Morgunblaðið - 07.12.2022, Side 23

Morgunblaðið - 07.12.2022, Side 23
ÍÞRÓTTIR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2022 „Gabriel Jesus, sóknarmaður Arsenal og brasilíska karlalandsliðsins í knattspyrnu, þarf að gangast undir skurðaðgerð vegna hnémeiðslanna sem hann varð fyrir í 0:1-tapi Brasilíu gegn Kamerún í G-riðli heimsmeist- aramótsins í Katar á dögunum. Það er The Telegraph sem greinir frá þessu en framherjinn skaddaði liðbönd á hné og er búist við því að hann verði frá í nokkra mánuði að aðgerðinni lokinni, allt að þrjá mánuði. Jesus hefur leikið mjög vel með félagsliði sínu Arsenal á tímabilinu og skorað fimmmörk og lagt upp önnur fimm í 14 leikjum í ensku úrvalsdeildinni þar semArsenal er á toppi deildarinnar. „Þýska knattspyrnusambandið hefur vikiðOliver Bierhoff, fyrrverandi fram- herja þýska landsliðsins, frá störfum sem yfirmanni knattspyrnumála hjá sambandinu.Ástæðan er slakt gengi þýska landsliðsins á stórmótum að undanförnu. Þýskalandi hefur mistekist að komast upp úr riðlakeppninni á tveimur heimsmeistaramótum í röð. Þá féll liðið úr leik gegn Englandi í 16-liða úrslitum á EM á síðasta ári. Bierhoff, sem er 54 ára, lék 70 lands- leiki fyrir Þýskaland á sínum tíma og skoraði í þeim 37mörk en hann varð Evrópumeistari með Þjóðverjum árið 1996. „Knattspyrnumaðurinn Brynjar Snær Pálsson er á förum frá ÍA á Akranesi en hann gekk til liðs við félagið frá Skallagrími árið 2017. Það er vefmiðill- inn fótbolti.net sem greinir frá þessu en samningur leikmannsins rann út í október. Brynjar, sem er 21 árs, á að baki 50 leiki í efstu deild en hann kom við sögu í þrettán leikjummeð Skaga- mönnum í Bestu deildinni í sumar. Skagamenn féllu úr Bestu deildinni í haust og leika því í 1. deildinni á næsta ári. „Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Samuel Eto'o var í vondu skapi eftir að hafa fylgst með leik Brasilíu og Suður-Kóreu í 16-liða úrslitum HM í fótbolta í Katar í fyrrakvöld. Kamerún- inn réðst á Alsíringinn Said Mamouni eftir leik, en Mamouni er með vinsæla youtubesíðu og hefur notið þess að horfa á leiki í Katar.Ámyndbandi sést Eto'o gefa Mamouni stórhættulegt hné- spark í höfuðið eftir að Mamouni reyndi að ná tali af Eto’o og mynda.Mamouni hyggst kæra Eto'o, sem er nú forseti kamerúnska knattspyrnusambandsins. „AtvinnukylfingurinnGuðmundur Ágúst Kristjánsson verður á meðal keppenda áAlfred Dunhill-mótinu á Evrópumótaröðinni í golfi, en mótið hefst á morgun í Suður-Afríku. Guð- mundur var á biðlista fyrir mótið, en nú er ljóst að hann verður með. Þetta er þriðja mót tímabilsins á mótaröðinni sem er sú sterkasta í Evrópu. Guð- mundur keppti einnig á fyrstu tveimur mótunum, sem fóru sömuleiðis fram í Suður-Afríku, en ko um þe ve ke Ba us hlu röð fer eyj da de mst ekki í gegn- niðurskurðinn á im. Guðmundur rður einnig á meðal penda áAfrAsia nk Mauriti- -mótinu sem er ti af Evrópumóta- inni en mótið fram á afrísku unni Máritíus gana 15.-18. sember. ég hef tekið á ferlinum. Þetta tók sinn tíma og ég var fram og til baka í þessu. Ég á margar góðar vinkonur í Stjörnunni, leið vel þar og var á góðum stað, en ég er mjög ánægð með mína ákvörðun og hlakka til. Að lokum ákvað ég að taka ákvörðun fyrir sjálfa mig. Ég leit á þetta skref sem tækifæri fyr- ir mig til að fara í nýtt umhverfi, taka nýjum áskorunum og setja ný markmið. Á meira inni Mér líður eins og ég eigi meira inni og mig langaði að sanna mig meira. Breiðablik er flottur klúbbur og með frábært umhverfi fyrir mig til að gera betur. Ég er búin að