Fréttablaðið - 06.01.2023, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 06.01.2023, Blaðsíða 1
| f r e t t a b l a d i d . i s | Frítt mánaðarins JANÚAR KYNN INGARBLAÐ ALLTFÖSTUDAGUR 6. janúar 2023 Allt galið gott hjá PallaEftir að Páll Óskar Hjálmtýsson kvaddi gamla árið með skemmtilegum smelli í áramóta- skaupinu skemmti hann Íslendingum á Tenerife og tryllti salinn í brjálaðri stemmingu. Á sunnudag tekst hann síðan á við gullöldina í Hörpu. 2 Palli hefur notið lífsins á Tenerife þar sem hann tryllti íslenska ferðamenn á Pallaballi. Á sunnudaginn syngur hann með Stórsveit Reykjavíkur í Hörpi. MYND/STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR Boðið verður upp á ókeypis skauta­ stund á morgun. MYND/AÐSEND starri@frettabladid.isÁ morgun, laugardaginn 7. janúar, verður gestum og gangandi boðið frítt á skauta og í kaffi og kökur á milli klukkan 15.15 og 17.15 í Skautahöllinni í Laugardal. Tilefnið er 130 ára afmæli Skautafélags Reykjavíkur en félag- ið var stofnað þann dag árið 1893 af Axel V. Tulinius. „Við vonumst eftir að sjá fólk á öllum aldri skauta hér á morgun,“ segir Anna Gígja Kristjánsdóttir, íþróttastjóri listskautadeildar Skautafélags Reykjavíkur. „Það má búast við miklu fjöri og góðum tilþrifum hjá byrjendum sem lengra komnum. Í hléinu klukkan 16 ætlum við svo að bjóða upp á veitingar, þar á meðal afmælisköku auk þess sem list- hlaupa- og íshokkídeildir félagsins munu bjóða upp á sýningu.“Skemmtileg íþróttAnna segir skautaíþróttina vera skemmtilega og hæfa flestu fólki á öllum aldri. „Skautaíþróttin er fjölbreytt og samtvinnast af dansi, stökkum, píróettum og tjáningu. Að fara saman á skauta er eitt af því fáa sem öll fjölskyldan getur gert saman. Margir hafa farið í kringum jólin en við hvetjum alla til að nýta Skautahöllina mun betur og fara sem oftast yfir árið.“ Nánar á skautafelag.is. n Notaleg fjölskyldustund í Laugardalnum Alla dagagegn kulda og sól Apótek, Hagkaup og Fjarðarkaup www.celsus.is HALLDÓR | | 8 PONDUS | | 12 Töf á dósapeningum erfið í fátækt 4 . t ö L U b L A ð | 2 3 . á R g A N g U R | F ö S t U D A g U R 6 . j A N ú A R 2 0 2 3 tímamót | | 10 LíFið | | 16 LíFið | | 18 | Rukkar þegar húmorinn virkar Fimmtug og býður í fiskisúpu Aðalmeðferð í dómsmáli Íslenskrar erfðagreiningar gegn Persónuvernd verður 6. febrúar. Þórólfur Guðna- son, fyrrverandi sóttvarna- læknir, er á vitnalistanum. kristinnhaukur@frettabladid.is DÓmSmáL Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, er einn af þeim sem munu bera vitni í einkamáli Íslenskrar erfðagrein- ingar (Decode) gegn Persónuvernd og Landspítalanum. Líklega mun Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, einnig vitna í málinu sem og fleiri læknar og starfsmenn vísindasiðanefndar. Fréttablaðið greindi frá því í nóvember að Decode hefði stefnt ríkisstofnununum tveimur vegna úrskurðar Persónuverndar í tengsl- um við vísindarannsóknir á Covid- sjúklingum í nóvember 2021. Það er að öflun samþykkis sjúklinga fyrir notkun blóðsýna í þágu rannsóknar hefði ekki samrýmst persónuvernd- arlögum. Kári gagnrýndi úrskurð- inn harðlega á sínum tíma og sagði það mikla hagsmuni fyrirtækisins að hann stæði ekki óbreyttur. Í fyrirtöku málsins í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær kom fram að málið væri mjög umfangsmikið og að fyrir lægju langar og ítar- legar greinargerðir. Bað Ástráður Haraldsson dómari lögmennina að passa upp á að halda sig við ágrein- ingsefni málsins því hætt væri við því að málið myndi dragast á lang- inn. Hlynur Halldórsson, lögmaður Decode, sagði málið fyrst og fremst snúast um hvernig ákvarðanatöku Persónuverndar var háttað og hvað stofnunin rannsakaði ekki í aðdrag- anda úrskurðarins. Aðalmeðferð málsins fer fram 6. febrúar í stærsta sal Héraðsdóms Reykjavíkur. n Þórólfur vitni í máli Decode Málið er mjög umfangsmikið og dómari bað lögmenn að halda sig við ágrein- ingsefnin. Þórólfur Guðnason, fyrr- verandi sótt- varnalæknir lyaver.is Heimsending um land allt odduraevar@frettabladid.is LögRegLUmáL Rútubílstjóri hjá Hópbílum sem virti ekki lokanir í tvígang í Mýrdalshreppi á jóladag er nú með stöðu sakbornings. Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlög- regluþjónn á Suðurlandi. Forsvarsmenn Hópbíla hafa sagt að rútubílstjórinn og leiðsögu- maður hafi ekki séð merki um lok- anir á veginum. Jón Hermannsson aðgerðastjóri björgunarsveita á Suðurlandi, segist þó hafa orðið vitni að því er lögreglan hringdi í bílstjórann og sagði honum að snúa við. Hann hafi auk þess verið varaður við á Seljalandsfossi. „Ef allt er rétt í blaðagreinum sem ég hef lesið, þá hafa forsvarsmenn Hópbíla orðið margsaga,“ segir Jón. n Nánar á frettabladid.is Bílstjórinn er með stöðu sakbornings Þau sem eiga erindi til og frá Norræna húsinu í Vatnsmýrinni hafa saman troðið í snjóinn greiðfæran göngustíg í átt að Hringbrautinni. FréttabLaðið/VaLLi Fréttir | | 2 Vissi ekkert um Pelé en fékk samt eiginhandaráritun

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.