Morgunblaðið - 23.09.2022, Síða 2

Morgunblaðið - 23.09.2022, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2022 Útgefandi Árvakur Umsjón Marta María Winkel Jónasdóttir Blaðamenn Marta María Winkel Jónasdóttir mm@mbl.is, Guðrún Selma Sigurjónsdóttir gud- runselma@mbl.is, Irja Gröndal irja@mbl.is, Sonja Sif Þórólfsdóttir sonja@mbl.is Auglýsingar Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Forsíðumyndina tók Gunnar Sverrisson Í slendingar eiga það sameignlegt að leggja mikið í heimili sín. Það skiptir fólk almennt máli að hafa fallegt í kringum sig. Þrátt fyrir það eigum við langt í land með að komast á sama stað og frændur okkar í Danmörku. Sem er sorglegt því við sem þjóð gætum svo auðveldlega flutt út okkar hugvit líkt og við flytjum út fisk. Í Danmörku er hönnun sérstök iðngrein sem skiptir raunverulegu máli þeg- ar kemur að landsframleiðslu. Danir eru stoltir af sinni hönnun og það er greypt í þjóðarsálina að innlendar vörur séu eftirsóttar. Þig á að langa í PH- ljós og stóla Hans J. Wegner og þér á að finnast gaman að hringsnúast í egg- inu. Við eigum okkar útgáfu af Wegner-stólunum sem Sveinn Kjarval hannaði 1963. Hvers vegna eru þeir ekki í ríkari mæli inni á íslenskum heimilum? Það eru varla framleiddir danskir sjónvarpsþættir eða bíómyndir nema inn- lend hönnun komi við sögu. Þú flettir heldur ekki tímaritum eins Bo Bedre eða Bolig nema þú finnir danska hönnun á síðum blaðanna. Frægt var þegar danski arkitektinn Arne Jacobsen hannaði eggið og svan- inn fyrir Radison Collection-hótelið í Kaupmannahöfn í kringum 1958. Þar voru stólarnir settir í blágrænt ullaráklæði og veggir málaðir í stíl. Í framhald- inu var farið að framleiða þessa framúrstefnulegu stóla sem urðu svo eft- irsóttir að slegist var um þá um allan heim. Halldór Laxness heitinn átti til dæmis eggið í leðri sem kúrir nú á Gljúfrasteini svo einhver þekktur eggjaeig- andi sé nefndur. Nema náttúrlega að þú gerir eins og ein skvísa gerði hér um árið. Hún sá sæng sína uppreidda á árdögum internetsins og keypti sér leðursvan fyrir slikk. Þegar gripurinn kom loksins til landsins eftir margra mánaða bið var hann töluvert breiðari en hinn upprunalegi. Hann leit þó ekki þannig út á myndinni á vefsíðunni og auðvitað var engin leið að endursenda ofvaxna svaninn aftur til heimalands síns. Það er alveg sama hvernig litið er á málið, í nútíð og þátíð. Niðurstaðan er alltaf að þarna hafi slök nýting á peningum ver- ið í forgrunni. Svo ekki sé minnst á vanvirðingu gagnvart hugviti en þegar fólk er ungt þá hættir því til að gera mistök. Aftur að Radison Collection-hótelinu. Í dag er búið að endurhanna herbergi og anddyri og í stað þess að henda öllu út og kaupa nýtt eins og gerist oft hérlendis þá var gamla hönnunin geymd og færð til nútímans. Þar eru til dæmis svanir og egg í flauelsáklæði sem sóma sér vel við marmaragólf og risastórar mottur. Það má alveg rífast um það hvort svanir og egg séu þægi- leg húsgögn en í flestum tilfellum skapa þau fallega heildarmynd sem er þrungin af sögu og menningu. Ef við sem þjóð ætlum að komast á sama stað og Danir þá þarf ríkið að grípa inn í. Stofnanir eins og Ríkiskaup ættu að fara fram á það að stofnanir ríkisins keyptu íslenska hönnun í staðinn fyrir fjöldaframleitt skran frá Asíu. Sem þarf svo kannski að endurnýja eftir stuttan tíma því líftíminn er allt of stuttur. Ráðherrar ættu í framhaldinu að innrétta skrifstofur sínar og ráðuneyti með innlendum húsgögnum, lömpum og listaverkum. Það verður þó að minnast á að sú jákvæða þróun hefur orðið hérlendis að landsmenn eru í ríkari mæli farnir að leita til innanhússarkitekta þegar þeir vilja gera almennilegar breytingar á heimilum sínum. Slík verkkaup skila sér