Morgunblaðið - 19.10.2022, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2022FRÉTTIR
Glaðningur fyrir tvo, Rómantík á flottu hóteli, Dekurstund,
Gourmet á glæsilegum veitingastað, Bröns fyrir tvo
og Kósý kvöld eru meðal vinsælla Óskaskrína.
Gefðu upplifun í öskju.
Fæst í Pennanum Eymundsson, Hagkaup og á oskaskrin.is.
577 5600 | info@oskaskrin.is | oskaskrin.is
ÓSKASKRÍN
GEFUR SVOMARGT
Hlutfall erlendra ríkisborgara sem
eru búsettir í sveitarfélögunum á
höfuðborgarsvæðinu hefur tvöfald-
ast frá miðju ári 2010, ef undan er
skilinn Garðabær en þar hefur hlut-
fallið tæplega tvöfaldast. Á sama
tíma hefur innflytjendum á vinnu-
markaði fjölgað úr um 15.500 í rúm-
lega 44.000, sem er nærri þreföldun.
Hlutfall erlendra ríkisborgara af
íbúafjölda Reykjavíkur var tæplega
19 prósent um mitt þetta ár og er
það hæsta á höfuðborgarsvæðinu
eins og hér er sýnt á grafi. Hlutfallið
er næsthæst í Hafnarfirði en þar er
það orðið ríflega 13 prósent.
Fylgir hagvaxtarskeiðinu
Eins og Morgunblaðið hefur
fjallað um á aðflutningur erlends
vinnuafls mikinn þátt í fjölgun fólks
á vinnumarkaði eftir að hagvaxtar-
skeið hófst á ný árið 2011.
Vignir Ö. Hafþórsson, sérfræð-
ingur hjá Vinnumálastofnun, sagði í
samtali við blaðið fyrir helgi að það
muni að óbreyttu þurfa að flytja inn
erlent vinnuafl til að manna lausar
stöður í hagkerfinu á næsta ári. Þá
meðal annars í ferðaþjónustu og
byggingariðnaði.
Vinnumálastofnun hafi ekki áætl-
að hversu mörg störf muni skapast í
hagkerfinu á næsta ári en ætla megi
að atvinnuleysið verði 2-3 prósent.
Erfitt að finna starfsfólk
Andrés Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Samtaka verslunar og
þjónustu, segir mikinn skort á
vinnuafli í verslun og þjónustu.
„Stóra myndin er þessi: Síðan ég
kom hér til starfa hafa félagsmenn
okkar aldrei kvartað jafn mikið
undan því að erfitt sé að ráða fólk.
Þá sérstaklega fólk sem stenst til-
teknar hæfniskröfur,“ segir Andrés.
„Ef við tökum smásölu og heild-
sölu sérstaklega fyrir þá eru þessar
greinar að ganga í gegnum umbreyt-
ingar út af stafrænni tækni sem eru
meiri umbreytingar en orðið hafa í
verslun áratugum saman. Þá er ég
ekki aðeins að tala um Ísland heldur
stöðuna alls staðar í Evrópu. Þetta
kallar á breyttar hæfniskröfur hjá
starfsfólki og þetta er ein stærsta
áskorunin sem við blasir í greininni,
bæði á Íslandi og alls staðar í lönd-
unum í kringum okkur; að tryggja
að greinin hafi aðgang að starfsfólki
með rétta hæfni.
Ég sat nýverið fundi hjá Evrópu-
samtökunum okkar og í norrænu
samstarfi, sem við eigum aðild að, og
þetta er eitt af þremur stóru við-
fangsefnunum sem við blasa. Hin tvö
eru stafræn umbreyting og sjálf-
bærni,“ segir Andrés.
Ekki annarra kosta völ
Spurður hvernig þessi skortur
tengist fjölgun erlendra ríkisborg-
ara á höfuðborgarsvæðinu bendir
Andrés á að fimmtungur vinnuafls-
ins á Íslandi sé nú fólk af erlendum
uppruna. Það gildi það sama í stór-
mörkuðum, hjá skipafélögum og á
mörgum stórum vinnustöðum að
ekki sé völ á öðru en erlendu starfs-
fólki. Ein skýringin sé að innlent
vinnuafl gefi ekki kost á sér í störfin.
„Ef auka á framleiðslugetuna í
ferðaþjónustu og byggja allar þessar
íbúðir sem þörf er talin á, þá gerist
það ekki nema með innfluttu vinnu-
afli. Þetta eru mannaflsfrekar grein-
ar og hin hliðin á teningnum eru
auðvitað þensluáhrifin sem þetta
hefur í för með sér. Og það er hitt
áhyggjuefnið.“
Óraunhæfar kröfur
Nokkur umræða hefur skapast
um merkingar í flugstöðinni á Kefla-
víkurflugvelli og raunar víðar. Nán-
ar tiltekið um vægi íslenskunnar í
slíkum merkingum.
Andrés segir aðspurður að Íslend-
ingar þurfi að venjast því að merk-
ingar í til dæmis matvörubúðum séu
jafnframt á ensku.
„Það er ekki spurning. Og á
pólsku. Víða eru komnar merkingar
á pólsku og jafnvel víetnömsku eða
taílensku. Þá kannski fremur í sund-
laugum, við göngustíga og þess hátt-
ar en ég sé ekki annað í stöðunni en
að merkingar í verslunum þurfi að
vera á fleiri tungumálum en ís-
lensku. Það er sjálfsagt og eðlilegt
að hafa íslensku efst en óraunhæft
að hafa merkingar aðeins á íslensku.
