Morgunblaðið - 07.12.2022, Qupperneq 20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2022
DÆGRADVÖL20
• Olíulitir
• Akrýllitir
• Vatnslitir
• Trélitir
• Trönur
• Blindrammar
• Strigi
• Penslar
• Spreybrúsar
• Teikniborð
• Gjafasett
• Teikniborð
• Ljósaborð
• Skissubækur
... og margt fleira
Þess vegna leggjum við mikinn
metnað í myndlistarvörurnar okkar.
Listin er eilíf
SLIPPFÉLAGIÐ
Fellsmúla 26 og Skútuvogi 2,
Reykjavík, S: 588 8000
Dalshrauni 11, Hafnarfirði, S: 588 8000
Hafnargötu 54, Reykjanesbæ, S: 421 2720
Austurvegi 58, Selfossi, S: 482 1250
Gleráreyrum 2, Akureyri, S: 461 2760
Opið: 8-18 virka daga / 10-14 laugardaga
slippfelagid.is
Marinó Sigursteinsson pípulagningameistari – 70 ára
Meiri tími fyrir
áhugamálin
S
igurvin Marinó Sigursteins-
son er fæddur 7. desember
1952 í Vestmannaeyjum, ólst
þar upp og hefur alla sína
ævi búið þar. „Í gosinu var
ég að vinna í Vestmannaeyjum allan
tímann sem gosið stóð og slapp við að
eiga heima í Reykjavík.
Ég ólst upp á Faxastíg 9 þar sem
var ótrúlega þroskandi umhverfi. Þar
voru margir magnaðir karakterar, t.d.
Einar í Betel, Bjössi og Goggi í Klöpp
og næsta hús var Betel. Ég var send-
ur í sveit 10 ára og þar lærði maður að
gegna og var það eitt það besta sem
kom fyrir mig að lenda á Brakanda í
Hörgárdal hjá frændfólki mínu.“
Mari, eins og hann er ávallt kallað-
ur, gekk í Barnaskóla Vestmannaeyja
fór síðan í Gagnfræðaskólann og í
Iðnskólann og lærði pípulagnir hjá
föður sínum í Miðstöðinni. „Mið-
stöðin er mjög gamalt fyrirtæki en
afi minn, Marinó, byrjaði að vinna
við pípulagnir 1932. Miðstöðin var
stofnuð árið 1940. Pabbi og afi unnu
þar saman þar til afi lést 1962. Ég
byrjaði í pípulögnum 1968, og nú
er eldri sonur minn tekinn við sem
framkvæmdastjóri Miðstöðvarinn-
ar og er hann fjórði ættliðurinn í
pípulögnum.“ StarfsmennMiðstöðv-
arinnar eru 22 og rekur fyrirtækið
einnig verslun. Ég hef alltaf verið með
frábært starfsfólk og árangurinn er
eftir því.“
Mari hefur verið í Akoges, Rotarý,
Veiðifélagi Elliðaeyjar og skáti frá
árinu 1965 og starfar enn með Skáta-
félaginu Faxa. Hann er í sóknarnefnd
Landakirkju og stjórn hollvinasam-
taka Hraunbúða. Mari var valinn
Eyjamaður ársins árið 2020 og verð-
launaður fyrir framtak ársins árið
2005 þegar verslunMiðstöðvarinnar
var opnuð.
Helstu áhugamál Mara í dag eru
gróðursetning trjáa og fuglamerk-
ingar. Hann er ekki hættur að vinna
en hefur dregið úr henni og hefur
því meiri tíma fyrir áhugamálin.
„Við í Faxa erum að gróðursetja tré í
Hraunprýði suður í eyju. Svo hef ég
mikið verið að vinna með Náttúru-
stofu Suðurlands við að rannsaka
lunda, sæsvölu og stormsvölu. Ég hef
verið að vinna með Erpi SnæHansen
eftir að hann flutti hingað árið 2007
en hafði verið í nokkur ár að skoða
inn í lundaholur með skólpmynda-
Ljósmynd/Bart Vercruysse
Í Elliðaey Mari og Rodrigo Catalan í sjósvölumerkingum árið 2021.
Stórfjölskyldan Mari og Marý, börn, tengdabörn og barnabörn árið 2017.
Hjónin Mari og Marý, en þau gengu í hjónaband 2. maí 1981.
Til hamingju með daginn
Stjörnuspá
JúlíusMagnússon
60 ÁRA Júlíus er Dalvík-
ingur, fæddur þar og upp-
alinn og hefur nánast alltaf
búið þar fyrir utan þann
tíma sem hann var í námi.
Hann lærði tækniteiknun
við Fjölbrautaskólann á
Akranesi 1981 og lauk síðan
matartækninámi við Verk-
menntaskólann á Akureyri
fyrir fimm árum síðan.
