Morgunblaðið - 19.10.2022, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2022FRÉTTIR
• Glæsilegt morgunverðarhlaðborð frá kl. 7.00-10.30*
• Fitness salur með öllum græjum ásamt Sauna og Steambað*
• Veitingasalur opinn frá kl. 12.00-01.00 alla daga vikunnar
• Staðsetning er steinsnar frá Strikinu, fjölda veitingastaða
og verslana
Niko ehf, Austurvegi 6, 800 Selfoss, sími 783-9300,
www.sktpetri.is hotel@sktpetri.is
Hótel Skt. Petri í Kaupmannahöfn
Heill heimur út af fyrir sig – Lúxushótel í hjarta borgarinnar
Kynnið ykkur sérverð okkar
fyrir árið 2022 á www.sktpetri.is
Einfalt að bóka – engar greiðslur
fyrirfram og hægt að afpanta með eins
dags fyrirvara án kostnaðar
*Morgunverður og aðgangur að fitness er ávallt
innifalinn í okkar verði
VIKAN Á MÖRKUÐUM
AÐALMARKAÐUR
S&P 500 NASDAQ
+0,54%
10.706,504
+2,82%
3.677,95
+1,26%
6.936,74
FTSE 100 NIKKEI 225
Unnið í samstarfi við ReitunHreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær.
+3,50%
27.156,14
120
80
GULLVERÐ ($/únsu)
18.4.'22
1.500
2.000
1.982,9
89,11
18.10.'22
113,16
18.10.'22
1.653,0
18.4.'22
BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu)
Mesta hækkun
EIM
+10,76%
525,00
Mesta lækkun
SIMINN
0,00%
11,20
Snemma árs eignaðist flugþjónusturisinn Avia
Solutions Group allan rekstur íslenska frakt-
flugfélagsins Bláfugls. Þetta var um það leyti
sem fyrstu fréttir tóku að berast af skæðum
veirusjúkdómi í Kína og hafa undanfarin tvö
og hálft ár svo sannarlega verið krefjandi tími
fyrir fluggeirann.
Tom Klein segir þann rekstur sem tilheyrir
Bláfugli engu að síður hafa þrefaldast frá því
kaupin voru gerð.
„Starfsemi Bláfugls var á margan hátt á
góðum stað og félagið bjó að mjög sterkum
hópi viðskiptavina en átti erfitt með að vaxa.
Við tókum við góðu teymi fólks og góðum sam-
böndum og síðan þá hefur bæði stærð félags-
ins, velta og tekjur um það bil þrefaldast,“
útskýrir Klein en hann situr í stjórn Avia og er
þar að auki framkvæmdastjóri hjá bandaríska
fjárfestingarsjóðnum Certares Management.
Certares sérhæfir sig í fjárfestingum á sviði
flugþjónustu og ferðaþjónustu og heldur utan
um nærri 8,3 milljarða dala eignasafn. Í des-
ember á síðasta ári veitti Certares 300 milljóna
evra innspýtingu í rekstur Avia, m.a. til að
auðvelda félaginu að halda áfram að vaxa með
yfirtökum. Avia var stofnað árið 2010 en hefur
náð að vaxa mjög hratt og hefur núna yfir að
ráða flota 137 flugvéla. Félagið er með starfs-
stöðvar af ýmsu tagi á fleiri en 100 stöðum í
heiminum. Það leigir út bæði farþega- og
fraktflugvélar, rekur hótel og gerir út einka-
þotur, auk þess að starfrækja viðgerða- og
viðhaldsverkstæði fyrir flugvélar.
Breyttu farþegavélum í fraktflugvélar
„Avia var rekið með hagnaði í gegnum allan
faraldurinn og varð það fyrirtækinu til happs
að þegar farþegaflug nánast lagðist af var
félagið vel í stakk búið til að leggja aukna
áherslu á fraktflutninga og njóta góðs af auk-
inni eftirspurn á þeim markaði,“ útskýrir
Klein en félagið festi m.a. kaup á fraktflug-
vélum snemma í faraldrinum og endur-
innréttaði líka sumar farþegaþotur sínar til að
breyta þeim í flutningavélar.
„Þær raskanir sem urðu á skipaflutningum
þýddu að skyndilega jókst þörfin fyrir frakt-
flug og alls kyns vörur og íhluti, sem áður voru
send sjóleiðina á milli landa, þurfti allt í einu að
senda með flugi.“
Klein reiknar með að það taki nokkur ár til
viðbótar að koma alþjóðlegum flutningaleiðum
aftur í samt horf.
„Framleiðendur eru í vanda staddir því að-
fangakeðjurnar eru úr lagi gengnar og ekki
hægt að skipuleggja framleiðsluna þannig að
íhlutir berist sjó- og landleiðina á allra síðustu
stundu. Á meðan þetta ástand ríkir munu selj-
endur og kaupendur halda áfram að reiða sig á
fraktflug. Markaðurinn kann að róast lítillega
en það er útlit fyrir áframhaldandi vöxt og að
ekki dragi úr eftirspurn eftir fraktflugi í bráð.“
Í þessu markaðsumhverfi segir Klein að það
hjálpi Avia hvað reksturinn er umfangsmikill.
