Fréttablaðið - 06.01.2023, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 06.01.2023, Blaðsíða 16
Frumsýnd 21. janúar 2023 Aðalhlutverk Brad Pitt, Margot Robbie, Diego Calva, Olivia Wilde, Jean Smart og J.C. Currais Handrit: Damien Chazelle Leikstjórn: Damien Chazelle Babylon er saga um gríðarlegan metnað og ofboðslegt óhóf í Holly- wood fyrir tæpri öld, þegar þöglu myndirnar voru á undanhaldi og talmyndirnar hófu innreið sína. Í þessari mynd fáum við að sjá hvernig stjörnurnar sem birtast okkur á hvíta tjaldinu eiga oftar en ekki að baki blóð, svita og tár – brostna drauma og ótrúlega heppni. Í byrjun myndarinnar erum við kynnt fyrir Manny Torres, Bandaríkjamanni af mexíkóskum uppruna sem kemur til borgar englanna í lok tímabils þöglu myndanna. Hann er að reyna að koma fíl í truflað Hollywood-partí – partí þar sem eiturlyf og kynlíf eru rauði þráðurinn . Hann kemur auga á Nellie LaRoy sem er upprennandi stjarna og þau stinga saman nefjum. Við erum líka kynnt fyrir Jack Conrad, glæsilegum stjörnuleikara í þöglu myndunum sem er í þann mund að yfirgefa þriðju eiginkonu sína og reka sig á að frægðin er hverful þegar talmyndirnar ryðja þeim þöglu úr vegi. Umgjörðin er glæsileg og Margot Robbie í hlutverki Nellie og Diego Calva sem Manny fá mikið lof. Brad Pitt í hlutverki fallandi stjörnunnar Jack Conrad er þó stjarna myndar- innar. Babylon er sannkallað stórvirki á hvíta tjaldinu, tilnefnd til fjölda Golden Globe verðlauna og búist er við fjölda tilnefninga til Óskars- verðlaunanna. n Sambíóin og Háskólabíó Blóð, sviti, tár og heppni Eiturlyf og kynlíf voru í fyrirrúmi í Holly- wood- partíunum fyrir tæpri öld. Flugstjóri svífst einskis til að frelsa farþega sína og komast til dóttur sinnar. The Fabelmans byggir á ævi Spiel- bergs og kynnum af kvik- mynda- gerð. Áhorfand- inn skynj- ar að hér er ekki Holly- wood- endir í uppsigl- ingu. Árið er 1923 og írska borgarastríð- inu er að ljúka. Á eyjunni Insherin við vesturströnd Írlands sinnast þeim Pádraic og Colm, sem hafa verið vinir frá barnæsku. Colm segir Pádraic að honum líki einfaldlega ekki við hann lengur og tilkynnir honum að vináttunni sé lokið. Honum finnst hans gamli vinur of leiðinlegur til að halda áfram í vináttuna. Draumar Colms snúast um að semja tónlist og gera hluti sem halda muni nafni hans á lofti um ókomna tíð. Pádraic er miður sín yfir vinar- missinum og reynir að laga sam- bandið og nýtur til þess liðsinnis systur sinnar, Siobhan, og ungs og vansæls pilts, Dominic, sem býr við ofríki föður síns en gefur Siobhan hýrt auga og gerir hosur sínar grænar fyrir henni. Ekki verður Pádraic þó mikið ágengt og því meira sem hann reynir að endurnýja vináttuna því þrjóskari verður Colm og atburða- rásin vindur sífellt upp á sig. Colm hótar því að í hvert sinn sem hans gamli vinur áreiti hann muni hann klippa af sér einn fingur vinstri handar. Svo fer að hann stendur við orð sín. Myndin er kómedía að vissu marki en þó með kolsvörtum undirtónum og áhorfandinn skynjar vel að væntanlega stefnir ekki í Hollywood-endi. Banshees er tilnefnd til mikils fjölda Golden Globe verðlauna, auk þess sem búist er við fjölda til- nefninga til Óskarsverðlaunanna. n Sambíóin og Bíó Paradís Kolsvört tragikómedía  Frumsýnd: 13. janúar 2023 Aðalhlutverk: Colin Farrell, Brendan Glee- son, Kerry Condon, Pat Shortt og Barry Keoghan Handrit: Martin McDonagh Leikstjórn: Martin