Morgunblaðið - 07.12.2022, Blaðsíða 25
MENNING 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
RALPH
FIENNES
NICHOLAS
HOULT
ANYA
TAYLOR-JOY
Painstakingly Prepared.
Brilliantly Executed.
FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR ENCANTO
KOMIN Í BÍÓ
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI USA TODAY ENTERTAINMENT
WEEKLY
EMPIRETHE PLAYLISTNEW york post
84%
SCREENDAILY IGN VANITYFAIR THEHOLLYWOOD
REPORTER
91%
71%
F
rakkland höfuðsmannsins
hefur þörf fyrir villi-
mennskuna og þar sem við
erum hlýðnir látum við eins
og villimenn. Við höggvum hold
óvinanna, limlestum þá, skerum af
þeim hausinn, ristum þá á kvið,“
(19) segir sögumaðurinn Alfa
Ndiaye í þessari
áhrifaríku nóvellu
fransk-senegalska
höfundarins
Davids Diop um
hlutverk sitt
og senegalskra
landa sinna í
her Frakka í
fyrri heimsstyrj-
öldinni.
Diop (f. 1966) tekst hér á við
söguefni sem margir höfundar hafa
áður glímt við, fáránleika skotgrafa-
hernaðarins, þar sem hundruðum
þúsunda ungra manna var slátrað.
Hann kemur þó með nýtt sjónar-
horn á stríðið þar sem sögumað-
urinn er einn hinna ótalmörgu
fótgönguliða úr nýlendum Frakka í
Vestur-Afríku sem börðust í Evrópu
en um tvö hundruð þúsund afrískir
fótgönguliðar munu hafa látið
lífið fyrir Frakkland. Afrísku her-
mennirnir voru kallaðir Chocolats
vegna húðlitarins og eins og haft
er eftir Alfa hér framar, þá voru
þeir vopnaðir sveðjum og var ætlað
að vekja skelfingu hjá óvinunum
sem mannætur og villimenn. Diop
kennir bókmenntir í Frakklandi og
er þetta ein þriggja bóka sem hann
hefur skrifað og tekst í öllum á við
sögu Senegals undir stjórn Frakka.
Á nóttunni er allt blóð svart er þeirra
þekktust. Hún kom út árið 2018 og
hlaut alþjóðlegu Booker-verðlaunin
í fyrra.
Sagan hefst þar sem Alfa Ndiaye
liggur með æskuvin sinn úr þorpinu
heima í Senegal hræðilega illa
særðan í fanginu á milli skotgrafa
og treystir sér ekki til að veita
vininum náðarhöggið, þótt hann
grátbiðji hann um það. Við þennan
atburð, í hryllingi og tilgangsleysi
stríðsins, missir Alfa tökin á lífi
sínu og mennskunni. Hann verður
heltekinn af hefndarþorsta og tekur
að slátra óvinum sínum af mikilli
grimmd, svo mikilli að félögum
hans, afrískum sem evrópskum,
verður nóg um.
Þetta er æði myrk saga, grimm
og djöfulleg, um brostna drauma
og það hvernig stríðið máir út
mennskuna og öll mörk ásættan-
legrar hegðunar skriðna. Alfa segir
sögu sína sjálfur og Diop vinnur vel
með það, eins og margir höfundar
á undir honum, að skapa óvissu
með lesandanum um hvað sé rétt
og hverju eigi að trúa með svo
óáreiðanlegum sögumanni. Þá er
endurtekningum og hrynjandi vel
beitt í frásögninni og skila sér vel
í lipurlegri þýðingu Ásdísar Rósu
Magnúsdóttur, ásamt iðulega form-
legu málfari sögumannsins sem er í
vel mótaðri mótsögn við það sem er
lýst. Í góðum eftirmála skýrir Ásdís
líka vel aðferð höfundarins við ritun
sögunnar.
Í hryllingi
skotgrafanna
David Diop „Þetta er æði myrk
saga, grimm og djöfulleg.“
BÆKUR
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
Skáldsaga
Á nóttunni er allt blóð svart
Eftir David Diop
Ásdís Rósa Magnúsdóttir þýddi og ritar
eftirmála.
Angústúra, 2022. Kilja, 141 bls.
lesa bækur sem þeim finnst skemmti-
legar, og það geta hrollvekjur svo
sannarlega verið. Hér er því komin
frábær bók sem svarar þessu kalli,
bók sem svalar lestrarþorsta barna
sem vilja spennandi og jafnvel dálítið
óhugnanlega bók í jólapakkann. Bókin
minnti undirritaða ummargt á gömlu
Gæsahúðarbækurnar eftir Helga
Jónsson, en bókÆvars er hins vegar
betri að flestöllu leyti; fjölbreyttar
persónur endurspegla raunir fjöl-
breytts hóps barna og unglinga okkar
samfélags sem geta lesið bók við sitt
hæfi en myndi þó hræða líftóruna úr
foreldrum þeirra.