„Við höfum nægilega burði til að hafa fólk að
störfum um allan heim sem er á höttunum eftir
hentugum flugvélum sem við getum bætt við
flotann okkar. Þá höfum við búið í haginn fyrir
áframhaldandi stækkun með því að tryggja
okkur kaup og breytingar á flugvélum sem eru
að nálgast endalokin á heppilegum notkunar-
tíma sem farþegavélar og geta hafið nýtt líf
sem fraktflugvélar. Erum við t.d. spennt fyrir
að bæta við okkur vélum á borð við Boeing
777.“
Blautleiga eykur skilvirkni
Tekið er að birta yfir fluggeira og ferðaþjón-
ustu og þar sem smitvörnum hefur verið aflétt
hafa flugvélar og hótel fyllst á augabragði. Þá
hefur komið í ljós að mörg flugfélög eiga erfitt
með að bregðast við þessum öra viðsnúningi
og eiga jafnvel fullt í fangi með að fylla flug-
stjórasætin. Klein segir Avia búa svo vel að
hafa í vinnu hjá sér flugmenn sem eru ýmist í
föstu starfi eða sveigjanlegir verktakar. Þar að
auki starfrækir félagið eigin flugskóla, og því
enginn hörgull á fólki. Metnaðurinn er engu
síðri þegar kemur að þjálfun flugþjóna en Avia
býður upp á svokallaða blautleigu (e. wet leas-
ing, eða ACMI). Þá eru vélarnar leigðar með
áhöfn og bæði tryggingar og viðhald innifalin
og það þjónustustig sem farþegar njóta jafn-
gott eða betra en tíðkast hjá flugfélaginu sem
leigir vélina.
Klein segir það orðið nauðsynlegan lið í
rekstri margra flugfélaga að nýta sér blaut-
leigu til að takast á við sveiflur í eftirspurn.
„Á Evrópumarkaði er t.d. 31% meiri eftir-
spurn eftir farþegaflugi á sumrin en á veturna
og fyrir utan nýtingu á flugvélaflotanum þá er
einfaldlega hægara sagt en gert fyrir flug-
félögin að reyna að semja við flugstjóra og
flugþjóna um að gera hlé á störfum hluta úr
árinu.“
Vill svo heppilega til að þegar eftirspurnin
er í lágmarki í Evrópu vantar flugvélar t.d. í
Suður-Ameríku, og hægt að flytja blautleigu-
flotann á milli markaðssvæða í takt við það
hvar þörfin er mest.
Hægir ekki á markaðinum í bráð
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Í faraldrinum varð kippur í eftirspurn
eftir fraktflugi. Nýir eigendur hafa
þrefaldað starfsemi Bláfugls á
aðeins tæpum þremur árum.
Tom Klein segir Avia
Solutions Group, móð-
urfélag Bláfugls, hafa
verið rekið með hagn-
aði allan faraldurinn.
RÍKISREKSTUR
Íslandspóstur tapaði 118,5 milljónum
króna á fyrri hluta ársins, saman-
borið við 146 milljóna króna tap á
fyrri hluta árs 2021. Tekjur fyrir-
tækisins drógust saman um 181 millj-
ón á tímabilinu og rekstrarkostnaður
dróst saman um 77,3 milljónir. Þann-
ig versnaði rekstrarafkoma fyrir-
tækisins (EBITDA) um rúmar 103
milljónir og nam 91,6 milljónum nú.
Handbært fé í lok tímabilsins var
425,3 milljónir og hafði lækkað úr 788
milljónum í árslok 2021.
Eignir Íslandspósts námu rúmum
sex milljörðum um mitt ár og höfðu
dregist saman um rúman hálfan
milljarð á hálfu ári. Munar þar mest
um lægri viðskiptakröfur sem stóðu í
649 milljónum í samanburði við
rúman milljarð um áramót. Skuldir
fyrirtækisins höfðu sömuleiðis
lækkað og námu 2,6 milljörðum í lok
júnímánaðar en höfðu verið tæpir
þrír milljarðar um áramót.
Stöðugildum hjá Póstinum hefur
fækkað talsvert á árinu. Voru þau
513 í lok júnímánaðar og hafði þá
fækkað um 43 frá áramótum.
Jafngildir það 7,7% fækkun.
Í skýrslu stjórnar Íslandspósts
sem birt er með árshlutareikningi
fyrirtækisins segir að ytra umhverfi
þess hafi kallað á aukna kostnaðar-
vitund innan þess og að verð-
hækkanir í nærumhverfinu hafi sett
aukna pressu á reksturinn.
Pósturinn tapar 118,5
milljónum á hálfu ári
Morgunblaðið/Eggert
Pósturinn hefur fengið 1,1 milljarð úr ríkissjóði á síðustu tveimur árum.