Fréttablaðið - 06.01.2023, Page 2
Leiðarljós í landi
Í gegn um aldir hefur verið sjófarendum mikilvægt að hafa kennileiti til að styðjast við á för sinni. Vitinn við Skarfabakka í Reykjavík er einn hundraða ljósvita
landsins sem vísa áhöfnum örugga leið í höfn og í faðm ástvina sinna og ættingja. Vitar eru ekki síst mikilvægir í skammdegi vetrarins. fréttablaðið/Ernir
info@arcticstar.is - www.arcticstar.is
Síðumúli 31 - 108 Reykjavik - S: 562-9018 / 898-5618
MARINE COLLAGEN
Kollagen er eitt helsta uppbyggingarprótein líkamans.
Kollagen er að finna í öllum liðum, liðamótum, vöðvum,
sinum og beinum mannslíkamans.
Arctic Star Marine Collagen inniheldur
íslensk sæbjúgu, kollagen úr þorskroði
og C vítamíni.
C vítamín er þekkt fyrir:
• Stuðlar að eðlilegri myndun kollagens
fyrir starfsemi brjósks, beina og húðar.
• Stuðlar að eðlilegri starfsemi tauga-
kerfisins og ónæmiskerfisins.
• Stuðlar að því að verja frumur fyrir
oxunarálagi og draga úr þreytu og lúa.
• Stuðlar að endurnýjun afoxaðs forms
E-vítamíns og auka upptöku járns.
• Stuðlar að eðlilegum orkugæfum
efnaskiptum.
ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA,
Framleiðandi er Arctic Star ehf.
Allar nánari upplýsingar fast www.arcticstar.is
Arctic Star Marine Collagen
Varan fæst í flestum apótekum, heilsubúðum,
Hagkaupum, Fjarðakaup og Heimkaup.is
Einn besti knattspyrnumað-
ur allra tíma, Brasilíumaður-
inn Pelé, var borinn til grafar
í vikunni. Hann kom til
Íslands árið 1991 og var gefin
út bók í kjölfar heimsóknar
hans. Á kápu bókarinnar má
sjá sjónvarpskonuna Sigrúnu
Ósk Kristjánsdóttur.
benediktboas@frettabladid.is
Fólk „Undir hökunni á mér
er Jóhannes Karl og guttinn
með ÍA-bandið er Garðar
Gunnlaugsson,“ segir Sig-
rún Ósk Kristjánsdóttir fjöl-
miðlakona en á forsíðu bókar
um heimsókn Pelé til Íslands
frá 1991, Svörtu Perlunni, er
mynd frá komu hans til Akra-
ness.
Þar er Sigrún Ósk áberandi
fyrir aftan knattspyrnugoðið
sem var lagt til hinstu hvílu í
vikunni. Einnig er á myndinni
Jóhannes Karl Guðjónsson,
aðstoðarlandsliðsþjálfari og
fyrrverandi atvinnumaður í
fótbolta, sem og markahrókurinn
mikli Garðar Gunnlaugsson ásamt
fleiri krökkum frá Akranesi.
„Það fyndna er að ég gat ekki
nefnt einn frægan fótboltamann á
þessum tíma. Ekki til að bjarga lífi
mínu. En ég frétti að það væri ein-
hver þekktur á leiðinni í bæinn og
ég var að safna eiginhandaráritun-
um af miklum móð á þessum tíma.
Þannig að ég lét mig ekki vanta,“
segir hún og skellir upp úr.
Sigrúnu langaði svo mikið að fá
áritun í safnið sitt að hún fékk þá
fyrstu í heimsókn Pelé til Akraness.
Eitthvað sem hún var mjög stolt af.
„Hann bættist í hóp með Bubba,
Kim Larsen, Magnúsi Ver og síðast
en ekki
síst – og
nú má
spenna
belt in,
Össuri Skarphéðins-
syni! Þetta er alvöru hópur,“ segir
Sigrún og getur varla hætt að hlæja.
„Ég gaf reyndar bróður mínum
áritunina einhvern tímann þegar
ég var í spariskapi,“ segir hún, enn
þá örlítið svekkt yfir góðmennsku
sinni.
