Morgunblaðið - 23.09.2022, Side 34
Sumarbústaða-
stemning í
miðbænum
P
arið hefur innréttað íbúðina á fal-
legan máta og því óhætt að segja að
Eydís og Benjamin hafi einstakt
auga fyrir fleiru en ljósmyndun, en
heimili þeirra endurspeglar þá hug-
myndafræði að mikil fegurð búi í einfaldleik-
anum.
Eydís og Benjamin höfðu lengi verið að leita
að rétta húsnæðinu og voru á tímabili tilbúin
að flytja alla leið á Höfn í Hornafirði ef þau
fyndu rétta húsið þar. „Allt í einu kom þessi
íbúð upp sem við búum í núna, en um leið og
við gengum upp á efri hæðina fundum við
strax þá tilfinningu að þetta væri rétta íbúðin
fyrir okkur,“ segir Eydís.
Íbúðin er 90 fermetrar að stærð og á tveim-
ur hæðum. Eydís og Benjamin hafa skapað af-
slappað andrúmsloft á heimili sínu, en þau
sóttu aðallega innblástur í danska og japanska
hönnun þar sem einfaldleikinn er í forgrunni.
Að innan er íbúðin klædd fallegum viði sem
gefur rýminu mikinn karakter, en þegar þau
Eydís og Benjamin gengu fyrst inn í íbúðina
lýstu þau upplifuninni sem „sumarbústaðas-
temningu í miðbæ Reykjavíkur“.
„Þrátt fyrir að þetta sé lítið rými hentar
þetta okkur svo vel. Það sem heillaði okkur
mest var nýtingin á rýminu og hvernig eldhús-
ið og stofan tengjast. Svo voru það auðvitað
viðarveggirnir,“ segir Eydís.
Tímafrekt að finna rétta parketið
Þegar Eydís og Benjamin fluttu inn var
ennþá steypa á gólfum og bæði stiginn og eld-
húsinnréttingin enn ókláruð. „Við bjuggum
þannig í þrjá mánuði en það fólst mikil vinna í
því að finna rétta parketið sem passaði við við-
arveggina. Við vildum gólfefni sem væri ekki
of yfirþyrmandi svo að veggirnir fengju að
njóta sín,“ útskýrir Eydís.
„Það var ekki síður vinna að fá réttan aðila
til að parketleggja stigann eins og við vildum
hafa hann, en þau hjá Fasteignafegrun hjálp-
uðu okkur að láta þessa sýn okkar verða að
veruleika. Annars gekk allt mjög vel í fram-
kvæmdunum, við erum með mjög svipaðan stíl
og áttum því auðvelt með að taka allar ákvarð-
anir,“ segir Eydís.
Sóttu innblástur til erlendra kaffihúsa
Í íbúðinni er eitt svefnherbergi og eitt bað-
herbergi ásamt opnu rými með eldhúsi, borð-
stofu og stofu. Á efri hæðinni er svo útgengt á
stórt útisvæði. Uppáhaldsrými Eydísar og
Benjamins er á efri hæðinni, en það er í sér-
stöku uppáhaldi hjá þeim að sitja í sófanum og
njóta morgunbollans.
„Við vinnum mikið heima þannig að þegar
við vorum að innrétta íbúðina vildum við gera
efri hæðina að rými þar sem væri friðsælt að
vera. Að sitja í sófanum með kaffibollann á
morgnana með góða tónlist veitir okkur svo
mikla hugarró enda er best að byrja daginn
þar,“ segir Eydís.
Eydís og Benjamin sóttu mestan innblástur
til erlendra kaffihúsa þegar kom að því að inn-
rétta íbúðina. „Fyrir nokkrum árum fórum við
á kaffihús sem heitir Omotesando Koffee í
Bretlandi og hönnunin þar inni var einmitt það
sem við sáum fyrir okkur að framtíðarheimili
okkar myndi líta út. Þetta var mjög opið rými
með gólfsíðum gluggum, eikarvið og mjög
mínimalískt,“ segir Eydís
Japönsk og dönsk hönnun heillandi
„Annars fáum við oft mikinn innblástur frá
danskri og japanskri hönnun og höfum til
dæmis keypt mikið frá danska hönnunarmerk-
inu Vipp sem vinur okkar innanhússhönnuður-
inn Anthony Bacigalupo kynnti fyrir okkur
þegar við fluttum inn. Öll ljósin á efri hæðinni
eru til dæmis frá þeim,“ bætir Eydís við.
Aðspurð segist Eydís einnig vera með
margt frá merkjunum Kinto, Ferm Living og
Hay í íbúðinni. Eldhúsborðið, sófinn og sjón-
varpsskenkurinn eru frá Tekk Habitat.
Ljósmyndararnir Eydís María Ólafsdóttir og Benjamin Hardman festu
kaup á sinni fyrstu eign í janúar 2021. Eftir að hafa leitað um allt land
fundu þau draumaíbúðina á besta stað, í miðbæ Reykjavíkur.
Irja Gröndal | Irja@mbl.is
Það er augljóst að Eydís og
Benjamin hafi vandað valið á
húsgögnunum, en hér má sjá
fallegt borðstofuborð og sófa
frá Tekk Habitat ásamt ljósi frá
danska merkinu Vipp.
Ljósmyndararnir Eydís
María Ólafsdóttir og
Bejamin Hardman eiga
undurfagurt heimili í
hjarta Reykjavíkur.
Fallegi N701-sófinn
prýðir uppáhaldsrýmið,
en hann var hannaður
af Jacques Deneef.
Í eldhúsinu er falleg
svört innrétting sem
tónar fallega með viðar-
veggjum íbúðarinnar.
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2022