó Korpúlfa kl. 13:00. Gleðin
býr í Borgum.
Samfélagshúsið Vitatorgi Kaffispjall í setustofu 09:00-10:00 - Post-
ulínsmálun í handverksstofu kl. 09:00-12:00 - Logy fatasala kl: 11:30-
14:30 - Myndlist í handverksstofu kl.13:00-16:30 - Jólaball með
leikskólum og Vitatorgsbandinu er svo kl: 14:00-15:00 og
síðdegiskaffið. Allar nánari upplýsingar í síma 411 9450.
Allir hjartanlega velkomnir til okkar :)
✝
Benedikt
Andrésson
fæddist á Felli í
Árneshreppi þann
14. mars 1933.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu Sel-
tjörn 26. nóvember
2022.
Foreldrar hans
voru hjónin Sig-
urlína Guðbjörg
Valgeirsdóttir, f.
16. júlí 1900, d. 6. nóvember
1992, og Andrés Guðmundsson,
f. 11. september 1892, d. 1.
ágúst 1974. Systkini Benedikts
eru Bernhard Adolf, Guðný,
Bergþóra, Sigvaldi, Soffía Jak-
obína, Ólafur Andrés, Guð-
mundur, Vilborg, Guðrún og
Eygló Gréta. Öll eru þau látin
nema Eygló Gréta sem lifir
Björk og Benedikt Andrés,
sambýliskona Andrea Guð-
brandsdóttir. 3) Guðbjörg Auð-
ur, f. 19. janúar 1968, maki
Guðni Karl Magnússon, f. 19.
júni 1964. Dætur þeirra eru
Sunna Ýr, Harpa Lind, sam-
býlismaður Grétar Óskarsson,
og Erla Dís, sambýlismaður
Friðrik Kristjánsson. Langafa-
börnin eru sjö.
Benedikt ólst upp á Felli hjá
föðursyskinum sínum, Ólafi og
Hallfríði. 1949 hættu þau bú-
skap og fluttu til Reykjavíkur
þar sem hann bjó í skjóli fóstru
sinnar, Hallfríðar, og sonar
hennar, Matthíasar. Hann lauk
námi í plötu- og ketilsmíði frá
Iðnskólanum í Reykjavík og
vann nokkur ár í Stálsmiðj-
unni. Einnig var hann á síldar-
og fiskibátum. Lengstan starfs-
feril átti hann hjá Íslenska ál-
félaginu í Straumsvík þar sem
hann vann í 25 ár.
Útför Benedikts fer fram í
dag frá Grafarvogskirkju í
dag, 7. desember 2022, klukk-
an 13.
bróður sinn.
Benedikt giftist
Ástu Steinsdóttur
frá Hrauni á
Skaga 21. maí
1961, f. 27. nóv-
ember 1930, d. 24.
október 2012. Dæt-
ur þeirra eru; 1)
Guðrún Hafdís, f.
12. febrúar 1961,
maki Halldór Jóns-
son, f. 13. janúar
1960. Börn þeirra eru Heiðar
Bjarki, sambýliskona Heiðrún
Svala, Þórður Helgi og Hafdís
Birna, 2) Vilborg, f. 26. desem-
ber 1962, d. 10. nóvember
2018, maki Guðmundur Árni
Hjaltason, f. 30. janúar 1962,
börn þeirra eru Ásta Kristín,
Arna Björk, sambýlismaður
Björgvin Stefánsson, Brynja
Elsku pabbi og tengdapabbi,
þegar komið er að kveðjustund
er gott að minnast góðra stunda
og af mörgu er að taka.
Gaman er að minnast ferða-
laga ykkar mömmu og í mörgum
þeirra tókum við þátt. Þú tókst
bílpróf þegar þú varst fimmtug-
ur og þá eignuðust þið ykkar
fyrsta bíl og þú smíðaðir tjald-
vagn sem þið nýttuð mikið til að
ferðast um landið, ykkur til
ánægju og yndisauka. Á veturna
last þú mikið og skipulagðir ferð-
ir næsta sumars. Þetta gerðir þú
sumar eftir sumar. Einstaklega
gaman var að ferðast með ykkur
þar sem þú varst afar fróður um
landið okkar. Um sjötugt varðst
þú fyrir því óláni að missa sjón
að mestu og þá var mikið frá þér
tekið, bæði bækur og bíll, en þá
datt upp í hendurnar á ykkur
landskiki fyrir austan fjall. Þar
var settur upp lítill bústaður og
áttum við öll margar ánægju-
stundir þar, og sást þú um, þótt
hálfblindur væri, að ganga niður
í Bjarnabúð eftir vistum. Þú
hafðir mikla ánægju af því að
gróðursetja og fylgjast með
plöntunum vaxa og dafna. Eftir
andlát mömmu hélt lífið áfram
og þú bjóst einn í Fróðenginu,
þú hafðir ánægju af því að hlusta
á hljóðbækur og varst duglegur
að sjá um þig sjálfur. Þú naust
þess að vera í samvistum við af-
komendur þína. Þú áttir það til
að hringja í okkur báðar og biðja
okkur að versla og tryggðir þá í
leiðinni að þú fengir heimsóknir
frá okkur báðum. Eins kom
Eygló systir þín oft í heimsókn
og hringdir þú þá gjarnan og
baðst okkur um hjálp við að tala
við hana. Það var auðsótt og átt-
um við margar ánægjulegar
samverustundir. 2018 veiktist þú
og lentir á sjúkrahúsi og þá varð
ljóst að þú gætir ekki búið heima
lengur. Síðustu æviárunum
eyddir þú á hjúkrunarheimilinu
Seltjörn þar sem afar vel var um
þig hugsað og þú þakklátur bæði
okkur og starfsfólki fyrir allt
sem fyrir þig var gert. Alltaf var
það samt þannig að þú vildir
hafa okkur sem mest í nálægð-
inni og ef þér fannst vera orðið
of langt milli heimsókna hafðir
þú gjarnan á orði að langt væri
síðan þú hefði séð okkur og hvað
við hefðum eiginlega verið að
gera.
