Morgunblaðið - 07.12.2022, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.12.2022, Blaðsíða 24
MENNING24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2022 Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Skoðið úrvalið á hjahrafnhildi.is Náttföt á hana og hann Þýsk vara á frábæru verði Kvartett söngkonunnar og laga- höfundarins Stínu Ágústsdóttur heldur tónleika í kvöld kl. 20 á Björtuloftum í Hörpu. Tónleik- arnir eru á dagskrá Jazzklúbbs- ins Múlans. Stína er djasstón- listarkona og hefur hin síðustu ár fengið margar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir plötur sínar. „Í heimsfar- aldrinum fann hún tónlistinni farveg með stjörnubassaleikaran- umHenrik Linder (Dirty Loops) og þau hófu skemmtilegt sam- starf sem hefur tekið þau víða og gefið þeim tækifæri til að spila með mörgum fremstu tónlistar- mönnumNorðurlandanna. Hen- rik lék m.a. á síðustu sólóplötu Stínu,Drown to Die a Little, sem hefur hlotið mikið lof gagn- rýnenda,“ segir í tilkynningu. Nú eru þau komin til Íslands og með í för er trumbuslagarinnMorgan Ågren sem hefur m.a. leikið fyrir Frank Zappa. Hilmar Jensson gítarleikari leikur með Stínu, Linder og Ågren áMúlanum og á efnisskránni verða frumsamin lög eftir Stínu og Linder, lög úr amerísku söngbókinni og popplög í útúrdjössuðum útsetningum, eins og því er lýst. Linder þykir með betri bassaleikurum heims og kemur nú hingað til lands í fimmta sinn. Ågren er einn af bestu fusion-trommuleikurum heims að mati tímaritsinsModern Drum- mer, segir í tilkynningu, og hefur unnið til Grammy-verðlauna og tónlistarverðlauna í Svíþjóð. Hilmar er landsþekktur gítar- leikari sem Stína og Henrik léku með í Stokkhólmi fyrr á árinu. lDjassað íMúlanumáBjörtuloftum Kvartett Stínu heldur tónleika Djassari Stína Ágústsdóttir er djasssöngkona og lagasmiður. Ný bók frá Rushdie kemur út í febrúar Útdráttur úr væntanlegri skáldsögu eft- ir bresk-ind- verska rithöfund- inn Salman Rushdie hefur verið birtur á vef The New Yorker. Aðeins eru fjórir mánuðir síðan ráðist var á Rushdie með þeim afleiðingum að hann missti sjón á öðru auga og mátt í öðrum handleggnum. Í fyrstu færslu sinni á Twitter frá því árásin átti sér stað staðfestir Rushdie að ný skáldsaga hans sé vænt- anleg í febrúar á næsta ári og beri titilinn Victory City. Salman Rushdie Kirstie Alley látin 71 árs að aldri Bandaríska leikkonan Kirstie Alley er látin, 71 árs að aldri, eftir stutta baráttu við krabbamein. Þetta staðfesta börnin hennar tvö í færslu á Instagram. Alley vakti fyrst raunverulega athygli sem leikkona í hlutverki sínu sem Rebecca Howe í sjónvarpsþátt- unum Cheers (Staupasteini), en hún lék í 148 þáttum á árunum 1987-1993 og hlaut bæði Emmy- og Golden Globe-verðlaun fyrir túlkun sína á Howe árið 1991. Á árunum 1997-2000 lék hún í sjónvarpsþáttunumVeronica's Closet. Hún er einnig þekkt fyrir leik sinn í kvikmyndunum Look Who’s Talking (1989) og Look Who’s Talking Too (1990) með John Travolta ogAnd It Takes Two (1995) með systrunumMary- Kate og Ashley Olsen. AFP/Chris Delmas Leikkona Kirstie Alley árið 2001. að átta mig á því hvar tónlistar- menn hafa verið, hverja þeir hafa umgengist og hvað þeir hafa verið