Morgunblaðið - 23.09.2022, Side 22

Morgunblaðið - 23.09.2022, Side 22
Þ ú fékkst frítt spil þegar þú hannaðir íbúðina. Er það ekki óvenjulegt? „Það er alltaf mjög spennandi og skemmtilegt þegar maður fær fullt traust til að hanna íbúð- arhúsnæði, en um leið krefj- andi því að sjálfsögðu verð- ur maður að setja sér einhvern ramma. Þú þarft líka alltaf að taka tillit til þess hverjar þarfir íbúanna eru og þarft að sníða hönn- unina að því. Í þessu tilfelli gat ég líka ráðið hvaða iðn- aðarmenn, verkstæði og birgjar kæmu að verkefninu og gat því valið marga af mínum uppáhaldssamstarfs- aðilum til að koma að framkvæmdinni,“ segir Rut. Aðspurð hvort það hafi þurft að breyta skipulaginu á íbúðinni segir hún að það hafi ekki þurft. „Skipulagið var nánast komið þegar ég tók við verkefninu, það er að segja staðsetning á veggjum og hurðargötum og þurfti ég aðeins að fara í minni háttar breytingar á því. Þetta er þakíbúð í nýrri blokk í Kópavogi með tveim- ur svefnherbergjum, tveimur baðherbergjum, þvottahúsi, stofu, borðstofu og eldhúsi,“ segir hún. Látlaust yfirbragð! Hvaða stemningu ertu að reyna að fanga? „Mig langaði að hanna nútímalega en hlýlega íbúð í einhvers konar „Mið- jarðarhafs“-anda sem skilaði sér í efnisvali og stemningu. Á yfirborðinu kann íbúðin að virka látlaus og „plain“ en þegar betur er að gáð eru ýmsir litlir hönnunarþættir sem skapa stóru myndina. Íbúðin hefur ljóst yfirbragð, þar Miðjarðar- hafsstemning í Kópavogi 5 SJÁ SÍÐU 24 Allar innréttingar eru sérsmíð- aðar hjá Smíðaþjónustunni. Borðplatan er frá Fígaró. Ljósið fyrir ofan eyjuna er frá Lúmex. Innanhússarkitektinn Rut Káradóttir hafði áhuga á að hanna íbúð sem virtist einföld og látlaus á yfirborðinu og státaði af stemningu Miðjarðarhafsins. Þegar eig- endur 220 fm þakíbúðar í Kópavogi höfðu samband við hana sá hún strax að þessar hugmyndir myndu falla vel að smekk fjölskyldunnar. Útkoman er afar notaleg og falleg á þessu einstaka heimili. MartaMaríaWinkel Jónasdóttir | mm@mbl.is Rut Káradóttir er einn af eftirsóttustu innan- hússarkitektum landsins. 22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2022

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.