Júlíus hefur nær allan
starfsferil sinn unnið á sjó og sem kokkur mestan þann tíma. Júlíus er hættur á
togurunum, og á sinn eigin bát er ber nafnið Seigur lll EA 41. „Ég er á strandveið-
um, grásleppu og með byggðakvóta til að teygja þetta yfir árið.“
Hann hefur einnig síðustu árin verið að leiðsegja stangveiðimönnum sem koma
á Depla. „Þeir hafa aðgang að nokkrum ám svo sem Fljótánni, Húseyjarkvísl
og Hölkná.“ Deplar eru þekktir fyrir að vera með ferðaþjónustu fyrir efnaða
ferðamenn. Júlíus vill þó ekki kannast við að hafa leiðsagt stórstjörnum. „Það eru
allir jafnir þegar menn eru komnir á þennan vígvöll. Kúnnarnir líta á mann sem
jafningja ef maður umgengst þá á þann hátt. Þetta er skemmtilegt starf því ég hef
sjálfur svo mikinn áhuga á veiði.
Við hjónin veiðummikið saman á sumrin og svo þegar fer að hausta veiði ég
hreindýr ef ég er heppinn í hreindýralottóinu. Við erum í félagsskap nokkrir
saman sem sækjum um hreindýr og oftast fær einhver af okkur hreindýr. Við
gerum úr þessu vikuferð og veiðum heiðagæs og grágæs líka. Svo er ég líka í rjúpu,
en tímabilið var að enda í henni. Einnig fer ég töluvert í svartfugl á bátnum, það
tímabil semmá veiða hann.“
Júlíus heldur upp á stórafmælið í Stafangri í Noregi. „Elsti sonur minn býr þar
með fjölskyldu sinni. Konan fór með mig í óvissuferð og var búin að ljúga að mér
allan tímann hvert við færum.“
FJÖLSKYLDA Eiginkona Júlíusar er Lilja Vilhjálmsdóttir, f. 1964, hjúkrunar-
fræðingur á Dalbæ, heimili aldraðra. Börn þeirra eru Ari Jóhann, f. 1992, Júlía
Ósk, f. 1996, og Viktor Hugi, f. 2001. Sonur Júlíusar frá fyrra sambandi er Egill
Örn, f. 1983. Barnabörnin eru orðin 6. Foreldrar Júlíusar voru hjónin Magnús
Sigurbjörnsson, f. 1929, d. 1976, húsasmiður, og Hildigunnur Kristinsdóttir, f.
1930, d. 2007, húsfreyja og verkakona. Þau voru búsett á Dalvík.
21.mars - 19. apríl A
Hrútur Ef einhver reynir að telja þér
hughvarf í dagmuntu verja afstöðu þínameð
kjafti og klóm.Kannski heldur þú að það þýði
að þú hafir rangt fyrir þér, en bíddu bara og
sjáðu.
20. apríl - 20.maí B
Naut Eitthvað óvænt gæti gerst í vinnunni í
dag.Ekki efast um sjálfa/n þig, þú getur allt
semþú vilt og tækifærin eru óþrjótandi.
21.maí - 20. júní C
TvíburarVeltu framtíðaráætlunumþínum
fyrir þér.Það er ekki tímabært að slaka á
klónni í peningamálunum.Það er enn smá í
land að jafnvægi náist.
21. júní - 22. júlí D
Krabbi Láttu ekkert trufla þig, ekki einu sinni
fólk semgleypir allt súrefnið í herberginu
með sífelldu blaðri.Allt semþú tekur þér fyrir
hendur skilar hagnaði.
23. júlí - 22. ágúst E
Ljón Einhverra hluta vegna færðu allt upp
í hendurnar umþessarmundir.Allt gengur
upp hjá þér.Þakkaðu fyrir það, þakklæti er
nefnilegamikilvægt.
23. ágúst - 22. september F
MeyjaÞú ert óánægð/urmeð að fá ekki til
baka það semþú hefur lánað.Það kennir þér
að vera ekki að lána fólki peninga semkann
ekkimeð þá að fara.Vinur úr fortíðinni skýtur
upp kollinum.
23. september - 22. október G
VogDagurinn í dag hentarmjög vel til að
styrkja tengsl við aðra, hvort semþað er í
vinnu eða einkalífi.Ástamálin eru á blússandi
siglingu.
23. október - 21. nóvember H
SporðdrekiSamræður við yfirmenn ganga
vel og þúættir að sjá árangur fljótlega. Ein-
hver gengur á eftir þérmeð grasið í skónum.
En þú veist ekki hvorn fótinn þú átt að stíga.
22. nóvember - 21. desember I
Bogmaður Eitthvað fer allt öðruvísi enætlað
var. Félagslífið ermeð fjörugastamóti. Pass-
aðu þig á að gleypa ekki allan heiminn í einu.
22. desember - 19. janúar J
SteingeitÞótt þú hafir náð ákveðnum
áfanga sem sjálfsagt er að fagnamáttu ekki
setjastmeð hendur í skauti það semeftir lifir
árs.Gleði þín er smitandi.
20. janúar - 18. febrúar K
VatnsberiÞá er komið að því að orð þín
sannast.Brynjaðu þig gegn utanaðkomandi
áhrifumog taktumálin í þínar hendur. Láttu
ekkert bifa trú þinni á sjálfum/sjálfumþér.
19. febrúar - 20.mars L
FiskarÞú hefur einbeitt þér umof að
andlegri líðan þinni og um leið vanrækt lík-
amann.Góðir göngutúrar erumálið.Minntu
sjálfa/n þig á afrek þín.