að hlusta á,“ segir Páll. Tónskáldin sem eiga verk á tón- leikunum tengjast öll og eru nokkur þeirra eistnesk, því þar lærði Páll um árabil. „Helena Tulve kenndi mér og Erkki-Sven Tüür, sem er sennilega næstfrægasta tónskáld Eista, kenndi henni og það er frægt að hún er eini nemandinn sem hann hefur tekið að sér. Svo hér heima hef ég verið að kenna í Listahá- skólanum og þar á meðal henni Veronique Vöku. Svo fannst okkur Arvo Pärt eiga að vera með líka. Út frá þessari Eistlandstengingu er hann náttúrlega ákveðinn lærifaðir allra á staðnum.“ Páll viðurkennir að dvölin í Eistlandi hafi verið mótandi og vel geti verið að einhver geti greint áhrif þaðan á tónleikunum. Spurður hvort heyra megi eitthvað sér- eistneskt í verkum tónskáldanna segir hann: „Það eru augljóslega einhver stílleg áhrif og tæknileg en það er kannski meira einhvers konar hugarástand, fagurfræði eða andrúmsloft. Ég held að það muni alveg heyrast einhver rauður þráður þarna í gegn þó að auðvit- að hafi hvert tónskáld sinn eigin persónuleika sem er líka augljós.“ Tónskáldið Páll Ragnar Pálsson fagnar plötu sinni Atonement, sem kom út hjá Sono Luminus vorið 2020, með tónleikum í Kaldalóni Hörpu í kvöld, miðvikudag, kl. 20. Kammerhópurinn Caput og söng- konan Tui Hirv flytja verk Páls í bland við verk annarra tónskálda. Eitt verkið af plötunni, „Monolog Stalkera“, var samið fyrir Caput sem flumflutti verkið á Myrkum músíkdögum 2014. „Það markaði svolítið upphafið að þessari plötu. Við töluðum þá strax um að það væri einhver heild þarna sem okkur langaði að gera eitthvað meira með,“ segir hann. Tui Hirv, eiginkona Páls, hefur einnig átt sinn þátt í ferlinu. „Það hefur verið stór partur af mínu tónskáldalífi að við vinnum saman alltaf af og til frá því við kynnumst.“ Á plötunni er að finna kammer- verk fyrir fimm til níu flytjendur. „Þau sýna rosalega vel mig á mínum mótunarárum. Þarna bjó ég mér til ákveðinn kjarna sem allt sem ég geri sprettur út frá. En ég hef verið að leika mér með það í seinni tíð að snúa honum á hvolf og mynda mér ný sjónarhorn á hann.“ Einkennandi andrúmsloft Þegar platan kom út voru samkomutakmarkanir við lýði vegna Covid og því ekki hægt að halda tónleika. Páll segir að þar sem svo langt sé liðið frá útgáf- unni þá hafi honum fundist óþarfi að einblína eingöngu á verkin á plötunni og tilvalið að þróa konsept plötunnar áfram. „Þá kom upp þessi hugmynd að búa til svona tónlistarlegt ættar- tré. Mér finnst sjálfum ótrúlega áhugavert að kynna mér hver lærir hjá hverjum og skoða hvernig hugmyndir ferðast á milli manna. Og ekki bara hver lærir hjá hverjum heldur einnig hvernig fólk verður fyrir áhrifum frá öllu í kringum sig. Mér finnst mjög áhugavert að rekja mig aftur í tímann til þess að reyna lPáll RagnarPálsson fagnar plötunniAtonementmeð tónleikunumAtone- mentættartrélVerk fimmtónskáldalEistnesk áhrifmynda rauðan þráð Myndar ættartré tónskálda Flytjendurnir Kammerhópurinn Caput og Tui Hirv við upptökur á plötunni Atonement. Þau flytja verkin í kvöld. Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Hjónin Tónskáldið Páll Ragnar Pálsson og söngkonan Tui Hirv.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.