Morgunblaðið - 23.09.2022, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.09.2022, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2022 „Það var svolítið skondið þegar við vorum að panta innréttinguna. Ég vildi hafa hana mjög svipaða og við erum með á Grenivík. Ég var ánægð með hana og þarna í miðjum kórónuveirufaraldri hafði ég engan tíma til að vera að spá í einhverjar breytingar, en svo þegar innréttingin kom þá voru efri skáparnir (sem eru neðri skápar, hugsaðir sem geymsluskápar) um 20 sentímetrum of háir, þannig að ég næ aldrei upp í þá nema í tröppum. Sverri fannst það lítið mál, og sendi mér mynd af Victoriu Beckham með svipað vandamál. Svo nú er bara spurning hvort maður fái sér ekki bara nýjar buxur og skó og málið er leyst. Eldhúsin hér í Fossvoginum og á Greni- vík eru því mjög lík sem er fínt þegar mað- ur fer að eldast þá getur maður haft allt á sama stað í eldhúsinu, hvar sem maður er. Sverrir skilur til dæmis ekki af hverju það er ekki að hægt að geyma pottaleppana í sömu skúffu í báðum húsunum, ætli ég geri það ekki fyrir hann, svona til að bjarga hjónabandinu.“ Lýsingin í eldhúsinu skiptir miklu máli. „Lýsingin þarf að vera góð og á eyjunni langaði mig bæði að hafa gott vinnuljós en líka skrautljós. Ljósin fékk ég í Pfaff og leitaði síðan lengi að blöndunartækjum í stíl.“ „Heimilið skiptir mig miklu máli, að það sé notalegt, hentugt og snyrtilegt. Ég spái ekki mikið í hönnun sem slíka, meira svona hvað hentar okkur hverju sinni og blanda saman gömlu og nýju því það eru margir hlutir sem manni þykir vænt um þegar maður er búinn að búa lengi. Þetta hefur verið svona sameiginlegt áhugamál hjá okk- ur hjónum í gegnum tíðina, að gera upp íbúðir og hús. Við erum því óhrædd við að breyta og bæta eftir þörfum hverju sinni.“ Skenkurinn öðlaðist nýtt líf Gamall skenkur kemur vel út í nýja eld- húsinu. „Skenkurinn er gamall og búinn að fylgja okkur í tugi ára, góð hirsla, síðan bættum við bara við glerskápnum til að fá skemmti- lega glasahirslu. Lampann málaði móðir mín og hann kemur úr búi afa og ömmu, flöskustandinn smíðaði yngsti sonurinn í skólanum og myndin er úr búi gamallar frænku. Svo þetta er svona meira að raða saman nýjum hlutum og gömlum, sem gjarnan hafa tilfinningalegt gildi fyrir mig og tengjast gjarnan fólki sem mér hefur þótt vænt um,“ segir Ragnheiður. Talandi um hluti sem hafa tilfinningalegt gildi þá var Ragnheiður búin að leggja á borð með gömlu stelli frá Royal Copen- hagen þegar ljósmyndara bar að garði. „Stellið er úr búi frænku minnar, ég á mjög mikið af stellum sem ég hef gaman af að nota og nota óspart.“ Hvernig stundir eigið þið fjölskyldan í eldhúsinu? „Samverustundirnar breytast töluvert þegar börnin flytja að heiman, nú er mikið verið að koma í mat og eldhúsið því mikið notað. Afar vinsælt er að tylla sér við eyj- una á móti eldavélinni þegar verið er að elda og hjálpa til við að smakka til matinn.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Hjónin náðu fram flottri áferð á veggjunum með steinefnasparsli. Svarti skenkurinn er gamall en passar fullkomlega inn í nýja eldhúsið. Blöndunartækin voru valin í stíl við ljósin. Brassið kemur sérlega vel út í dökku rýminu. Loftið er öðruvísi og smart.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.