Fréttablaðið - 06.01.2023, Síða 6
Forstjóri Landsvirkjunar
segir niðurstöðu könnunar
um orkumál ekki koma sér
á óvart. Framkvæmdastjóri
Landverndar efast um for-
sendur fyrir orkuþörf.
kristinnhaukur@frettabladid.is
orkumál Hörður Arnarson, for-
stjóri Landsvirkjunar, og Auður
Önnu Magnúsdóttir, framkvæmda-
stjóri Landverndar, eru ósammála
um túlkun niðurstaðna könnunar
um virkjanir sem Fréttablaðið birti
í gær. Einnig um þörf á orkuvinnslu
og stöðu stóriðjunnar.
Samkvæmt könnuninni, sem Pró-
sent gerði fyrir Fréttablaðið, vilja
66 prósent fleiri vatnsafls- og jarð-
varmavirkjanir á Íslandi, þar af 28
prósent mun fleiri virkjanir. 7 pró-
sent vilja færri virkjanir og 26 pró-
sent svöruðu hvorki né.
„Þetta kemur okkur ekki á
óvart og er mjög í anda þess sem
við skynjum í okkar vinnu,“ segir
Hörður. „Það er þörf fyrir orku í
orkuskiptin og áhugaverðan iðnað
sem vill vera hér á landi, svo sem
matvælaframleiðslu.“
Auður segir hins vegar að könn-
unin beri ekki merki um mikinn
stuðning við virkjanaframkvæmdir.
Stór hluti, 38 prósent, vilji sjá aðeins
fleiri virkjanir sem sé engin bylting.
„Það eru aðeins um 30 prósent sem
vilja mikið fleiri virkjanir.“
Hörður segir að áætlun stjórn-
valda um orkuskipti árið 2040 sé
óraunhæf verði ekki virkjað meira.
Tvöfalda þurfi orkuvinnsluna hér
á landi. „Það þarf einhver orka að
koma í staðinn fyrir milljón tonn
af olíu,“ segir hann. Þá hafi Alþjóða-
orkumálastofnunin bent á að heim-
urinn þurfi að áttfalda endurnýjan-
lega orkuvinnslu.
Landsvirkjun er með f jögur
verkefni í gangi sem greint hefur
verið frá, öll í leyfisveitingarferli.
Hvammsvirkjun í neðri Þjórsá, vind-
orkuver í Búrfellslundi, stækkun á
Þeistareykjum og Sigöldustöð.
„Við höfum sagt að það sé ekki
loku fyrir það skotið að það verði
að virkja meira vegna orkuskipta,“
segir Auður. „Hins vegar höfum við
sagt ítrekað að það sé algjörlega út
í hött að það þurfi að tvöfalda raf-
orkuframleiðslu eins og starfshópur
umhverfisráðuneytis og umhverfis-
ráðherra hefur haldið fram.“
Auður segir að verið sé að gefa sér
alls kyns forsendur, svo sem mikla
aukningu iðnaðar og að Ísland muni
sjá öllu millilandaflugi sem hér fer
um fyrir rafeldsneyti. Lítið sé að
gerast í orkuskiptum í flugi.
Nýting orkunnar til stóriðju og til
gagnavera sem grafa eftir rafmynt-
um hefur verið til umræðu. Hörður
segir gagnaver í rafmynta greftri
afgangsstærð í búskap Landsvirkj-
unar og ekki hluta af framtíðarorku-
sölunni. Annað gildir um stóriðjuna.
„Við viljum styðja við núverandi
viðskiptavini í stóriðju sem eru
grunnurinn að okkar góða rekstri.“
Auður segir að allir virkjanakostir
eigi að fara í faglegt mat og það þurfi
að taka mark á því. Einnig að sumir
virkjanakostir eigi ekki að vera í nýt-
ingarflokki, svo sem Hvalárvirkjun
og Eldvörp. Landvernd hafi sent inn
endurupptökubeiðni þess efnis.
„Samningar við stóriðjuna eru að
losna á næstu 20 árum og við þurf-
um að skoða vel sem samfélag hvort
það sé besta nýtingin á orkunni,“
segir Auður um nýtingu orkunnar. n
Samningar við stór
iðjuna eru að losna á
næstu 20 árum og við
þurfum að skoða vel
sem samfélag hvort
það sé besta nýtingin á
orkunni.
Auður Önnu
Magnúsdóttir,
framkvæmda
stjóri Land
verndar
Stækkun Sig
öldustöðvar ná
lægt Þórisvatni
er eitt af fjórum
verkefnum
Landsvirkjunar.
