Ótrúlegt en satt - 31.07.1940, Blaðsíða 14

Ótrúlegt en satt - 31.07.1940, Blaðsíða 14
hernum. En mér fannsl er til kom, að ég’ væi'i enn of skammt á veg kominn á framabraut minni. Ég hafði ásett mér að koma ekki heim fyrr en ég væri orðinn liðsforingi í sjóhernum og það varð ég að efna. Framhald. Leitin að gullnámum Salómós. Renders hugsaði mikið um þessa frásögn Mógómas um gullnám- urnar í fjollunum. Hann reyndi með ýmsu móti að fá það upp úr honum, hvernig unt væri að komast þangað. En það bar engan ár- angur. Mógóma, sagði, að það væri leyndardómur, sem enginn Maka- langi mætti ljóstra upp. Renders fór margar rannsóknarferðir um hinar fornu rústir og fann ýmsa markverða hluti. I kastalanum uppi á hæðinni fann hann herbergi eitt, þar sem gull hafði sennilega verið brætt, því að þar voru enn þá gamlar deiglur, og á víð og dreií fann hann gullmola og skartgripi úr undnum gullvír( mjög hagiega gerða. Virtist alt benda til þess, að þjóðflokkur sá, er bygöi þessa borg, hafi oi’ðið að yfirgefa hana snögglega af einhverjum óvæntum ástæðum. Þessi merkilegi fornmenjafundur heillaði svo hug Renders, ao hann dvaldi í þrjú ár meðal Makalanganna. Hann bygði sér kofa undir bjargi einu, og þar andaðist hann eftir stutta legu, án þess að hafa komist að leyndarmálinu um veginn til gullnámanna í fjöllunum. En sagan um fund Zimbabwe, en svo var þessi forna borg nefnd, barst til Vesíurálfu, og áður en langt um leið, komu vísindamenn til þess að rannsaka hinar fornu rústir. Þeir komust að þeirri nið- urstöðu, að þsssi borg hefði á sínum tíma verið ein af stórborgum heimsins, pg að allar líkur bentu til þess, að þar hefðu fjárhirslur Salómós konungs verið. Ekkert hefir samt fundist í Zimbabwe, sem gæti bent til þess hvar námur Salómós hafi verið. 1 hæðunum umhverfis borgina hafa að vi'su fundist gömul námugöng, og úr þeim hefur bersýnilega veriö unnio gull á hðnum öldum, en þau eru ábyggilega ekki guli- hellar þeir, sem leitað hefur verið að svo öldum skiftir. Salómó hlýt- nr að hafa fengið auð sinn úr ríkari námum. En ef hinir fornu múrar Zimbabwe-borgar gætu talað, mundu þeir vafalaust geta sagt. heillandi sögur af dýrð þeirri, er þar ljóm- aði fyrir þrjú þúsund árum. Framhald. 152 OTRÖLEGT — EN SATT

x

Ótrúlegt en satt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ótrúlegt en satt
https://timarit.is/publication/1765

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.