Sambandstíðindi - 01.04.1939, Page 1

Sambandstíðindi - 01.04.1939, Page 1
SAMBANDSTIÐINDI ÚTGEFANDI: VERKAMÁLARÁÐ ALÞÝÐUSAMBANDS ÍSLANDS I. ÁRG. REYKJAVÍK, 1. APRÍL 1939 1. TBL. VERKAMÁLARÁÐ ALÞÝÐUSAMBANDS fSLANDS, hefir ákveðíð að ráðast í útgáfu pessa blaðs. Er pað tilraun til þess að bœta úr peirri vöntun, sem hingað til hefir verið á blaði, sem ein- göngu vœri œtlað verkalýðsfélögunum. Blaðið mun flytja stuttar greinar um verkalýðsmál, birta helztu atriði úr samningum milíi verka- lýðsfélaga og atvinnurekenda, útdrátt úr dómum Félagsdóms o. s. frv, Auk þess mun blaðið birta ýmsar skýrslur um kaupgjald o. p. h., eftiz pví sem föng verða á, svo og fréttir frá félögunum. — Ætlunin er að blaðið komi út mánaðarlega, að minsta kosti 9—10 mánuði ársins og verði selt víð svo vægu verði, að öllu verkafólki sé kleift að gerast áskrifendur að pvi, Verkamálaráðið vœntir pess, að pessari viðleitni til pess að auka pekkingu félagsmanna og styðia að meira sambandi milli peirra, verði svo vel tekið, að trygt verði að blaðið geti komið út reglulega, en pað verður pvi að eins, að verkalýðurinn sýni pá stéttvísi að útbreiða blaðið svo sem framast er unnt. Markmiðið á að vera: „Sambandstiðindi“ inn á hvert verkalýðsheimili. Hið innra starf stéttarfélaganna -----»----- Hið venjulega skipulagsbundna starf innan stéttarfélaganna lýtur sömu reglum og störf annara fé- laga. En stéttarfélagi ber meiri nauðsyn til þess en nokkru öðru félagi að hafa reglu og skipulagn- ingu í öllum sínum störfum. Eitt af fyrstu boðorðum stéttarfélags- ins er að varðveita daglega rétt- indi verkamanna á vinnustaðnum og gæta þess, að samningum við- víkjandi launa- og vinnuákvæðum o. s. frv. sé fylgt út í yztu æsar. Brjóti vinnuveitandinn gerðan samning á einn eða annan hátt, skal því þegar í stað mótmælt og honum gefinn kostur á þvi að leiðrétta það strax. Heppnist þetta eigi, skal málinu þegar skotið til verkamálaráðs. Oft getur það ver- ið hyggilegt að snúa sér fyrst til stjórnar viðkomandi fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna á staðnum, og ef mögulegt er, að fá málið leyst fyrir hennar atbeina. Nokkru áður en samningar eru útrunnir, er venja að leggja fyrir stéttarfélögin spurninguna um það, hvort samningnum skuli sagt upp. Verði sú leiðin valin, þarf fé- lagið að ræða þær kröfur, sem gerðar skulu af hálfu verkamanna viðvíkjandi nýjum samningi, og að endingu hvort grípa skuli til þeirra ráða að leggja niður vinnu. Þegar um jafnmikið vandamál er að ræða, ber brýna nauðsyn til, að unnið sé af fyllstu nákvæmni og samvizkusemi. Um leið og samn- ingum er sagt upp, er friðurinn í raun og veru rofinn. Baráttan er hafin. Áður en sóknin hefst, þurfa menn að kynna sér styrk andstæð- inganna af fremsta megni, engu síður en sinn eigin styrk. Jafnan skal vega og meta þá möguleika, sem fyrir hendi eru, og rannsaka eins vel og hægt er hvort þeir muni leiða til sigurs eða ósig- urs. Þá en fyr ekki er von til þess að hinn rétti grundvöllur finnist. Sé málið tekið til meðferðar á þennan hátt, geta menn verið miklu öruggari er þeir hefja bar- áttuna, hnígi öll rök í þá átt, að það sé hyggilegasta leiðin. Áður en vinna er lögð niður, þarf að kjósa verkfallsráð, hafa viðbúnað með tilliti til þess, að verkfallsverðir séu settir á vinnu- stöðvarnar o. s. frv. Ef á sama stað eru fleiri en eitt félag innan sam- bandsins, sem lagt hafa niður vinnu, kjósa þau sér í sameiningu yfirstjórn, sem stjórnar verkfall- inu á staðnum. Þessi yfirstjórn verður einnig að ákveða baráttu- aðferðir á meðan á verkfallinu stendur. Menn verða að gera sér það ljóst hve mikla þýðingu almennings- álitið getur haft fyrir farnað og árangur verkfallsins. Það, sem fyrst og fremst ber að stefna að, er það, að baráttan og alt, sem að henni lýtur, mæti skilningi og hrifni hjá hinum vinnandi stétt- um. Nauðsynlegt er að kalla verkamenn þá, sem þátttakendur eru í verkfalliriu, saman á fundi og taka þar til meðferðar alt það, sem þýðingu getur haft í sambandi við verkfallið. Einnig hefir það mikla og raunhæfa þýðingu, að bjartsýni og baráttugleði ríki með- al verkamannanna. Stéttarfélögin verða að gera sér það ljóst, að aðrar baráttuaðferðir en verkföllin eru einnig til, bar- áttuaðferðir, sem verkamenn geta undir vissum kringumstæðum notað með góðum árangri. Slíkar baráttuaðferðir geta, ef sérstök

x

Sambandstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sambandstíðindi
https://timarit.is/publication/1767

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.