Morgunblaðið - 23.09.2022, Síða 36

Morgunblaðið - 23.09.2022, Síða 36
V ið elskum að búa í miðbænum, sérstaklega í fæðingar- orlofinu, þá var frábært að hafa allt í göngufæri. Við höf- um búið hér í eitt og hálft ár. Við féllum fyrir þessari íbúð vegna þess hversu opin hún er og björt. Skipulagið er gott og staðsetningin ekki síðri,“ segir Svanhildur um íbúðina. Gerðuð þið eitthvað áður en þið fluttuð inn? „Við fórum ekki í neinar stórar framkvæmdir, við máluðum og annað smotterí. Hins vegar bjuggum við mjög smátt áður og okkur vantaði ýmislegt í búslóðina og allt í barnaherbergið.“ Pælir þú mikið í hönnun? „Já, ég hef sterkar skoðanir á því hvað mér finnst flott og ekki. Það skiptir mig miklu máli að hafa fallegt heimili sem er líka prakt- ískt. Ég er þó ekki að eltast við hönnunarvörur af því bara, allt á heimilinu okkar hefur sinn tilgang.“ Svanhildur segist kaupa mikið notað inn á heimilið. „Ég er dugleg að fara í Góða hirðinn og skoða bland.is. Við eig- um ýmislegt úr Ikea en reynum að setja okkar svip og höfum mál- að stóla, skápa og húsgögnin inni hjá syni okkar. Sófaborðið er úr Norr11 og gólfteppið frá Litríkum heimilum. Það mætti vera svo miklu meira um flóamarkaði á Íslandi miðað við magnið sem er hent. Í Góða hirðinum er síðan barist um húsgögnin og þau endur- seld dýrum dómum.“ Hvaða liti viltu hafa heima hjá þér? „Ég elska liti en get líka orðið fljótt þreytt á þeim. Þess vegna völdum við frekar hlýjan hlutlausan lit í alrýmið en poppuðum síð- an rýmið upp með því að mála appelsínugula rönd inni í karminum – sem er þá auðvelt að skipta út fyrir nýjan lit. Litavalið var út- hugsað og ég var að gera alla gráhærða með litaprufum. En nið- urstaðan var grænt eldhús, appelsínugult og off-white alrými og bleikt svefnherbergi.“ Hvaða staður er í uppáhaldi hjá þér á heimilinu? „Við eldhúsborðið með listaverkin og birtuna frá gluggum úr báðum áttum.“ Hvernig tekur heimilið mið af því að vera með barn? „Við einfölduðum líf okkar með því að hafa íbúðina þannig að Heimilið er barnvænt og fær sonur Svanhildar að valsa um án þess að fá að heyra nei í sífellu. Eldhúsið er hlýlegt og grænt. Litavalið úthugsað Listaverk eftir Korkimon og Ými Grönvold prýða heimilið. Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir, ljósmyndari og eigandi EY Studio, nýtur þess að búa í miðbænum ásamt kærasta sínum og ungum syni þeirra. Svan- hildur er upptekin af litum og setur áberandi appelsínugul rönd svip á heimilið. Guðrún Selma Sigurjónsdóttir | gudrunselma@mbl.is 36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2022 Sandblásturfilmur Sólarfilmur Láttu sérhanna fyrir þig í gluggana Xprentehf. | Sundaborg3 |104Reykjavík |5556500|xprent@xprent.is www.xprent.is SÓLARFILMUR SANDBLÁSTURSFILMUR Dregur úr hita og verndar gegn upplitun. Til í mismunandi styrkleikum. Veitir vernd gegn útfjólubláum geislum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.