Fréttablaðið - 06.01.2023, Side 20
Speak No Evil sló í
gegn á Sundance
kvikmyndahátíðinni
2022 og er á stuttlista yfir
myndir sem hljóta
Óskarstilnefningu sem
besta erlenda myndin.
Í myndinni er vísað
til þess að pabbi
Woody Harrelson var
raunverulegur leigu-
morðingi sem drap
dómara í San Antonio.
Titill myndarinnar
er úr ljóðinu Sailing
to Byzantium eftir írska
ljóðskáldið William
Butler Yeats sem var
gefið út árið 1935.
Dönsk hjón, Björn og Louise, eru í
fríi í Toskana á Ítalíu ásamt dóttur
sinni, Agnesi, og kynnast þar hol-
lenskum hjónum, Patrik og Karin,
og syni þeirra, Abel. Það fer afskap-
lega vel á með fjölskyldunum og
eyða þær miklum tíma saman.
Nokkrum vikum eftir heim-
komuna til Danmerkur berst þeim
boð frá hollensku hjónunum um
að heimsækja þau á heimili þeirra,
sem er á afskekktum stað í Hol-
landi. Þau þiggja boðið.
Eftir átta tíma akstur renna þau í
hlað á áfangastað full tilhlökkunar
fyrir heimsókninni. Stuttu eftir
komuna fær Louise þó ónotatil-
finningu vegna aðgerðalausrar
árásargirni (e. passive-aggressive-
ness) gestgjafanna, meðal annars
tillitsleysi Patriks gagnvart því að
hún er grænmetisæta og harkalegri
hegðun hans gagnvart Abel, auk
þess sem Karin blótar mikið.
Heimsóknin er mjög óþægileg
og vandræðaleg en svo fer að Björn
og Louise reyna að vera kurteis og
fallast á að vera áfram. Atburða-
rásin verður æ ógnvænlegri og
augljóst er að ekki er allt sem sýnist.
Ekki líður á löngu þar til ljóst er að
það er spurning um líf og dauða
hvort dönsku fjölskyldunni tekst að
forða sér.
Speak No Evil sló í gegn á
Sundance-kvikmyndahátíðinni
2022 og er á stuttlista yfir myndir
sem hljóta Óskarstilnefningu sem
besta erlenda myndin. Kvikmyndin
er nánast öll á ensku.
Myndin saitur svo sannarlega
í áhorfendum því að hér er um
ein svakalegasta sálfræðitrylli
síðustu ára að ræða og ljóst er að
hún verður ein af umtöluðustu
myndum ársins 2023. n
Bíó Paradís
Ísköld dönsk verðlaunahrollvekja
Fróðleikur
n Hollensku hjónin Karin (Karina Smulders) og Patrik (Fedja van
Huet) eru í alvöru hjón.
n Handritshöfundurinn og leikstjórinn, Christian Tafdrup, fékk
hugmyndina að myndinni þegar hann var í fríi í Toskana og hann
og kona hans hittu vingjarnleg en félagslega vandræðaleg hjón
frá Hollandi. Þegar heim kom fengu þau boð frá Hollandi um að
koma í heimsókn en þáðu ekki, en hugmyndaflug Tafdrups komst
í hæstu hæðir.
Frumsýnd:
12. janúar 2023
Aðalhlutverk:
Morten Burian, Sidsel Siem
Koch, Fedja van Huet og
Karina Smulders
Handrit:
Christian Tafdrup og Mads
Tafdrup
Leikstjórn:
Christian Tafdrup
Kvikmynd Coen-bræðranna No Country for Old Men (2007) er kvikmyndaðlögun bók-
menntaverksins með sama titli eftir hinn magnaða rithöfund Cormac McCarthy. Myndin
hlaut fern Óskarsverðlaun, meðal annars sem besta kvikmynd og fyrir bestu leikstjórn,
og er mögulega ein af bestu myndum 21. aldar.
Fróðleikur um
No Country for Old Men
Dularfullur titill
Dularfullur titill myndarinnar/
verksins er iðulega túlkaður
þannig að nú sé ofbeldi komið á
slíkt stig að það sé ekki skiljanlegt
eldra fólki sem trúir á góð gildi,
rétt eins og lögreglustjórinn Bell
(Tommy Lee Jones). Vel má vera
að eitthvað sé til í því, en svo því
sé haldið til haga er titill myndar-
innar tekinn úr ljóðinu Sailing to
Byzantium (útg. 1935) eftir írsku
þjóðargersemina William Butler
Yeats.
Las ekki handritið
Aðalleikarar myndarinnar eru þeir
Tommy Lee Jones, Javier Bardem,
Josh Brolin (aldrei slæmur hár-
dagur) og Woody Harrelson, sem
fer með hlutverk leigumorðingja.
Sagan segir að Josh Brolin hafi
haft svo mikinn áhuga á að vinna
með þeim Coen-bræðrum að
hann hafi ekki haft fyrir því að lesa
handritið áður en hann samþykkti
að leika í myndinni.
Slasaður í alvöru
Brolin slasaðist í mótorhjóla-
slysi stuttu áður en upptökur
hófust en beið með að fara í
aðgerð til að tryggja að hann
missti ekki af tækifærinu.
Karakter hans, Llewelyn Moss,
er skotinn snemma í myndinni
í þá öxl Brolins sem var löskuð
fyrir, þannig að þessi meiðsl
ljáðu ef til vill leik hans aukinn
trúverðugleika.
Sjaldan fellur eplið …
Hér er ekki úr vegi að nefna – í ljósi
alls tals um kúltúrbörn – að Brolin
er sonur leikarans James Brolin,
sem er giftur Barbra Streisand.
Hann var iðulega kallaður „Lady-
killer“ Brolin í gulu pressunni, svo
myndarlegur þótti hann. Saldan
fellur eplið langt frá eikinni, en
segjast verður eins og er að Josh
Brolin er föðurbetrungur þegar
kemur að leikhæfileikum.
Sonur leigumorðingja
Leikarinn ástsæli, Woody Harrel-
son, leikur leigumorðingjann
Carson Wells í myndinni. Í bókinni
(ekki myndinni) er talað um að
Carson Wells hafi myrt dómara í
San Antonio og nú snúast hlutverk
feðga á hvolf, því að faðir Woodys
var nefnilega lítilsigldur leigu-
morðingi sem drap dómara í San
Antonio.Hér eru feðgarnir James og Josh Brolin á góðri stund ásamt Barbra Streisand, eiginkonu James Brolin og stjúpmóður
Josh. Brolin eldri var mikill hjartaknúsari á yngri árum og kallaður „Ladykiller“ Brolin.
Woody Harrelson, sem leikur leigu-
morðingja, er í raun sonur leigu-
morðingja.
8 kynningarblað 6. janúar 2023 FÖSTUDAGURKviKMyNdir MáNaðariNs