taka nokkrar æfingar með þeim og þetta er frábær hópur, flottar stelpur og góðir þjálfarar. Ég er mjög spennt fyrir komandi tímabili,“ sagði hún. Katrín náði afar vel saman með Jasmín Erlu Ingadóttur á síð- ustu leiktíð. Jasmín endaði sem markadrottning Bestu deildarinn- ar með ellefu mörk og var Katrín ein þriggja sem komu þar á eftir með níu mörk. Jasmín rifti einnig samningi sínum við Stjörnuna eft- ir síðustu leiktíð, en endursamdi síðan við félagið. „Við töluðum mikið saman á þessum tímapunkti. Við vildum báðar betri samning, þar sem kvennaboltinn er kominn á þann stall að það er í boði. Draumurinn var að vera áfram saman, en svona er þetta stundum. Stundum verð- ur maður að taka ákvörðun sem er best fyrir mann,“ sagði hún. Katrín er í sambúð með Damir Muminovic, varnarmanni karlaliðs Breiðabliks. Þau æfa því með sama félagi á sama velli, sem auðveldar fjölskyldulífið. „Það auðveldar málin. Þegar hann klárar æfingu er ég að byrja á æfingu. Við mæt- umst niðri og skiptum börnunum á milli og hann tekur þau með heim,“ sagði Katrín en bætti við að það hefði ekki endilega haft mikil áhrif á lokaákvörðunina. „Auðvitað er það kostur að vera hjá sama félagi, en ég var fyrst og fremst að hugsa um hvað væri best fyrir mig og í hvaða umhverfi ég myndi blómstra.“ Ætla sér meistaratitilinn Tímabilið í ár var besta tímabil Katrínar í nokkurn tíma, eða frá árinu 2017 er hún gerði 13 deildar- mörk í 18 leikjum. Hún lék aðeins níu deildarleiki með Stjörnunni 2021, féll úr efstu deild með KR tímabilið 2020 eftir mikil vandræði vegna kórónuveirunnar og lék ekki árið 2019, þar sem hún var ófrísk. „Það var mjög mikilvægt fyrir mig og þetta var eitt besta tímabilið mitt. Við smullum mjög vel saman og liðið var mjög gott. Liðsheildin var mjög góð og ég óska þeim góðs gengis í Evrópu og á næsta tímabili. Það er auðvitað sárt að vera ekki að taka þátt í því með þeim,“ sagði hún. Breiðablik hafnaði í þriðja sæti Bestu deildarinnar á síðustu leiktíð og missti af sæti í Evrópu- keppni. Það var í fyrsta skipti frá árinu 2013 sem Breiðablik var ekki á meðal tveggja efstu liða deildar- innar. Katrín segir ekkert annað í boði hjá Breiðabliki en að gera betur og verða Íslandsmeistari. „Það er algjörlega það og engin spurning um neitt annað. Klúbb- urinn er að stefna á það og er að gera margt til að sækja þennan titil. Það er verið að bæta í um- gjörðina og bæta alla þessa litlu hluti, sem á eftir að gera helling. Ég vil titil og ég er hjá þessum klúbbi núna til að sækja titil,“ sagði hún ákveðin að lokum. Erfiðasta ákvörðunin á ferlinum Ljósmynd/Breiðablik KópavogurKatrín Ásbjörnsdóttir ætlar sér að vinna Íslandsmeistaratitil- inn með Breiðabliki eftir gott síðasta tímabil með Stjörnunni. lKatrín skipti úr Stjörnunni í Breiðablik lÆtlar sér Íslandsmeistaratitilinn „Þetta átti sér langan að- draganda,“ sagði knattspyrnukon- an Katrín Ásbjörnsdóttir í samtali við Morgunblaðið, um þá ákvörðun að skipta úr Stjörnunni í Breiða- blik á dögunum. Katrín átti gott tímabil með Stjörnunni og skoraði níu mörk í sextán deildarleikjum. Þá endaði liðið í öðru sæti Bestu deildarinnar og tryggði sér sæti í Meistaradeild Evrópu fyrir vikið. Vildi betri samning „Það var ætlunin að vera áfram hjá Stjörnunni. Mér leið vel þar, það gekk vel og við náðum Evrópu- sæti. Ég vildi vera þar áfram, en ég átti uppsagnarákvæði í samningn- um, sem ég vildi nýta til að setja mig í góða samningastöðu. Ég vildi betri samning. Við byrjuðum að ræða saman og áttum góða fundi saman, en svo kom Breiðablik