Við erum þakklát fyrir að hafa
átt þig sem pabba og tengda-
pabba og söknum þín sárt.
Far þú í friði
friður Guðs þig blessi
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(Vald. Briem)
Guðrún (Gunna),
Halldór
Auður og Guðni.
Elsku afi okkar, takk fyrir allt.
Í hjarta mér þú verður
þaðan aldrei hverfur.
Ég minningu þína geymi
en aldrei gleymi.
Elsku hjartans afi minn
nú friðinn ég finn.
Þá kveð ég þig um sinn
og kyssi þína kinn.
Heiðar Bjarki,
Þórður Helgi og
Hafdís Birna.
Elsku afi, þegar við hugsum
um þig koma upp minningar um
allar ferðirnar á landið þitt fyrir
austan. Þar elskaðir þú að vera
og fá allt fólkið þitt í heimsókn.
Þegar sjónin fór að versna þá
léstu það ekki stöðva þig. Þú sást
stundum eitthvað sem við hin
tókum ekki eftir. Þú röltir oft
einn í búðina þegar þið amma
voruð fyrir austan, það var alltaf
gott að koma og vera í návist
ykkar.
Þú hafðir alltaf mikinn áhuga
og metnað fyrir því að við barna-
börnin myndum læra eitthvað.
Því var alltaf fyrsta spurningin
sem við fengum, hvað við værum
að gera þegar við komum í heim-
sókn til þín.
Þegar við vorum í háskólanum
stóðu dyrnar alltaf opnar hjá
ykkur ömmu þegar þið bjugguð á
Dunhaganum og voru það því ófá
skiptin sem við komum til ykkar
þegar við vorum í hléi.
Okkur fannst ánægjulegt að
geta komið til þín í heimsókn og
þú varst alltaf glaður þegar við
komum.
Elsku afi, við trúum ekki að þú
sért farinn frá okkur en á sama
tíma trúum við því að amma hafi
tekið vel á móti þér.
Við elskum þig og söknum þín.
Þín barnabörn,
Sunna, Harpa og Erla.
Þegar við hugsum um afa
Benna minnumst við helst allra
ferðalaganna með honum og
ömmu í tjaldvagninum og á
rauða Cruisernum. Við fórum oft
með þeim um fjöll og firnindi. Afi
virtist vita allt um land og þjóð.
Hann kunni allar þjóð- og Íslend-
ingasögur og kunni ættfræði
okkar marga tugi aftur í tímann.
Hann skutlaðist oft eftir okkur
upp í Breiðholt ef okkur langaði
að kíkja í heimsókn eða jafnvel fá
að gista hjá þeim á Dunhagan-
um. Hann hafði líka gaman af því
að taka okkur á rúntinn og sýna
okkur hina og þessa staði eins og
hvar hann væri að vinna. Vindla-
lyktin er okkur minnisstæð en
maður vissi að afi væri í grennd-
inni ef Fauna-vindlarnir voru ná-
lægt. Við munum eiginlega ekki
eftir að afi hafi hlustað á annað
en fréttir í útvarpinu og óperu,
nema seinni árin eftir að hann
missti sjónina, þá hlustaði hann á
sögur en góði dátinn Svejk var
aldrei langt undan spilaranum.
Afi hafði mikinn áhuga á
myndatökum, bæði ljósmyndun
og upptökum. Hann hafði tekið
margar fallegar landslagsmyndir
og myndað heilu skírnirnar og
annað sem á daga okkar dreif en
mest spennandi var að fá að sjá
slides-myndirnar sem hann átti í
tonnatali. Afi var frekar þögul
týpa en hann hafði samt sterkar
skoðanir á hlutunum. Hann gat
blótað pólitíkusum í sand og ösku
og þótti gaman að ræða þá hluti
við ættingja, kunningja og vini.
Eftir að afi fór að missa sjón-
ina fengu þau amma lóð fyrir
austan þar sem þau nutu þess að
vera með okkur, fólkinu sínu.
Þeim tókst að gera lóðina að fal-
legum stað þangað sem gott var
að koma.
Afi var stoltur af öllum sínum
afkomendum og naut þess að
fylgjast með lífi okkar og því sem
við tókum okkur fyrir hendur,
hvort heldur sem var að mæta á
viðburði eins og íþróttamót,
danssýningar, útskriftir eða ann-
að. Þegar Elli kerling fór að
banka upp á og heilsunni að
hraka fékk hann fréttirnar að
mestu frá Gunnu og Auði sem
hafa staðið sig ákaflega vel í
umönnun hans og eiga mikið
hrós skilið. Við vonum að sum-
arlandið hafi tekið vel á móti afa,
að honum líði vel og að amma og
mamma hafi haldið veislu honum
til heiðurs.
Elsku afi, þín verður sárt
saknað.
Minning þín lifi.
Þín barnabörn,
Ásta Kristín, Arna
Björk, Brynja Björk
og Benedikt Andrés.
Benedikt
Andrésson
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í
öðrum miðlum nema að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar