Morgunblaðið - 26.08.2022, Page 18

Morgunblaðið - 26.08.2022, Page 18
M ér finnst langbest að hreyfa mig utandyra og uppáhaldslíkamsræktin eru fjallgöngur og göngur í náttúrunni. Ég er síðan að reyna að venja mig á að fara á gönguskíði á veturna, hef alltaf haft mjög gaman af svigskíðum, en skíðagangan kem- ur sterk inn sem frábær alhliða þjálfun og skemmtileg leið til að hreyfa sig utandyra að vetrarlagi. Ætli maður endi síðan ekki líka í sjósundi einhvern tímann í framtíð- inni, hef trú á því að kæling sé góð fyr- ir ónæmiskerfið og ekki síður fyrir andlega líðan. Hversdagslífið getur oft verið mjög snúið þar sem við hjónin vinnum bæði mikið og erum með þrjú börn þannig að skipulögð líkamsrækt á fyrirfram ákveðnum tímum gengur illa upp hjá okkur eins og er. Væri annars örugglega líka í jóga, en tek stundum hugleiðslutarnir heima þegar ég er undir miklu álagi og finnst það hjálpa mikið við að draga úr streitu,“ segir Steinunn. Hún segir að hreyfing sé alltaf að verða sjálfsagðari hluti af sínum lífsstíl. „Ég finn að mér líður ekki vel ef ég fæ ekki daglegan skammt af fersku lofti og hreyfingu. Hef aldrei verið íþróttatýpan og virkilega þurft að beita mig hörðu til að halda mig til dæmis við að fara út að hlaupa, sem ég hef tek- ið í nokkrum skorpum í gegnum tíðina. Með aldrinum finnur Vellíðan sem fylgir hreyfingunni er hvatinn Steinunn Þórðardóttir á göngu í Þórsmörk ásamt eiginmanni sínum, Árna Grími Sigurðssyni. T il að passa upp á mína heilsu reyni ég að fá nægan svefn, nærast skynsam- lega, reglulega og sleppa óþarfa óhollustu í mat. Ég reyni að vera meðvitaður um að halda áfengis- neyslu í hófi. Ég sinni mínum áhugamálum og þar er tónlist efst á lista. Þar næ ég algerri slökun og gleymi öllu því sem viðkemur vinnu og álagi. Ég gríp í hljóðfæri flesta daga, þó ekki sé nema rétt á meðan ég horfi á fréttirn- ar. Tónlistin hefur smám saman orðið meiri og markvissari leið til að slaka á og til að verða betri hljóðfæraleikari. Mér er alltaf að verða betur ljóst hve mikilvæg hún er til að kúpla mig frá starfsálaginu. Auk þess syng ég í kirkjukór, sem er hollt fyrir sál og líkama og ágætur félagsskapur. Svo er það samfélags- lega gagnlegt, sem mér finnst vera mikilvægt, leggja sitt á vogarskálarnar í samfélaginu. Önnur áhugamál svo sem vélsleðaakstur, hjól- reiðar, gönguferðir, kajakróður stunda ég í lot- um og minna markvisst. Helst háð ytri að- stæðum og tækifærum. Þá deili ég kjörum, áhyggjum og álagi með maka mínum, sem er reyndar starfsfélagi líka, hún er hjúkrunar- fræðingur á heilsugæslunni minni, og reyni að hitta fjölskyldu og vini nokkuð reglulega. Í vinnunni hef ég náið samband við kollega mína og annað samstarfsfólk um málefni skjólstæð- inga, sem ég held að sé mjög gagnlegt til að halda sönsum í daglegu lífi og starfi,“ segir Unnsteinn aðspurður um hvernig hann hugsi um heilsuna. Hvað værir þú til í að bæta varðandi eigin heilsu? „Hreyfing er á to-do-listanum, en því miður hef ég ekki haft nægilegan tíma, eða tekið nægilegan, til að sinna henni en þegar best lætur er ég að hlaupa mér til heilsubótar tvisv- ar til þrisvar í viku. Hlaupin vel ég vegna þess að það er hægt að skella