Fréttablaðið - 18.01.2023, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 18.01.2023, Blaðsíða 1
| f r e t t a b l a d i d . i s | Frítt 2 0 2 3 HALLDÓR | | 14 PONDUS | | 20 Listræn sýning um efri árin 1 2 . t ö L U b L A ð | 2 3 . á R g A N g U R | M I ð V I K U D A g U R 1 8 . j A N ú A R líFið | | 24 menning| | 22 Fréttir | | 2 Íslandsvinur safnar fyrir börn í Nepal tímamót | | 18 Gæðastund með list og bakkelsi Bláa hafið kveður Kristianstad | 1. sætið í ánægju- voginni 6 ár í röðTAKK Heilbrigðisstarfsfólk er vart um sig vegna afleiðinga sem alvarleg atvik geta haft í för með sér að sögn formanns félags hjúkrunarfræðinga. jonthor@frettabladid.is HeILbRIgðISMáL Ýmsir kerfislegir þættir, líkt og undirmönnun og aðrar starfsaðstæður, verða til þess að alvarleg atvik eiga sér stað í heil- brigðiskerfinu. Þetta segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga. „Þegar starfsum- hverfið er svona erfitt er varla hægt að tryggja öryggi og góða þjónustu.“ Á mánudag var greint frá því að hjúkrunarfræðingur hefði neitað sök í máli þar sem hún er ákærð fyrir að hafa svipt sjúkling lífi með því að þröngva ofan í konu tveimur flöskum af næringardrykk á meðan aðrir héldu henni niðri að skipan hjúkrunarfræðingsins. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lög- maður hjúkrunarfræðingsins, segist hafa lagt fram bókun þar sem kraf- ist er öflunar og afhendingar gagna í málinu. Þar á meðal sé matsgerð rannsóknarstofu í lyfja- og eitur- efnafræði. Að sögn Vilhjálms er vísað til matsgerðarinnar í gögnum málsins en hún ekki lögð fram. Þá segir Vilhjálmur hafa komið til tals að læknir og hjúkrunarfræð- ingur yrðu meðdómsmenn. Guðbjörg bendir á að Ísland sé að verða síðasta Norðurlandaþjóðin til að breyta refsiábyrgð í heilbrigðis- kerfinu. Þó að málið sé í vinnslu segir hún kominn tíma á að frum- varpið líti dagsins ljós. „Það verður að tryggja að ekki sé farið gegn einstaklingum heldur kerfinu þegar alvarleg atvik eiga sér stað,“ segir Guðbjörg sem segist ekki geta tjáð sig um mál hjúkrunarfræð- ingsins sem um ræðir. Guðbjörg segir að heilbrigðis- starfsfólk sé orðið vart um sig vegna slæmrar mönnunar og starfsum- hverfisins. „Þau vita manna best hvað þetta þýðir fyrir þau. Þau vita hvað er í húfi,“ segir hún. Heilbrigðisstarfs- fólk spyrji sig hvað geti gerst á næstu vakt og lifi í ótta vegna ástandsins. „Maður mætir á sína vakt og gerir sitt besta, en ef það gerist eitthvað á vaktinni, vegna einhvers eins og undirmönnunar, getur maður verið sóttur til saka. Þetta er daglegur raunveruleiki heilbrigðisstarfs- fólks,“ segir Guðbjörg. n Stöðugt í ótta um saksóknir Þau vita manna best hvað þetta þýðir fyrir þau. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga Stillt var, kalt og fallegt við Rauðavatn í gær þar sem gönguskíðakona geystist áfram. Í lok vikunnar er hins vegar spáð hlýindum og asahláku. Fréttablaðið/Valli HúSNæ ðISM áL Hægt er að fá nýbyggingar og endurbætur Svans- vottaðar hér á landi, en slík vottun gefur til kynna að fagaðili hafi gengið í ábyrgð fyrir rakavörn. Sérfræðingur í teymi hringrásar- hagkerfis hjá Umhverfisstofnun segir mikilvægt að setja rakaforvörn í forgang við byggingu mannvirkja til að stemma stigu við raka- og mygluvandamálum. „Þetta er umhverfisvottun sem gerir meðal annars kröfur um rakaforvörn á hönnunar- og bygg- ingartíma, en það er í raun hægt að votta bæði nýbyggingar og endur- bætur. Það þarf að skila gögnum inn fyrir dagsbirtuútreikninga, orku- útreikninga, alls konar gæðaferla varðandi framkvæmdina og f leira. En ég myndi segja að rakavörnin væri kannski stóri þátturinn,“ segir Bergþóra Kvaran, sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun. sjá síðu 6 Rakavörn sé forgangsatriði

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.