Mynd/
Landsvirkjun
Hörður Arnar
son, forstjóri
Landsvirkjunar
Ólík sýn á skoðanakönnun
og á framtíð orkuvinnslu
Frumsýning
13. janúar
Tryggðu þér miða
borgarleikhus.is
benediktarnar@frettabladid.is
Heilbrigðismál Undanfarin ár
hefur mælst aukning í svifryks-
mengun á þrettándanum. Víða um
land skjóta Íslendingar þá upp síð-
ustu flugeldunum sínum og kveðja
jólin með brennum.
Svava S. Steinarsdóttir hjá Heil-
brigðiseftirliti Reykjavíkur segir
engar sérstakar ráðstafanir gerðar
fyrir þrettándann, en hún hvetur
fólk til að reyna að draga úr mengun.
„Á þrettándanum erum við ekki
að sjá neitt í líkingu við það sem
gerist á gamlárskvöld. Samt sem
áður hvetjum við fólk til þess að
draga úr notkun f lugelda, því öll
svifryksmengun er óæskileg. Þetta
er mengun sem við erum að búa til
eingöngu okkur til skemmtunar,“
segir Svava.
Reykjavíkurborg hefur ekki gert
neinar sérstakar ráðstafanir fyrir
þrettándann að sögn Svövu.
„Brennurnar eru litlar og fáar,
við höfum litlar áhyggjur af þeim
í stóra samhenginu. Það eru f lug-
eldarnir sem eru stóra svifryksupp-
sprettan,“ segir Svava.
Að sögn Svövu er veðrið mesta
áhyggjuefnið fyrir þrettándann.
„Ef það er lítill vindur og frost-
stillur, þá mælast há gildi af köfn-
unarefnisdíoxíði. Loftgæðin verða
lakari og meira heilsuspillandi
fyrir okkur að anda að okkur úti-
loftinu. Ef hægt er að draga úr ein-
hverri mengun, þá er það allt af
hinu góða,“ segir Svava. n
Mengun sem er aðeins til skemmtunar
Svava S, Stein
arsdóttir, hjá
Heilbrigðiseftir
liti Reykjavíkur
ragnarjon@frettabladid.is
Ve s tm an nae yjar Marg ir er u
farnir að hlakka til þrettándagleði
ÍBV í Vestmannaeyjum sem verður
haldin eftir tveggja ára hlé í kvöld.
Margvísleg dagskrá verður í boði,
þar á meðal flugeldasýning, blysför,
álfabrenna, tröll, jólasveinar, tón-
list og margt fleira en gangan hefst
klukkan 19.00.
Haraldur Pálsson, framkvæmda-
stjóri ÍBV, er einn af skipuleggj-
endum hátíðarinnar og segir undir-
búning ganga vel.
„Það er náttúrulega búið að vera
tveggja ára hlé á öllu. Þetta hefur
gengið ágætlega en það sem hefur
verið að stríða okkur er færðin.
Hún hefur tafið undirbúninginn. En
þetta er allt að smella saman,“ segir
Haraldur en hann telur það rétt að
fáir taki þrettándanum eins alvar-
lega og Vestmannaeyingar og ÍBV.
Haraldur segir að dagskráin
hefjist á Flötunum þar sem kveikt
verður á kertum.
„Svo er labbað upp Illugagötuna
alla og snúið hjá Hvíld niður á mal-
arvöllinn og þar er brennan og tröll-
in eru höfð uppi á bíl sem hafður er
með í göngunni,“ segir Haraldur en
mikill undirbúningur hefur verið í
tröllasmiðju Eyjamanna í vikunni
sem sér um að gera þau tilbúin fyrir
þrettándann. „Jólasveinarnir bætast
svo við aftast þegar þeir koma niður
af fjöllunum. Svo er bæði flugelda-
sýning uppi á Hánni þar sem gang-
an fer af stað og svo líka niðri á
malarvellinum,“ segir hann.
Haraldur segir alla að sjálfsögðu
velkomna á hátíðina.
„Þetta er hálfgerð bæjarhátíð
enda ekkert verið að rukka inn og
Vestmannaeyjabær styður okkur
í þessari vitleysu ef svo má segja,“
segir Haraldur að lokum. n
Spenna fyrir þrettándanum í Eyjum
Mikil vinna
hefur farið fram
í tröllasmiðju
þeirra Eyja
manna í vikunni
fyrir þrettánda
gleðina.
Mynd/aðsend.
6 Fréttir 6. janúar 2023 FÖSTUDAGURFréttablaðið