Morgunblaðið - 26.08.2022, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2022
BAKLEIKFIMI Í LAUG
undir leiðsögn sjúkraþjálfara
Hefst
5. sept.
Upplýsingar
og skráning:
bakleikfimi.com
Í hádeginu í sundlaug Hrafnistu
í Boðaþingi, Kópavogi.
Þ
að virkar illa yfir veturinn að ætla bara að
hlaupa þegar það er gott veður. Besta ráðið til
að ná að halda áfram að hlaupa yfir veturinn
er því að vera með fasta tíma og halda sig við
þá. Það getur verið erfitt að koma sér út einn
svo ég mæli með því að fólk komi sér í hlaupahóp því þeir
veita það aðhald sem þarf. Þar eru fastir æfingatímar, fé-
lagsskapur sem hvetur mann til að mæta og fólk sem get-
ur deilt af eigin reynslu hvað varðar klæðnað og vetrar-
æfingar. Það er líka gott að setja sér einhver markmið
fyrir veturinn til að halda sér við efnið. Þar getur hjálpað
að vera búinn að ákveða hvaða hlaup á að hlaupa næsta
sumar en það er líka gott að finna sér einhverja vetrar-
viðburði til að taka þátt í. Á nokkrum stöðum á landinu
eru haldnar vetrarhlaupasyrpur sem samanstanda af
nokkrum hlaupum sem haldin eru mánaðarlega yfir vet-
urinn. Þessi hlaup hafa reynst mörgum vel til að halda
sér við efnið yfir veturinn. Þótt aðstæður séu oft þannig
að ekki sé hægt að ná góðum tímum í þessum hlaupum
eru þau gott uppbrot og aðhald.“
– Hleypur þú sjálf jafn mikið á sumrin og á veturna?
Letur veðráttan þig ekkert?
„Ég hleyp aðeins minna á veturna en sumrin, bæði
vegna þess að aðstæður eru erfiðari en líka vegna þess að
á vorin og sumrin er ég að undirbúa mig fyrir löng
keppnishlaup og hlaupa þau en vetrartíminn er meira
uppbyggingar- og viðhaldstímabil. Ég tek því meira af
styrktaræfingum yfir veturinn en á sumrin og ekki eins
margar langar hlaupaæfingar. Æfingar yfir vetrartím-
ann taka meira mið af veðri og færð en sumaræfingarnar.
Mér finnst skemmtilegra að hlaupa úti en inni á bretti
eða hringsóla í Boganum, sem er fjölnota íþróttahús með
gervigrasvelli, svo ég reyni að skipuleggja æfingarnar
þannig að ég geti hlaupið sem mest úti. Öll róleg hlaup
tek ég úti og vel þá leiðir sem eru hagstæðar upp á veður
og færð. Þótt veturinn geti verið harður á Akureyri þá er
vel staðið að snjómokstri svo yfirleitt er greiðfært um
helstu göngustíga en leiðarvalið tekur oft mið af því hvar
er búið að moka. Gæðaæfingar (spretti og hraðaæfingar)
tek ég inni á bretti eða í Boganum ef það eru ekki að-
stæður til að taka þær úti. Í svartasta skammdeginu
reyni ég oft að komast út að hlaupa á bjartasta tíma dags-
ins til að fá smá dagsbirtu, en mér finnst samt líka nota-
legt að hlaupa í myrkri, sérstaklega á stilltum vetrar
dögum,“ segir hún.
– Er einhver útbúnaður sem þú mælir með að byrjend-
ur fjárfesti fyrst í?
„Þegar kólnar í veðri þarf að klæða sig aðeins meira en
yfir sumarið. Þunn flíspeysa eða ullarbolur innan undir
hlaupajakkann dugir flesta daga og gott er að fjárfesta í
þykkari hlaupabuxum. Vettlingar, húfa/buff er einnig
staðalbúnaður yfir vetur-
inn. Hendurnar eru það
sem mér finnst erfiðast að
halda hita á og á köldum
dögum þykir mér best að
vera í þunnum hlaupa-
vettlingum og lopavett-
lingum utan yfir. Hálkan
er myndi ég segja helsti
óvinur hlauparans yfir
vetrartímann. Á Akureyri
koma oft löng tímabil þar
sem ekki sér í gangstéttar
fyrir snjó og klaka.
Negldir skór hafa reynst
okkur best á þeim tíma-
bilum; það er skór sem
annaðhvort eru seldir
negldir eða skór sem við
neglum sjálf með því að
skrúfa neðan í þá þar til gerða nagla. Á snjóléttari svæð-
um geta mannbroddar eða gormar hins vegar dugað. Þar
sem snjór og klaki á það til að koma og fara yfir veturinn
er best að vera með a.m.k. tvö skópör til skiptanna, eitt
neglt og annað óneglt. Utanvegaskór með grófum sóla
virka líka oft vel þegar undirlagið er pakkaður snjór.
Í viðbót við þetta þurfa hlauparar að huga að sýnileika
í myrkrinu. Vera með endurskinsmerki og/eða ljós. Þetta
er ekki síst mikilvægt á haustin áður en snjórinn fer að
lýsa upp svartasta myrkrið.“
– Hver eru stærstu mistök byrjenda, hvort sem er að
vetri eða sumri?
„Að fara of skarpt af stað og ætla sér of mikið eru
klassísk byrjendamistök. Bæði líkami og hugur þarf að-
lögun að því að hlaupa. Þegar byrjað er að hlaupa er best
að hlaupa ekki oftar en annan til þriðja hvern dag. Byrja
á stuttum vegalengdum og lengja smám saman. Einnig
þarf að passa að æfingarnar séu ekki of einhæfar. Hlaupa
ekki alltaf sama hringinn heldur hafa tilbreytingu í
leiðarvali og hlaupa ekki alltaf jafn langt. Þetta er sér-
staklega mikilvægt þegar farið er að lengja æfingarnar.
Margir byrja á að hlaupa 4-5 km, lengja svo í 6-7 og síðan
7-8 km. En þá fer þetta að verða erfiðara og taka lengri
tíma svo botninn dettur úr fólki. Það er betra að lengja
aðeins sumar æfingarnar og svo er gott að hafa fjöl-
breytni og hlaupa stundum rólega en taka hraðabreyt-
ingar á öðrum æfingum. Allt þetta er hægt að fá leiðbein-
ingar með í hlaupahópunum og þar dettur fólk líka inn í
félagsskap sem hjálpar til við að halda því við efnið.“
Negldir skór, fastir hlaupa-
tímar, ull og endurskin
Fólk byrjar gjarnan að hlaupa á vorin og
sumrin en gefst svo upp þegar veturinn
skellur á. Hlauparinn Rannveig Odds-
dóttir, sem býr á Akureyri, hleypur úti all-
an ársins hring og gefur hér nokkur góð
ráð varðandi það hvernig best er að búa
sig undir hlaupaveturinn.
Snæfríður Ingadóttir | snaeja@gmail.com
Besta ráðið til að
ná að halda áfram
að hlaupa yfir
veturinn er því að
vera með fasta
tíma og halda sig
við þá. Það getur
verið erfitt að
koma sér út einn
svo ég mæli með
því að fólk komi
sér í hlaupahóp
því þeir veita það
aðhald sem þarf.
Rannveig Oddsdóttir er einn
besti hlaupari landsins en hún
hefur stundað hlaup frá unga
aldri. Hún mælir með því að
byrjendur skrái sig í hlaupa-
hóp til að halda sér við efnið.