Morgunblaðið - 23.09.2022, Síða 26
V
ið fluttum hingað í Fossvoginn
fyrir 25 árum, hér hefur okkur lið-
ið mjög vel, alið upp okkar þrjá
drengi og höfum því þurft að að-
laga húsið þörfum fjölskyldunnar
hverju sinni. Nú erum við bara þrjú eftir
heima, ég, Sverrir maðurinn minn og yngsti
sonur okkar, Hrannar, sem er 16 ára,“ segir
Ragnheiður
„Við höfðum tekið allt húsið í gegn þegar
við fluttum í það 1997, þannig að eldhús-
tækin voru farin að verða léleg. Það var því
spurning hvort maður ætti að fara að setja
ný tæki í gamla innréttingu eða nota tæki-
færið og skipta um, á þessum tíma voru
eldri drengirnir rétt farnir að heiman svo
aðstæður voru góðar til breytinga. Við not-
uðum líka tækifærið og settum hita í gólfin
og gerðum upp fleiri rými.“
Stækkuðu rýmið
Svarti liturinn er áberandi í eldhúsinu.
Innréttingin er frá HTH og er úr svartri
eik en borðplöturnar eru frá S. Helgasyni.
Ragnheiður þurfti ekki að hugsa sig lengi
um áður en hún valdi svart á eldhúsið.
„Dökkir litir eru bæði hlýir og umvefj-
andi. Það kom aldrei neitt annað til greina.
Við höfðum nýlega gert upp hús sem við
eigum á Grenivík og þar eru allar innrétt-
ingar svartar líka, svo þetta var einfalt val.“
Þegar hjónin fluttu inn í húsið skiptist
rýmið sem nú er eldhús í eldhús, hol,
þvottahús og búr. Ragnheiður segir að með
því að fella niður veggi og taka upp loftið
hafi þau gert rýmið skemmtilegra. Hún er
einna ánægðust með stærðina á nýja eld-
húsinu. „Með því að fella niður alla veggi
fengum við um 40 fermetra rými. Mikill
samverustaður fjölskyldunnar,“ segir Ragn-
heiður.
Hvernig náðuð þið fram áferðinni á
veggjunum?
„Á veggjunum er steinefnasparsl frá Sér-
efnum sem nefnist Crustal, leiðbeiningarnar
sem við fengum í versluninni voru bara að
fá sér einn bjór og byrja síðan. Þetta var
mjög skemmtilegt og útkoman bara prýði-
leg. Við settum þetta efni líka fyrir ofan
vaskinn og lokuðum því með einhverju vax-
kenndu efni þannig að það hrindir vel frá
sér.“
Það eru ekki bara veggirnir sem vekja at-
hygli í eldhúsinu heldur líka viðarbitarnir í
loftinu. Hjónin lögðust í töluverða rann-
sóknarvinnu til þess að ná fram réttu
stemningunni.
„Það voru miklar pælingar með loftið, það
er skáhallandi og mikil lofthæð á köflum
þannig að okkur langaði að gera loftið áber-
andi en hafa gólfið á móti frekar látlaust.
Við leituðum víða og það er ekki mikið úr-
val af loftefnum. En í Efnissölunni fundum
við síðan þennan við sem kallast að ég held
reclaimed wood. Við settum svartan dúk
undir og síðan voru tvær og tvær fjalir
valdar saman til að fá þessa heild.“
Vill hafa pottaleppana í sömu skúffu
Kom eitthvað upp á í ferlinu eða gekk
þetta allt vel?
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Óhrædd við að
breyta og bæta
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar
hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, á notalegt nýuppgert
eldhús í Fossvoginum. Hún og eiginmaður hennar, Sverrir
Heimisson, höfðu áður gert upp svipað eldhús á Grenivík.
Guðrún Selma Sigurjónsdóttir | gudrunselma@mbl.is
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir fór í
framkvæmdir á gamla eldhúsinu
ásamt eiginmanni sínum. Hjónin
felldu niður veggi og við það
stækkaði rýmið til muna.
Ragnheiður er dugleg að
draga fram stellin sín.
5 SJÁ SÍÐU 28
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2022