inn í þetta. Ég ræddi við Blikana líka og mér fannst þeirra plan virkilega spennandi. Þeir líta á síðasta tímabil sem vonbrigði og þeir vilja gera betur,“ útskýrði Katrín. Hún viðurkennir að það sé erfitt að yfirgefa Stjörnuna, þar sem hún lék fyrst frá 2016 til 2018 og svo aftur síðustu tvö tímabil. Á sama tíma er hún spennt fyrir komandi tímum hjá Breiðabliki, sem hefur verið á meðal bestu liða landsins í áraraðir. „Þetta var ótrúlega erfitt allt saman, erfiðasta ákvörðun sem FÓTBOLTI Jóhann Ingi Hafþórsso johanningi@mbl.is n lMisstu niður sjö marka forskot í BúdapestlÞrír leikir í röð án sigurslUngu strákarnir enn og aftur bestirlStiven skoraði tíulSvíþjóðarmeistararnir næstir Valur var fjórum mörkum yfir gegn Aix frá Frakklandi á útivelli í síðustu umferð, en tapaði þá með þremur mörkum. Þá vann Aix lokakaflann 12:5. Ferencváros vann lokakaflann í gær 10:5. Það er áhyggjuefni fyrir Valsmenn að springa á lokakaflanum og kasta frá sér góðri stöðu, sérstaklega í svona sterkri keppni þar sem hvert stig getur reynst gríðarlega mikilvægt. Úrslitin eru alls ekki hræðileg, en svekkjandi eru þau, miðað við hvernig leikurinn þróaðist. Eftir sigur í fyrstu tveimur leikjunum í riðlinum hefur Valur nú leikið þrjá leiki í röð án þess að fagna sigri. Valsmenn þurfa að ná í þriðja sig- urinn sem allra fyrst, ef góð byrjun í riðlinum á ekki að verða til einskis. Valur saknaði Magnúsar Óla Magnússonar í gær, sérstaklega þar sem Aron Dagur Pálsson og Róbert Aron Hostert náðu sér ekki almennilega á strik. Þá nýtti Þorgils Jón Svölu Baldursson, sem var markahæstur í fyrri leiknum gegn Ferencváros, færin sín illa. Eins og oft áður voru það ungu strákarnir; Stiven Tobar Valencia og bræð- urnir Benedikt Gunnar og Arnór Snær Óskarssynir sem fóru fyrir Valsliðinu. Svíþjóðarmeistararnir næstir Þegar fimm umferðir eru eftir af riðlinum eru Valsmenn með fimm stig í fjórða sæti, tveimur stigum á undan Ferencváros. Munurinn hefði verið fjögur stig með sigri, en Vals- menn verða að bíta í það súra epli að ungverska liðið er enn skammt undan. Það er skammt stórra högga á milli, því Valur mætir Svíþjóðar- meisturum Ystad á heimavelli næstkomandi þriðjudag. Ystad hefur unnið tvo leiki í röð gegn liðunum sem fyrir fram voru talin þau bestu í riðlinum; Flensburg og Aix. Verkefnið verður því ærið fyrir Val, en næsti sigur verður að koma sem fyrst ætli Valsmenn sér að fara í útsláttarkeppnina. Valsmenn sprungu aftur í lokin Annan leikinn í röð fóru Valsmenn illa að ráði sínu á lokakaflanum í útileik í B-riðli Evrópudeildar karla í handbolta er Íslands- og bikarmeistararnir heimsóttu Fer- encváros til Búdapest, höfuðborgar Ungverjalands, í gærkvöldi. Valur náði mest sjö marka for- skoti í seinni hálfleik, en Bendegúz Bujdosó tryggði ungverska liðinu eitt stig með marki af vítalínunni, eftir að leiktíminn rann út. Urðu lokatölur því 33:33. Stiven Tobar Valencia fór á kostum fyrir Val og hornamaðurinn kom Valsmönnum í 21:14 snemma í seinni hálfleik. Valur hélt frum- kvæðinu næstu mínútur og var staðan 27:21 þegar seinni hálfleikur var hálfnaður. Fóru að verja forskotið Þá virtist sem Valsmenn færu að verja forskotið, sóknirnar urðu hægari og heimamenn fóru að finna fleiri glufur á vörn Vals og leiðir fram hjá Björgvini Páli Gústavssyni, sem annan leikinn í röð átti erfiðan seinni hálfleik eftir góðan fyrri hálfleik. Ljósmynd/Szilvia Micheller Á flugiValsarinn Róbert Aron Hostert sækir að Ungverjunum í gær. EVRÓPUDEILDIN Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.