McDonagh Plane er runnin undan rifjum sömu framleiðenda og stóðu að baki Angel Has Fallen og Green- land. Gerard Butler leikur Brodie Torrance,flugstjóra sem verður að nauðlenda á einhverjum hættu- legasta stað á jörðinni eftir að farþegaflugvél hans verður fyrir eldingu í miklu óveðri. Hann lendir snarlega í aðstæðum þar sem hver sekúnda skiptir máli og sekúndurnar geta verið það sem skilur milli lífs og dauða. Hann er lentur með áhöfn sína og farþega á stríðshrjáðri eyju og fljótt verður ljóst að það að lifa af nauðlendinguna er bara byrjunin. Hættulegir uppreisnarmenn taka f lesta farþegana í gíslingu og Torrance verður að reiða sig á aðstoð Louis Gaspare, ásakaðs morðingja sem var farþegi um borð sem fangi í fangaflutningum bandarísku alríkislögreglunnar. Ef takast á að bjarga farþeg- unum verður Torrance að leysa Gaspare úr járnum og afhenda honum skotvopn. Hann kemst að því að Gaspare leynir heldur betur á sér. Þessir ólíklegu bandamenn takast á við morðóða sjóræningja og hættulegt landsvæði. Torrance svífst einskis með nýfundnum bandamanni sínum. Hann er staðráðinn í að bjarga farþeg- unum og komast aftur til dóttur sinnar. Butler er kjörinn í hlutverk mannsins sem bregst ekki þegar á reynir, heldur gefur allt sitt og fer langt út fyrir þær skyldur sem honum ber til að ljúka ætlunar- verki sínu. Plane er mynd fyrir þá sem þola spennu. n Sambíóin Spenna af gamla skólanum Steven Spielberg hefur sagt að flestar hans myndir byggi sumpartinn á einhverju sem hann hefur upplifað. The Fablemans er hins vegar byggð á hans eigin ævi, uppvexti og unglingsárum fram á fullorðinsár. Þetta er persónulegasta myndin sem Spielberg hefur gert og að margra mati sú besta. Hún hefur verið tilnefnd til fimm Golden Globe-verðlauna, meðal annars sem besta myndin, besta hand- ritið og besta leikstjórn. Sammy Fabelman fer í fyrsta sinn í kvikmyndahús 1952 og sér óskarsverðlaunamynd Cecil B. DeMille, The Greatest Show on Earth. Hann heillast af myndinni, fær áhuga á kvikmyndagerð og byrjar að taka heimakvikmyndir með Super 8 vél sem pabbi hans á. Fljótlega kemur í ljós að Sammy hefur mikla hæfileika á þessu sviði og er efnilegur. Við fylgjumst með því hvernig hann kvik- myndar og klippir myndir af fjöl- skyldunni, skóla- og skátafélögum sínum og áttar sig á því töfratæki sem kvikmynd er. Fjölskyldusagan er ekki eintóm- ur dans á rósum og að því kemur að foreldrar Sammy skilja vegna þess að móðir hans tekur saman við fjölskylduvin. Sammy hafði áttað sig á því að eitthvað væri í gangi milli þeirra vegna þess að hann hafði myndað þau saman í lautarferð fjölskyldunnar. Hann klippti eina útfærslu af lautar- ferðinni til að sýna fjölskyldunni og svo var til Director’s cut. The Fabelmans er tilnefnd til fjölda Golden Globe-verðlauna og búist er við að hún muni sópa að sér tilnefningum til Óskarsverð- launa. n Sambíóin Persónulegasta mynd Spielbergs Frumsýnd: 13. janúar 2023 Aðalhlutverk: Gerard Butler, Mike Colter, Yoson An, Daniella Pineda og Paul Ben-Victor Handrit: Charles Cumming og J.P. Davis Leikstjórn: Jean-Francois Richet Frumsýnd: 27. janúar 2023 Aðalhlutverk: Michelle Williams, Gabriel La- Belle, Paul Dano, Judd Hirsch, Seth Rogen og Mateo Zoryan Handrit: Steven Spielberg og Tony Kusner Leikstjórn: Steven Spielberg 4 kynningarblað 6. janúar 2023 FÖSTUDAGURKviKmyndir mánaðarinS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.