Ótrúlegt en satt - 31.07.1940, Blaðsíða 18

Ótrúlegt en satt - 31.07.1940, Blaðsíða 18
MANNSHÖFUÐ TIL SöLÚ. — Framk af bls. 144. höfuö með rautt skegg og‘ ljóst hár, boðið til sölu í Panama City, og var talið, að það væri af hinum þýska vísindamanni. Það er ekki fyr en tiltölulega nýlega, að hvítir menn hafa komist að leyndardóm Jivaróanna, og Jk> að aðferðin sé dálítið breytileg, meðal hinna ýmsu kynkvísla, þá er hún í höfuðdráttunum á þessa leið: Jafnskjótt og Jivaro-Indíáni hefur vegið óvin sinn, heggur hann af honum höfuðið eins nærri búknum og auðið er; svo fer hann með höfuðið á óhultan stað, þar sem hann hefur um hönd ákveðnar siða- athafnir; því næst gerir hann skurð í höfuðleðrið frá hvirfli og nið- ur að hnakkagróf, og svo fláir hann mjög vandvirknislega skinnið og holdið utan af hauskúpunni. Hann hendir hauskúpunni, en höf- uoskinnið lætur hann á trémót, og dýfir því niður í sjóðandi vatn, svo að það skreppur lítið eitt saman. Að því búnu er hringur úr vínvið saumaður í hálsopið og höfuðið fylt með heitum steinum. Eftir því sem verkinu miðar áfram eru hafðar yfir galdraþulur, cg þegar höfuðið fer að skreppa saman, er notaður heitur sandur, sem haldið er í stöðugri hreyfingu, til að hitinn verki allstaðar jafnt. Hinn brunni vefur er svo skrapaður innan úr höfðinu með hníf, og and- litsfallið lagað, eftir þvi sem höfuðið minkar, svo að það heldur sinum upphaflega svip, enda þótt að það sé orðið mörgum sinnum minna. ★ Jivaro-Indíánarnir taka sig stundum til cg minka heilan manns- líkama, en þS kemur það ekki oft fyrir. Tveir slíkir minkaðir manns- líkamir eru til á söfnum í Bandaríkjunum, annar í Museum of American Indian, hinn í Heye Foundation of New Ycrk. Sá, sem er á safninu í New York er af hvítum manni, spánverja, sem fór að leita að hinum gullna manni — »E1 Hombre Dorada« — en féll í hendur Jivaro- Indíánanna, sem gerðu úr honum »múmíu« þrjá- tíu og einn þumlung á hæð, en upphaflega var hann fimm fet og tíu þumlungar. Það var Benjamin Franklin, sem fann upp »harmonikuna« eða »draggarganið«, er sumir nefna svo. Dýrlingar kaþólsku kirkjunnar eru flestir úr hópi leikmanna. St. Genest, St.. Ardaleon, St. Porphyre, St. Pelagie. I þorpinu Vertud, milli San Salvador og Guatemala, er upp- spretta, er nefnist »Mina de Sangre« — Blóðlindin — vegna þess,, að úr henni rennur vökvi, sem storknar eins og blóð. 166

x

Ótrúlegt en satt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ótrúlegt en satt
https://timarit.is/publication/1765

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.