Morgunblaðið - 26.08.2022, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2022
Ú
r fjarska virtist Sandra Líf Ásmundsdóttir á af-
skaplega góðri leið í lífinu. Hún lagði hart að sér
í skóla, stundaði skíðamennsku af miklu kappi
og komst meira að segja í norskan menntaskóla
helgaðan ungu afreksíþróttafólki sem vill ná á
toppinn í skíðaíþróttinni. Sannkallaður fyrirmyndarungling-
ur sem ekkert þurfti að hafa fyrir og að auki röskur starfs-
kraftur og dugleg að taka þátt í heimilisstörfum.
En svo brustu flóðgáttirnar. Sandra Líf hafði ofkeyrt sig
algjörlega – bæði andlega og líkamlega. Heilsan hrundi og á
tímabili var hún svo veik að hún gat varla hugsað um sjálfa
sig. Hún á fram undan langt og krefjandi bataferli þar sem
hún þarf að læra að finna sér nýjan og heilbrigðari takt í líf-
inu og að halda metnaðinum í skefjum.
Stóðst aldrei eigin kröfur
Sandra Líf man ekki eftir sér öðruvísi en fullri af kapp-
semi: „Það hefur alltaf verið ríkt í hausnum á mér að leggja
hart að mér og vera betri í dag en ég var í gær. Þetta er á
vissan hátt mjög jákvæður eiginleiki en getur um leið búið
til ótrúlega pressu og vanlíðan yfir að standast aldrei þær
kröfur sem ég geri til sjálfrar mín,“ segir hún.
Sandra Líf var sjö ára þegar fjölskylda hennar flutti frá
Siglufirði til Akureyrar og hún varð snemma mjög áhuga-
söm um skíðamennsku. „Pabbi er gamall skíðakappi og bæði
Siglufjörður og Akureyri miklir skíðabæir. Ég var komin í
brekkurnar strax tveggja eða þriggja ára gömul og þótt ég
muni ekki eftir að það hafi beinlínis verið meðvituð ákvörð-
un hjá mér þá einsetti ég mér að æfa skíðaíþróttir og ná
langt.“
Þegar hún lítur um öxl getur Sandra Líf ekki sagt að
þrýstingur frá fólkinu í kringum hana hafi átt þátt í hernig
fór. Hún fékk eðlilega hvatningu frá foreldrum sínum og
skíðaþjálfararnir veittu henni sama aðhald og þeir veita öll-
um öðrum. „Það var alls ekki þannig að ég fyndi fyrir mikilli
pressu utan frá til að gera það sem ég gerði, en eftir á að
hyggja held ég að það hefði verið gott ef einhver hefði minnt
mig á að hafa gaman af og kennt mér að nálgast skíða-
mennskuna eins og leik. Ég man að strax sem barn var
hugarfarið annað hjá mér en hjá jafnöldrunum; hinar stelp-
urnar skíðuðu til að verða fimari og skemmta sér í leiðinni
en ég skíðaði ekki til að hafa gaman af því heldur bara til að
verða betri og betri. Ég gleymdi svolítið að njóta þess að
skíða og horfði alltaf og einvörðungu á það hvert ég stefndi.“
Draumur sem varð að martröð
Fimmtán ára gömul fékk Sandra Líf vist hjá norska skíða-
menntaskólanum en hún hafði haft það að markmiði allt frá
því í fimmta bekk. Það var það þá sem fyrstu álagseinkennin
komu fram: „Ég var búin að ná einu af mínum stærstu
markmiðum og þá byrjuðu einkennin,“ segir hún.
Dagarnir byrjuðu klukkan sex og var Sandra Líf komin út
á strætóstoppistöð klukkan sjö en kennsla hófst átta. Sandra
Líf fékk ekkert viðbótarsvigrúm til að ná tökum á norskunni
og þvert á móti setti hún hornin undir sig. „Eftir skóla fór
ég beint í íþróttastarfið og á kvöldin lá ég yfir skólabókun-
um. Oft var ég að vinna heimavinnu til eitt um nótt og var
komin á fætur klukkan fimm til að læra meira ef það voru
próf fram undan,“ segir hún. „Það kom ekki til greina að
gera eitthvað eins og að sitja í rólegheitum og horfa á sjón-
varpið eða eignast vinkonur, hvað þá að hitta stráka. Ég fór
ekki einu sinni með fjölskyldu minni í frí því ég varð að
halda áfram að vinna, æfa og læra og ætlaði mér að komast
ógeðslega langt. Núna þegar ég lít um öxl sé ég eftir að hafa
ekki leyft sjálfri mér að upplifa æsku- og unglingsárin með
eðlilegum hætti. Ég er þakklát fyrir þá reynslu sem ég öðl-
aðist en hefði viljað njóta þessara ára og eignast fleiri vini.
Ég leyfði ekki einu sinni kunningjum mínum úr skíðaíþrótt-
inni að vingast við mig því ég vildi ekki tala mikið á æfingum
– sem var svo mikið rugl, og nokkuð sem ég sé eftir. Eitt af
því sem mér liggur á að koma til skila til krakka á þessum
aldri er að það er hægt að lifa og njóta og á sama tíma verða
mjög góður í því sem maður tekur sér fyrir hendur.“
Á endanum gerði Sandra Líf hlé á náminu við norska
skólann, því líkamlegu og andlegu álagseinkennin voru of
mikil. „Fyrstu einkennin sem gerðu vart við sig var mikill
prófkvíði, og kvíði yfir að standa sig ekki nógu vel sem
íþróttamaður. Ég gat ekki sofið annars staðar en heima hjá
mér og byrjaði svo að fá mikla verki í líkamann og vöðva-
bólgu. Á endanum fékk ég blöðrur í andlitið af álagi og
streitu,“ segir hún. „Þessu tímabili fylgdi ótrúlega mikill
grátur sem ég átti erfitt með að skilja. Ég gat varla hreyft
mig vegna ofkeyrslu og sleit á endanum þrjú liðbönd á
ökkla, sem greru ekki svo að ég þurfti að fara í aðgerð. Í
samráði við pabba og mömmu ákvað ég að hvíla mig í eitt ár
og byrjaði nám á sjúkraliðabraut en kom mér aldrei aftur af
stað vegna síþreytu og ofkeyrslueinkenna. Þetta ferli allt er
búið að taka sjö ár.“
Lögð inn á spítala eftir algjört hrun
Þrátt fyrir einkennin sagði Sandra Líf ekki stopp, því
metnaðurinn og kappið höfðu ekkert minnkað. „Það var bara
áfram gakk,“ segir hún og bætir við að læknarnir sem skoð-
uðu hana hafi ekki áttað sig á hvað var að gerast. „Fæturnir
voru orðnir svo bólgnir að ég komst ekki lengur í skíða-
Fékk blöðrur í
andlitið af
streitu og álagi
Sandra Líf lagði ákaflega hart að sér enda
stefndi hún á toppinn. Fór svo á endanum
að hún keyrði sig út og hrundi bæði líkam-
lega og andlega. Við tók langt bataferli.
Ásgeir Ingvarsson | ai@mbl.is
Í æfingabúðum í Hinter-
tux í Austurríki. Sandra
Líf lagði sig fram við að
fela einkenni þess að
hún væri útkeyrð.
Sandra Líf rækilega
dúðuð á sínu uppá-
halds fjalli fyrir ofan
Siglufjörð.