Fréttablaðið - 18.01.2023, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 18.01.2023, Blaðsíða 32
frettabladid.is 550 5000 RitstjóRn ritstjorn@frettabladid.is AuglýsingAdeild auglysingar@frettabladid.is PRentun & dReifing Torg ehf. 2022 - 2025 Vatnagörðum 14 104 Reykjavík litrof@litrof.is 563 6000 litrof.is UMHVERFISVÆN PRENTUN Láru G. Sigurðardóttur bakþankar | „Ég þrái frelsið,“ er algengt svar frá fólki sem hneppt er í fjötra fíkni- efna. Enn sem komið er hef ég ekki hitt þá manneskju sem ætlaði sér markvisst að ánetjast fíkniefni. Yfir- leitt byrjar þetta með fikti og áður en maður veit af hefur fíkniefnið náð heljartökum á heilabúinu. Hjá langflestum gerist þetta fyrir 25 ára aldur – áður en framheilinn hefur tekið út fullan þroska til að hafa vit fyrir okkur. Ásamt áfengi er nikótín algeng- asta fíkniefnið sem fólk ánetjast, enda hvort tveggja löglegt. Síðustu ár hafa nikótínpúðar sveimað um skólahverfin líkt og lúsmýið í sumarbústaðahverfunum. „Íslenski draumurinn“ er orðinn að veru- leika. Kaupsýslumenn mala gull líkt og Tóti í bíómyndinni. Sala á búlgörsku sígarettunum gaf svo vel að Tóti keypti sér íbúð, Range Rover og jakkaföt. En peningar eiga það til að byrgja sýn á það sem rétt er, enda þekkt að eina fólkið sem neitar skaðsemi nikótíns eru framleið- endur og sölumenn þess. Ákveðin tímamót urðu þó í fyrra þegar raf- sígarettuframleiðandinn Juul játaði sök. Juul sættist á að borga sem sam- svarar 62 milljörðum króna fyrir að beina markaðssetningu nikótíns til barna undir lögaldri og gera lítið úr skaðsemi þess. Þetta voru smá- peningar fyrir Juul. Ljóst er að fíkniefnið nikótín sem nú herjar á börnin er ekkert að fara á næstunni. Líkt og í bíómyndinni „Íslenski draumurinn“ bjóða sölu- menn nikótíns sífellt fram nýjar og spennandi vörur. Því er mikilvægt að vera upplýstur og klukkan 20 í kvöld verður málþing í Hörpu um áhrif nikótíns á heilastarfsemi og heilsu barna. Það er okkar fullorðna fólksins að vísa unga fólkinu veginn að frelsi frá fíkninni. Verið hjartan- lega velkomin! n Íslenski draumurinn 1. sætið í ánægju- voginni 6 ár í röðTAKK

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.