Það eina sem gagnrýnanda fannst
að mætti ef til vill fara betur var fjöldi
persóna í sögunni og það hvernig
þær eru kynntar lesandanum. Þar
sem bókin hefst raunar in medias
res, í miðri atburðarás, er eðlilegt að
við kynnumst þeim smátt og smátt,
en í tilfelli Skólaslita er um að ræða
margar persónur sem eru kynntar, og
sumar hverjar drepnar, á fyrstu 50
síðum bókarinnar. Það verður til þess
að lesandinn nær ekki að kynnast
þeim almennilega áður en þær eru
drepnar á hrottalegan hátt af morð-
óðum skrímslum. Þetta á kannski
sérstaklega við í tilfelli Meistarans
sem hverfur meira og minna alveg úr
sögunni á fyrstu síðum bókarinnar án
þess að við fáum að kynnast honum
nokkuð nánar. Auk þess hverfur Hall-
dór, sem virðist við fyrstu sýn vera
ein aðalpersóna bókarinnar þorra frá-
sagnarinnar. Gagnrýnandi veltir því
fyrir sér hvort ekki hefði verið sniðugt
að sameina hóp persónanna strax í
upphafi í stað þess að kynna þrjár
persónur fyrst, þar af tvær sem deyja
nánast strax, og síðan hinar fjórar,
sem eru raunar skemmtilegastar, eftir
50 blaðsíðna lestur í 250 blaðsíðna
bók. Söguþráðurinn grípur lesandann
um leið en uppstilling persóna í upp-
hafi bókar hefði mátt vera betri.
Á heildina litið er Skólaslit
skemmtileg og spennandi saga sem
höfðað gæti til flestra aldurshópa
og er vafalítið fullkomin aflestrar
nú þegar dagurinn er tekiðnn að
styttast. Skrímslin sem lesandinn
fær að kynnast eru til þess fallin
að hræða úr honum líftóruna og fá
hann jafnvel til að velta því fyrir sér
að þau séu ef til vill ekki jafn fjarlæg
og við höldum. Það var að minnsta
kosti búið að bíta horn úr eintaki
undirritaðrar ...
Ú
t er komin ný bók eftir
Ævar Þór Benediktsson.
Hún heitir Skólaslit og er
óhugnanleg hrollvekja fyrir
börn og ungmenni sem þora. Helst
myndi hún henta ungum lesendum
tíu ára og upp úr, því efni hennar er
raunar svo hryllilegt að fullorðinn
gagnrýnandinn hryllti sig við og við.
Skólaslit gerist á hrekkjavöku í
grunnskóla í Reykjanesbæ. Þar er
Lovísa, formaður
nemendafélagsins,
búin að ákveða að
hið árlega drauga-
hús verði það allra
óhugnanlegasta
hingað til og ekkert
verði til sparað. En
hvað ef draugahúsið
verður of raunveru-
legt og krakkarnir sem í því leika
uppvakninga, vampírur og varúlfa
verða bókstaflega að hlutverkum
sínum? Slíkan raunveruleika þurfa
persónur Skólaslita að glíma við. Í
bókinni kynnumst við Arndísi, Hall-
dóri, Joannu, Pavel, Æsu og Pétri
ásamt Meistaranum, sem enginn veit
nákvæmlega hvað heitir en öll vita að
sé algjör meistari.
Það sem stendur upp úr hjá
gagnrýnanda er persónusköpunin.
Persónur bókarinnar eru fjölbreyttar,
vel skrifaðar og hrífa lesandannmeð
sér í þetta hryllilega ævintýri. Þar ber
helst að nefna hinn rólynda Pavel, sem
þykir best að vera alltaf með heyrnar-
tól til að forðast óþarfa hávaða, og
er einstaklega sjarmerandi karakter.
Systir hans, Joanna, vill vernda hann
með kjafti og klóm hvað sem það
kostar og er systkinasamband þeirra
eitt af styrkleikum persónusköpun-
arinnar. Allar persónurnar búa yfir
styrkleikum og veikleikum sem
raktir eru í bókinni, hvort sem það er
óöryggi, erfitt heimilislíf eða algjör
ofmetnaður í skóla. Það er ekki fyrr
en þessi áður ótengdi hópur tekur
höndum saman sem þau geta sigrast
á ógninni sem hertekið hefur skólann
þeirra.
Söguþráðurinn er sannfærandi og
spennandi. Lesandanum er hent beint
út í djúpu laugina og við vitum ekki
hvað kom til þess að uppvakningarnir
vöknuðu til lífsins. Það er ekki fyrr en
undir lok sögunnar sem við fáum að
vita hvað gerðist í draugahúsinu. Þess
má einnig geta að lýsingarnar á því
þegar hin sýktu breytast í hræðileg
skrímsli og rífa í sig kennara og nem-
endur eru vægast sagt ógeðslegar.
Raunar það ógeðslegar að foreldrar
ættu kannski að skoða bókina áður
en þau leyfa ungum börnum að hefja
lestur. Þó svo að bókin endi vel eru
ýmsar senur sem kunna að vekja ótta
og birtast í martröðum óharðnaðra
ungra sálna. Auk þess ýkja mynd-
skreytingarnar áhrif textans og eru
sumar þeirra svo ógeðfelldar að
gagnrýnandanum brá í brún þegar
flett var á næstu síðu.
Þrátt fyrir að hafa slegið hér nokkra
varnagla um hve ógeðfelld bókin sé
á köflum skal tekið fram að höfundi
tekst einkar vel að skapa spennu
í gegnum hana. Söguþráðurinn er
sömuleiðis góður og lesandinn finnur
nánast fyrir spennu og ótta eftir því
sem hann flettir bókinni í gegn. Þegar
ég var ung hefði ég hiklaust gleypt
þessa bók í mig á einni kvöldstund og
ekki þorað að slökkva ljósin á eftir.
Börn líkt og fullorðna langar til að
Hrollvekja fyrir þau sem þora
Morgunblaðið/Hari
SkólaslitÆvars Þórs Benediktssonar
er óhugnanleg hrollvekja fyrir börn
og ungmenni semþora, að sögn rýnis.
BÆKUR
INGIBJÖRG IÐA
AUÐUNSDÓTTIR
Barnabók
Skólaslit
Eftir Ævar Þór Benediktsson.
Mál og menning, 2022. Innb. 265 bls.