Fréttablaðið - 06.01.2023, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 06.01.2023, Blaðsíða 30
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@torg.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@ frettabladid.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrir@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolbeinn@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Telur þú mikilvægt að ráðast í breytingar á kjördæma- kerfinu? Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í stjórnmálafræði „Ég er að vísu alls ekki með sömu nálgun og Ólafur, og það er líklega vegna þess, að við beitum ólíkum lýðræðishug- tökum,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson um þau orð kollega síns, Ólafs Þ. Harðarsonar, prófess- ors emeritus, í fréttum RÚV fyrr í vikunni, að mikilvægt sé að breyta kjördæmakerfinu ekki seinna en strax. „Hann vill að Alþingi endurspegli sem best úrslit kosninga, almanna- viljann. Þetta er lýðræðishugtak Rousseaus. Ég tel hins vegar, að mestu máli skipti stöðugleiki og festa í stjórnarfari,“ heldur Hannes áfram en Ólafur benti á að ríkis- stjórnin væri, í krafti kjördæma- skipunar, með 30 þingmenn í stað 29 þar sem Vinstri græn fengju inn þingmann á landsbyggðinni á kostnað þingmanns Viðreisnar. „Mín hugmynd um lýðræði er, að það sé friðsamleg aðferð til að skipta um valdhafa, þegar við erum óánægð með þá. Þetta er lýðræðishugtak Schumpeters og Poppers. Þess vegna væru einmenningskjördæmi í rauninni rökréttust,“ heldur Hannes áfram og vísar til Bretlands. „Þá yrði væntanlega til tveggja flokka kerfi, tveir skýrir kostir að velja um. Núna vita kjósendur mjög lítið um, hvaða kött þeir kaupa í sekknum, þegar þeir ganga inn í kjörklefann.“ n Einmenningskjördæmi rökrétt n Sérfræðingurinn FRÉTTIR, FÓLK & MENNING á Hringbraut Endurvinnslan leggur ekki lengur afrakstur dósasöfnun- ar beint og samstundis inn á greiðslukort. Pepp, grasrótar- samtök fólks í fátækt, telja þetta koma illa við þau sem minnst hafa milli handanna og hafa dósir og flöskur sem einhvers konar neyðarsjóð. toti@frettabladid.is Endurvinnslan leggur ekki lengur skilagjald af f löskum og dósum samstundis og milliliðalaust inn á greiðslukort og upphæðin skilar sér nú næsta virka dag í gegnum snjall- forrit. „Þótt þetta sé bara sólarhringur sem tekur peninginn að skila sér til fólks þá getur það verið mjög óheppilegt ef þú ert á þeim stað að vera búin að safna f löskum til að bjarga þér með einhverjar nauð- þurftir,“ segir Ásta Dís Skjalddal, samhæfingarstjóri Pepps, gras- rótar fólks í fátækt og félagslegri einangrun, um áhyggjur þeirra af því að breytingin muni koma illa við þau sem síst skyldi. Fjallabaksleið að neyðarsjóði Ásta Dís segir vel þekkt að margir treysti á flösku- og dósasöfnun sem ákveðinn neyðarsjóð sem oftar en ekki er gripið til þegar bjarga þarf nauðsynjum; mat, mjólk, bleyjum og öðru sem þarf að kaupa sam- dægurs. „Það voru nokkur atriði sem komu upp þegar við ræddum þetta og eitt var hversu algengt það er að fólk með flöskupoka fái ekki að fara með þá í strætó,“ segir Ásta Dís og víkur að eina staðnum til að fá greiðsluna samdægurs, hjá gjaldkera Endurvinnslunnar í Knarrarvogi. „En ef þú ert ekki bílandi og átt ekki heima í nágrenni við Knarrarvoginn þá kemstu ekkert með pokana þína í strætó til þess að fara þangað til þess að fá peninginn strax.“ Alltaf út undan Ásta Dís minnir síðan á nýlega andstöðu ráðuneyta fjármála og umhverfis við tveggja króna hækk- un skilagjalds vegna hugsanlegra neikvæðra áhrifa á verðbólguþróun. „Maður fylgist með umræðunni og heyrir alltaf um þau sem hafa það þokkalegt og betra en í alvöru umræðu er aldrei horft til þess að hérna er hópur sem kemur einhvern veginn alltaf út úr þessu á skjön við hina,“ segir Ásta Dís. „Þess vegna er svo ofsalega sárt þegar ráðamenn tala yfir þjóðinni um hitt og þetta meðaltalið og að allt sé svo gott. Vegna þess að það eru ákveðnir hópar í samfélaginu sem hafa það virkilega gott en svo er það hópurinn sem fær aldrei að vera með þegar þjóðin er ávörpuð. Það er svo erfitt fyrir sjálfsmatið, sem er lágt fyrir, að fá alltaf þessa umræðu þar sem þú ert ekki tal- inn með og ekki þess virði að vera nefndur í sömu andrá og aðrir þjóð- félagsþegnar.“ n Erfitt fyrir fátækt fólk að fá ekki dósapeninginn strax Ásta Dís telur það geta orðið fólki í fátækt erfitt að bíða til næsta dags eftir dósapeningunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Pepp Ísland Pepp Ísland, grasrót fólks í fá- tækt, er grasrótarstarf EAPN á Íslandi og er öllum opið sem hafa reynslu af fátækt og félagslegri einangrun og vilja taka þátt í öflugu starfi til að breyta aðstæðum fólks sem býr við fátækt og við- horfum samfélagsins til þess. Greiðslukerfi lokað Endurvinnslan harmar á heimasíðu sinni að þurfa að loka gamla kortagreiðslu- kerfinu á flöskumóttöku- stöðvum sínum vegna breytinga á grunnkerfum kortafærslna. Í stað kortagreiðslukassa er viðskiptavinum boðið upp á að sækja smáforrit í snjall- síma og fá skilagjaldið greitt með því. Fyrst um sinn er millifært á reikninga næsta virka dag en vonir standa til að hægt verði að stytta útgreiðslutímann niður fyrir klukkustund á næstu mánuðum. 18 Lífið 6. janúar 2023 FÖSTUDAGURFréttablaðið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.