sér í það þegar mér hentar, þau krefjast lágmarksbúnaðar og að- staðan byrjar við þröskuldinn heima hjá mér. Jafnvel hægt að hlaupa á meðan ég er á bak- vakt, en vaktin takmarkar auðvitað hvaða hlaupaleiðir ég get valið. Til að bæta heilsu mína þarf ég að hreyfa mig markvissara og taka mér tíma í hreyfingu. Því miður eru vinnudagarnir allt of oft of langir og nennan stundum ekki næg. Markmiðin mín eru sem sagt að komast í betra form og svo vil ég líka gjarnan losna við ögn af belgnum sem ég er búinn að koma mér upp. Hreyfingu hef ég stundað markvisst í um það bil áratug, verið misduglegur, fyrst til að ná ákveðnum hlaupa- markmiðum eins og að skrá mig í utanvegahlaup sem neyða mig til að æfa. Síðan meira af skyldu- rækni og til að halda forminu góðu og heilsunni. Mér leiðist að vera í lélegu formi.“ Telur þú að læknar hugsi almennt betur um heilsuna en aðrir? „Ég er ekki viss um að læknar séu meira vakandi fyrir eigin heilsu en aðrir, jafnvel síð- ur að mörgu leyti. Við erum sennilega ekki að nýta tækifærin, aðstöðuna og þekkinguna okk- ar að þessu leyti nógu vel.“ „Mér leiðist að vera í lélegu formi“ Unnsteinn Ingi Júlíusson, heimilislæknir á Húsavík, notar áfengi í hófi til þess að hugsa sem best um heilsuna. Snæfríður Ingadóttir | snaeja@gmail.com Heilsutríóið er eingöngu skipað heilbrigðisstarfs- mönnum á Húsavík. 18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2022 maður betur og betur að maður kemst ekkert upp með að sleppa þessu og vel- líðanin sem fylgir hreyfingunni er hvati til að halda sig við efnið,“ segir hún. Hvað værir þú til í að bæta varðandi eigin heilsu? Ertu með einhver markmið til að bæta þig? „Ég þarf klárlega að vera dug- legri í styrktaræfingum og stefni á að gefa hlaupunum enn eitt tæki- færið. Ég er ekki með nein sérstök markmið önnur en að viðhalda styrk, þoli, jafnvægi og liðleika, þ.e. bara al- mennt góðri hreyfigetu. Tilgangurinn væri þá að geta notið þess enn betur að ferðast fótgangandi um fjöll og firnindi.“ Hugsa læknar almennt meira um heilsuna heldur en hinn almenni borgari? „Ég held að læknar séu eins mis- munandi eins og þeir eru margir, en það er reyndar mikið af mjög flottu íþróttafólki innan stéttarinnar. Tveir læknar, Elsa Valsdóttir og Jórunn Atladóttir, syntu til dæmis yfir Erm- arsundið um daginn. Margir læknar hafa klárað Landvættina, stundað of- urmaraþon o.s.frv. Á hinn bóginn er líka rólyndisfólk í stétt- inni sem hefur meira gaman af grúski en hoppi og skoppi. Læknar eru almennt meðvitaðir um að þeir þurfa að vera fyrirmyndir og mikilvægt að þeir séu vel að sér þegar kemur að forvörnum og heilsueflingu.“ Steinunn Þórðardóttir öldrunarlæknir og formaður Læknafélags Íslands segist ekki vera fædd nein sérstök íþróttatýpa. Hún hefur vanið sig á að reyna að hreyfa sig eitthvað á hverjum degi. Snæfríður Ingadóttir | snaeja@gmail.com Steinnunn í Land- mannalaugum, kvöldið fyrir Lauga- vegsgöngu. Ég þarf klárlega að vera duglegri í styrktaræfingum og stefni á að gefa hlaup- unum enn eitt tækifærið. Ég er ekki með nein sér- stök markmið önnur en að viðhalda styrk, þoli, jafn- vægi og liðleika.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.