Sambandstíðindi - 01.04.1939, Side 8

Sambandstíðindi - 01.04.1939, Side 8
8 gildir, en stefndur verði dæmdur til að greiða þeim kaup samkvæmt samningi Starfsmannafélagsins Þór við stjórnarnefnd ríkisspítal- anna dags. 8. maí 1936, 1. gr. 3. fl. frá upphafi starfstíma þeirra hvors um sig. Jafnframt hefir hann gert kröfu um að stefndur verði dæmdur í sekt til ríkissjóðs. Loks hefir hann krafist þess að stefndur verði dæmdur til að greiða málskostnað að skaðlausu samkv. taxta M.F.f. Stefndur hefir haft uppi þá kröfu, að málinu verði vísað frá Félagsdómi. Hefir hann haldið því fram að Starfsmannafélagið Þór gæti ekki talist stéttarfélag í merkingu laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur og samningur þess við stefndan sé því ekki vinnusamningur, sem fara skuli með samkvæmt þeim lögum. Hefir hann fært að þessu þau rök, að félagið sé stofnað utan um spít- ala og ríkisbú, sem stefndur sé í forsvari fyrir, það sé lokað öðrum en starfsmönnum þeirra og þess vegna starfsmannafélag ákveðins fyrirtækis, en ekki alment stétt- arfélag. í annan stað hefir hann talið, að starfsmenn stefnds, sem í félaginu eru, séu samkvæmt lög- um nr. 33/1915 um verkfall opin- berra starfsmanna opinberir sýsl- unarmenn og sé þeim því óheimilt að taka þátt í vinnustöðvun, en fé- lagsskapur slíkra manna geti ekki talist stéttarfélag. Samkvæmt 2. gr. laga félagsins eru meðlimir þess þeir, ,.sem starfa við sjúkrahús og ríkisbú Reykja- víkur og nágrennis“. Þó hefir fé- lagið ekki látið til sín taka af- skifti af málefnum allra þeirra manna, er við þær stofnanir starfa, heldur einungis ákveðinn starfs- mannaflokk, eins og fram kemur í samningnum 8. maí 1936 og ein- ungis þeir starfsmannaflokkar taka þátt í félaginu. í málflutn- ingnum var það upplýst, að auk þess sem starfsemi félagsins snýr að stefndum, hefir það einnig hagsmuna að gæta við aðrar spít- alastofnanir á félagssvæðinu, og félagsmenn starfandi þar. Þannig var við stofnun félagsins einn af SAMBANDSTÍÐINDI stjórnarmönnum þess starfsmaður annars fyrirtækis. Hinn 3. júní 1936, eða tæpum mánuði eftir að samningurinn við stefndan var undirskrifaður, gerir félagið ann- an samning við St. Jósepsspítala að Landakoti um kaup og kjör fé- lagsmanna sinna þar, og er hann énnþá í gildi. Það verður því ekki litið svo á, að félagið sé starfs- mannafélag ákveðins fyrirtækis, né heldur, þegar af þeirri ástæðu, að það sé ekki hæft til fyrirsvars sem stéttarfélag vegna þess að því sé meinað að lögum að taka þátt í vinnustöðvun. Ber því að viður- kenna félagið serri stéttarfélag í þeirri merkingu, sem verður að leggja í það orð samkvæmt lögum nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur, og að samningur þess sé vinnusamningur samkvæmt 2. lið 44. gr. nefndra laga, og ber þess vegna að hrinda frávísunar- kröfu stefnds. Þá hefir stefndur krafist sýknu í málinu, fyrst og fremst með þeim rökum, að þar sem félagið ekki sé stéttarfélag, þá geti samningur þess ekki orðið til að ógilda ráðn- ingarsamninga þeirra Gunnars Guðmundssonar og Jónasar Jónas- sonar, samkvæmt 7. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnu- deilur. Eins og áður segir verður rétturinn að líta svo á að félagið sé löglegt stéttarfélag, og verður af þeim sökum þessi sýknuástæða ekki tekin til greina. í annan stað hefir hann haft uppi þá sýknuástæðu, að jafnvel þótt svo yrði talið, að félagið væri stéttarfélag, þá færu ráðningar- samningar þeirra Gunnars Guð- mundssonar og Jónasar Jónssonar ekki í bága við samninginn 8. maí 1936. Þeir hafi báðir verið ráðnir til spítalans sem hjúkruanrnemar, en ekki sem fullgildir hjúkrunar- menn. Samningurinn 8. maí 1936 taki hins vegar einungis til full- gildra hjúkrunarmanna. Svo virðist, sem stefndur hafi ætlað þeim Gunnari Guðmunds- syni og Jónasi Jónassyni hið lægra kaupið í 6 mánuði, en lofað að fastráða þá sem fullkomna hjúkr- unarmenn að þeim tíma liðnum, og þá með fullu kaupi hjúkrunar- manna, samkvæmt samningnum 8. maí 1936. í málinu er það upplýst, að um eiginlegt hjúkrunarnám, er leiði til prófs sem hjúkrunarmaður eða sérstakrar viðurkenningar í slíku starfi, er ekki að ræða og stefndur hefir ekki fært fram neinar líkur fyrir því að menn ekki geti leyst störf hjúkrunar- manna af hendi án sérstaks náms. Stefnandi hefir aftur tilfært þess dæmi, að ráðnir hafi verið til spít- alanna ólærðir menn með fullu kaupi þegar frá byrjun. Verður og ekki séð að auðvelt sé að setja glögg mörk á milli slíks náms og starfs. Það verður ekki talið skifta máli, hvaða heiti stefndur hefir valið mönnunum við ráðningu þeirra, heldur einungis hvert er raunverulegt starf þeirra í þjón- ustu hans. Heldur ekki verður annað séð en samningurinn 8. maí 1936 sé tæmandi um þá starfs- mannaflokka, er hann tekur til. Þeir verða því að áliti dómarans að teljast falla undir ákvæði samningsins um hjúkrunarmenn og ber þeim því það kaup og þau kjör, sem hann tilskilur. Verða kröfur stefnanda því að þessu leyti teknar til greina. Hins vegar þykir ráðning þeirra ekki gerð með þeim hætti að stefndur, stjórnarnefnd ríkisspít- alanna, hafi bakað sér refsiá- byrgðar og ber því að sýkna stefndan af refsikröfu stefnanda. Eftir þessum málsúrslitum ber að dæma stefndan til að greiða stefnanda málskostnað, er ákveðst kr. 200,00. Því dæmist rétt vera: Stefndum, stjórnarnefnd ríkis- spítalanna, skal skylt að greiða þeim Gunnari Guðmundssyni og Jónasi Jónassyni kaup samkvæmt samningi hans við starfsmannafé- lagið Þór, dags. 8. maí 1936, 1. gr. 3. flokki frá upphafi ráðning- artíma þeirra hvors um sig. Stefndur greiði stefnanda kr. 200,00 í málskostnað innan 15 daga frá lögbirtingu dóms þessa að viðlagðri aðför að lögum.

x

Sambandstíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sambandstíðindi
https://timarit.is/publication/1767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.