Morgunblaðið - 23.09.2022, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 23.09.2022, Qupperneq 39
FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2022 MORGUNBLAÐIÐ 39 okkar á dyrabjölluna því hann er rithöfundur.“ Ertu hvatvís þegar kemur að breytingum á heimilinu og dugleg að breyta til? „Ég er náttúrulega alveg gríðarlega ákvarð- anafælin og verkkvíðin. Friðgeir er miklu fram- kvæmdasamari að græja ný ljós og festa upp hillur og allskonar sniðugt. Ég er meira í því að bera heim skrýtið drasl og koma því fyrir hist og her og láta eins og það hafi mikla sögn og merkingu.“ Ertu bara með myndlist eftir þig uppi eða ertu dugleg safna myndlist eftir aðra kollega? „Ég gæti alveg verið duglegri, en hef oft sníkt eitthvað í skiptum út úr vinum og stöku sinnum splæst.“ Áttu uppáhaldsverk á heimilinu? „Ég ætla að fá að segja þrjú, verk eftir Mar- gréti Bjarnadóttur sem er stafarugl af nafni Friðgeirs, skemmtilega agres- sívt textílverk sem Tómas sonur minn gerði þegar hann var sex ára, þar sem hann saumaði „Asni“ út í striga, og svo nýjasta verkið, freyðivínstappinn eftir Ragn- heiði Maísól, vinkonu okkar og nágrannakonu.“ En uppáhaldshlut? „Kannski rokkurinn minn, margir segjast upplifa slökun og hugleiðslu þegar þeir prjóna, það er alls ekki mín reynsla, hins vegar finnst mér fátt meira róandi en að spinna band. Það er líka geggjað að hafa píanó á heimilinu, þótt ég nái oftast bara að spila hálfa prelúdíu eftir Chopin sem ég lærði þegar ég var fjórtán ára áður en börnin fara að öskra á lagið um Hér- astubb bakara. Kaupið þið nýtt eða viljið þið frekar gefa gömlum hlutum nýtt líf? „Ég er með vinnustofu sem er tveimur hús- um frá Góða hirðinum sem er svo sannarlega bæði bölvun og blessun, ef við erum að leita að einhverju tek ég rúntinn þar nokkrum sinnum í viku, þaðan eru flestar hirslur og smáhúsgögn, það er náttúrulega umhverfisvænni kostur og svo getur verið huggulegt að spara sér ferðina í IKEA, að þeirri verslun algjörlega ólastaðri, við leitum oft á náðir hennar líka. Friðgeir fann þessi tekkkrútt, sófaborðið og litla innskots- borðið í Góða hirðinum og svo fylgdi sjónvarps- skenkurinn með íbúðinni. Sófasettið rusluðum við eiginlega, ég fékk að hirða það úr geymslu þar sem ég vann einu sinni, þegar það átti að henda því. Það er svaka snoturt en þykir ekki alveg nógu þægilegt. Þannig að þetta er svona sambland af nísku, umhverfisverndarsjón- armiðum og fagurfræði sem ræður för.“ Er eitthvað á óskalistanum fyrir heimilið? „Það væri stórkostlegt að hafa vinnustofu heima. Svo er ég oft að fantasera um sérsmíð- aðar bókahillur, þær sem við erum með núna áttu bara að vera til bráðabirgða en við eyddum svo miklum tíma í að lakka þær að það þarf eitt- hvað rosalegt að koma til svo við skiptum þeim út held ég. Þangað til er bara mátulegt á okkur að nota geymsluhillur úr IKEA til að geyma í allar bókasafnsbækurnar sem við erum með í óskilum.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sigrúnu finnst róandi að spinna band. Sófinn átti að fara í ruslið þegar Sigrún og Friðgeir hirtu hann. Húsgögnin koma mörg úr Góða hirðinum. Sonurinn saumaði út orðið Asni á striga en fjölskyldan horfir á verkið í eldhúsinu. Mörg listaverk eftir íslenska samtíma- listamenn prýða heimilið. Sigrún Hlín not- ar textíl í verk- um sínum. Ljósmynd/Andreas Dyrdal

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.