ekki bara í fallegra umhverfi heldur eru arkitektainn- réttaðar íbúðir í flestum tilfellum eftirsóttari þegar kemur að endursölu. Það er því ágæt fjárfesting að kaupa slíka þjónustu ef fólk er að hugsa um ávöxtun á eigin peningum. Það er þó alveg ljóst að það eru ekki allir sem hafa efni á því. Ef við sem samfélag viljum gera breytingar á þessu þá gætum við til dæmis byrjað á því að kaupa íslensk ilmkerti, kertastjaka og vasa svo eitt- hvað sé nefnt. Vonandi komumst við ein- hvern tímann á sama stað og frændur okkar í Danmörku en það gerist ekki af sjálfu sér. Við þurfum öll að leggja eitthvað á okkur og sætta okkur við að dropinn holar steininn. Morgunblaðið/Ásdís Hvers vegna gerum við ekki eins og Danir? MartaMaría Winkel Jónasdóttir Hvað borðar þú í morgunmat? „Morgumatur er uppáhaldsmáltíðin mín og góður bröns það besta sem ég fæ, en alla jafna borða ég morgunmat heima hjá mér og fæ mér þá hafragraut eða ab mjólk með heimagerðu múslí.“ Hvaða borg er í uppáhaldi og af hverju? „Mér finnst virkilega erfitt að nefna eina borg en ég ætla að segja Los Angeles. Ég á svo marga góða vini þar og skemmtilegar minningar – svo er margt fjölbreytt í boði, allt frá ströndinni í Venice og yfir í að fara á skíði í Big Bear.“ Hvernig heldur þú þér í formi? „Ég hef alltaf verið í íþróttum og finnst nauðsynlegt að hreyfa mig reglulega. Síðustu ár hef ég farið í ræktina, í hóptíma eða crossfit og er að reyna að fara meira í jóga. Ég fer út með hundinn nokkrum sinnum á dag og er dugleg að fara á hestbak. Svo er það mat- arræðið og huga að því hvað ég borða. Ég tek mig stundum til og geri sellerísafa heima, er enn að bíða eftir að einhver af þessum djús- börum hér heima bjóði uppá það.“ Hvað gerir þú til þess að dekra við þig? „Þegar ég vil dekra við mig tek ég kósí- kvöld heima, fer í bað, set á mig maska, hlusta á tónlist, borða góðan mat og horfi svo á góða mynd. Elska líka að fara í kvöld- sund og svo beint uppí rúm.“ Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér? „The Subtle Art of Not Gi- ving a F*ck. – mæli með.“ Hvaða hönnuður er í uppá- haldi? „Ég á eiginlega engan uppá- haldshönnuð, kaupi bara það sem mér finnst fallegt en ég heillast af norrænni hönnun, heimilislegri en stílhreinni. Andrea by Andrea er svo uppáhaldsfatahönnuðurinn hér heima.“ Hverju langar þig til að breyta heima hjá þér? „Mig langar að uppfæra all- ar innréttingar. Ég myndi helst vilja skipta þeim út en er að skoða að sprautulakka eða filma.“ Hvaða óþarfa keyptir þú þér síðast? „Líklega einhvern mat sem ég þurfti svo að henda, líkleg- ast nammi.“ Hvað er á óskalistanum hjá þér? „Oura Ring-hringur sem fylgist með gæðum svefns, er að vinna í því að taka svefninn í gegn.“ Hvaða snjallforrit notar þú mest? „Instagram, ekki spurning! Ég nota það töluvert persónu- lega og einnig vann ég á aug- lýsingastofu þar sem ég notaði Instagram í markaðs- setningarskyni fyrir fyrirtæki og vöru- merki sem ég vann með. Þetta er virkilega skemmtilegur og skapandi vett- vangur.“ Elskar að fara í kvöld- sund og beint upp í rúm Ragnheiður Theodórsdóttir, viðskiptaþróunarstjóri á The Reykjavik EDITION, hugsar vel um andlega heilsu með því að hreyfa sig. Markmiðið er að fara oftar í jóga og huga vel að svefninum. Guðrún Selma Sigurjónsdóttir | Gudrunselma@mbl.is Hver elskar ekki ljúffengan bröns? Instagram er málið! Los Angeles er í miklu uppáhaldi. Ragnheiður Theódórsdóttir er fagurkeri sem heillast af norrænni hönnun. Oura ring er á óskalistanum. Ragnheiður er dýravinur. Auk þess að fara út með hundinn finnst henni skemmtilegt að skella sér á hestbak. Ragnheiður mælir með bókinni The Subtle Art of Not Giving a F*ck.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.