Við verðum að laga okkur að þess-
um veruleika. Það eru minnst 60
þúsund manns hér á landi, af alls 385
þúsund íbúum, sem eru af erlendum
uppruna og óvíða er hlutfallið orðið
jafn hátt. Þannig að 15 til 20 prósent
íbúanna hafa orðið annað tungumál
en íslensku að móðurmáli. Að mínu
mati getum við sem samfélag ekkert
annað en lagað okkur að því.“
Farið að hamla fyrirtækjum
Ingólfur Bender, aðalhagfræð-
ingur Samtaka iðnaðarins, segir
stefna í óefni í sumum greinum
vegna skorts á vinnuafli.
„Atvinnuleysið er orðið hverfandi
lítið og skortur er á vinnuafli í mörg-
um greinum efnahagslífsins. Á þetta
sérstaklega við um greinar sem hafa
verið að vaxa hratt undanfarið. Það
er mikill skortur á sérmenntuðu
vinnuafli. Fram kemur hjá stjórn-
endum fyrirtækja sem tóku þátt í
könnun sem Outcome gerði fyrir
Samtök iðnaðarins fyrir skömmu að
þeir telji að framboð á sérmenntuðu
vinnuafli verði takmarkandi þáttur
fyrir vöxt fyrirtækisins litið til
næstu 12 mánaða. Um 75% eða þrír
af hverjum fjórum svara því játandi.
Nei segja ríflega 8%. Það stefnir því
í óefni,“ segir Ingólfur.
Meiri launahækkun en víðast
Samkvæmt Eurostat, hagstofu
ESB, jókst launakostnaður milli
annars fjórðungs 2021 og 2022 einna
mest á Íslandi. Nánar tiltekið hækk-
uðu launin á Íslandi meira en í 20 af
27 aðildarríkjum ESB. Þá hækkuðu
launin um tvöfalt meira á Íslandi en í
Noregi á þessu tímabili.
Spurður um þessa þróun segir
Ingólfur að launahækkanir á Íslandi
geri Ísland að fýsilegri stað fyrir er-
lent vinnuafl í leit að tækifærum.
Í fyrra hafi launakostnaður á
hverja unna stund verið með því
hæsta sem gerist og um 30% hærri
en að meðaltali í Evrópu.
„Raungengi krónunnar á mæli-
kvarða launa, sem sýnir þróun hlut-
falls launakostnaðar á framleidda
einingu hér á landi og í löndum
helstu samkeppnisaðila, hefur verið
að hækka undanfarið samhliða
styrkingu krónunnar og hækkun
innlendra launa. Samkeppnisstaða
innlendra fyrirtækja gagnvart er-
lendum keppinautum þeirra hefur
versnað og er þung um þessar
mundir.
Hin hliðin á því er að samkeppnis-
staða okkar um erlent vinnuafl er
góð hvað þetta varðar. Hjálpar það
við að ná hingað því vinnuafli sem
við þurfum,“ segir Ingólfur.
Mikil breyting á vinnumarkaði
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Hlutfall erlendra ríkisborgara sem eru búsettir í sveitar-
félögunum á höfuðborgarsvæðinu hefur tvöfaldast frá
miðju ári 2010, ef undan er skilinn Garðabær en þar hefur
hlutfallið tæplega tvöfaldast. Þessi hraða aukning hefur í
för með sér breytingar á vinnumarkaði og þykir jafnframt
kalla á aðlögun þjónustu sem veitt er í verslunum.
Hlutfall erlendra ríkisborgara af íbúafjölda á höfuðborgarsvæðinu
Á öðrum ársfjórðungi ár hvert, eftir sveitarfélögum 2010 til 2022
18%
15%
12%
9%
6%
3%
0%
Heimild: Hagstofa Íslands
2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022
2. ársfj. '10 2. ársfj. '22 Aukning
Reykjavík 7,9% 18,9% x2,4
Hafnarfjörður 6,2% 13,1% x2,1
Kópavogur 5,6% 11,6% x2,1
Mosfellsbær 4,1% 9,9% x2,4
Seltjarnarnes 4,4% 9,8% x2,2
Garðabær 3,2% 5,6% x1,8
Höfuðborgarsvæðið 6,8% 15,3% x2,3
18,9%
16,6%
13,4%
9,6%
3,2%
7,9%
11,1%
13,5%
11,3%
4,9%
4,0%
8,3%
10,5%
8,7%
15,3%
13,1%
11,6%
9,9%
9,8%
5,6%
Reykjavík
Seltjarnarnes
Kópavogur
Mosfellsbær
Garðabær
Höfuðborgarsv.
Hafnarfj.
Andrés
Magnússon
Ingólfur
Bender
Hækkun heildarkostnaðar tímalauna
Frá 2. ársfj. 2021 til 2. ársfj. 2022 (%)
12
10
8
6
4
2
0
Ísland Önnur norræn lönd
Önnur Evrópulönd Meðaltöl
Heimild: Eurostat
G
rik
kl
an
d
Fi
nn
la
nd
D
an
m
ör
k
H
ol
la
nd
Sp
án
n
Fr
ak
kl
an
d
Sv
íþ
jó
ð
Íta
lía
Té
kk
la
nd
N
or
eg
ur
Sl
óv
en
ía
Ký
pu
r
Ev
ru
sv
æ
ði
ð
Ír
la
nd
ES
B-
m
eð
al
ta
l
B
el
gí
a
Þý
sk
al
an
d
Po
rt
úg
al
Sl
óv
ak
ía
Lú
xe
m
bo
rg
M
al
ta
Au
st
ur
rík
i
Le
tt
la
nd
Ís
la
nd
Kr
óa
tía
Ei
st
la
nd
Pó
lla
nd
Rú
m
en
ía
Li
th
áe
n
B
úl
ga
ría
U
ng
ve
rja
la
nd