„Ég man það vel að Pelé hafði
góða áru yfir sér. Hann var rosa-
lega glaður og almennilegur, engir
stælar. Seinna neyddist ég auðvitað
til að lesa þessa bók þar sem ég hafði
rambað á forsíðuna og ég var alveg
smá svekkt að hafa ekki vitað meira
um líf hans þegar ég hitti hann. Ég
sá það að hann hefði alveg átt inni
fyrir stælum, saga hans er náttúru-
lega einstök,“ segir hún.
Sigrún segir að það hafi verið
mikill spenningur fyrir komu Pelé
til Akraness á þessum tíma en hann
fór víða um landið í þriggja daga
heimsókn sinni. „Það voru allir
karlarnir hjá ÍA mun beinni í baki
en venjulega.“
Eftir að hafa verið gerður að heið-
ursfélaga ÍA flaug Pelé til Akureyrar
og þaðan til Egilsstaða. Dagurinn
endaði svo í Vestmannaeyjum.
Sigrún er gift Jóni Þór Hauks-
syni, fyrrverandi landsliðsþjálfara
kvenna og núverandi þjálfara ÍA, og
á tvo gutta sem báðir eru djúpt í fót-
boltafræðunum. En bókin er ekki til
á heimilinu.
„Hún er þó til hjá ömmu. Ég hef
ekki gerst svo fræg að eignast hana
sjálf. En synir mínir, sem eru níu og
tólf ára, vita allt um Pelé sem sýnir
hvað hann er enn þá stór karakter
hjá fótboltaguttum í dag,“ segir for-
síðufyrirsætan Sigrún Ósk. n
Sigrún Ósk á forsíðu bókar
um Íslandsheimsókn Pelé
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sjónvarpskona er á
mynd á kápu bókarinnar um Pelé sem gefin var út
árið 1991. Mynd/Stöð2
kristinnhaukur@frettabladid.is
viðskipti Icelandic Glacial, fyrir-
tæki Jóns Ólafssonar, mun veita
vatnið á Golden Globes-hátíðinni
sem fram fer miðvikudaginn 11.
janúar. Munu bæði hinir tilnefndu
og aðrir gestir dreypa á vatninu sem
kemur úr Ölfusi.
Þetta er í annað skiptið sem
Icelandic Glacial er í samstarfi við
hátíðina, og hefði verið í þriðja
skiptið ef hátíðinni hefði ekki verið
„slaufað“ í fyrra. En hátíðin hafði
hlotið mikla gagnrýni frá konum
og minnihlutahópum, meðal
annars vegna samsetningar dóm-
nefndar. Nú hafa hins vegar verið
gerðar miklar breytingar á skipulagi
hátíðarinnar og verður henni sjón-
varpað á nýjan leik. n
Drekka vatn Jóns
á Golden Globes
Jón Ólafsson býður stjörnunum upp
á íslenskt vatn. fréttablaðið/Valli.
gar@frettabladid.is
reykjavík Finna á nýtt svæði „utan
alfaraleiða og fjarri byggð“ fyrir
skotfélögin tvö í Reykjavík eftir að
þau misstu aðstöðu sína á Álfsnesi.
Borgarráð ákvað í gær að skipa
starfshóp sem gera á tillögu um
lausn fyrir 1. apríl.
„Ekki hefur verið sátt um stað-
setningu skotvallanna og hafa
íbúar verið ósáttir og kvartað
undan hávaðamengun og jarðvegs-
mengun,“ segir í bréfi Dags B. Egg-
ertssonar borgarstjóra.
Kolbrún Baldursdóttir, borgar-
fulltrúi Flokks fólksins, sagði mikil-
vægt að finna lausn sem sátti yrði
um.
„Ef kalla á til sérfræðinga þarf að
vanda val þeirra vel, þannig að þeir
gangi ekki aðeins erinda áhuga-
manna um skotveiði. Erfitt getur
reynst að finna svæði í Reykja-
vík þar sem ekkert mannlíf er í
nágrenninu og þar sem blýmengun
veldur ekki skaða og/eða þar sem
skotæfingar skaða ekki náttúru,“
bókaði Kolbrún. n
Finni skotfélögum á hrakhólum svæði
Skotæfing á Álfsnesi.
Mynd/Jón Mýrdal
2 Fréttir 6. janúar 2023 FÖSTUDAGURFréttablaðið