Fréttablaðið - 18.01.2023, Page 6

Fréttablaðið - 18.01.2023, Page 6
Okkur er alvara með að halda gin- og klaufa- veiki og öðrum sjúk- dómum frá landinu. Murray Watt, landbúnaðar­ ráðherra Ástralíu Nýju lögin tóku gildi um helgina og banna einnig auglýsingar og kynningar á tóbaks- vörum. Sífellt fleiri sækja sér blaðið á PDF-formi eða í appi og hafa þannig blaðið alltaf við hönd- ina. Jón Þórisson, forstjóri Torgs gar@frettabladid.is ástralía Spænskur maður var sektaður um tæplega hálfa milljón króna og rekinn úr landi er hann var staðinn að því að vera með smáræði af kjöti og osti við komuna til Ástr- alíu. Samkvæmt frétt SBS News í Ástr- alíu braut Spánverjinn, sem er tví- tugur að aldri, gegn hertum lögum um lífrænt öryggi Ástralíu. Á flug- vellinum í Perth hafi komið í ljós að hann hefði ekki skráð 275 gramma svínapylsu, 665 grömm af svínakjöti og um það bil 300 grömm geitaosts sem hann hafi haft meðferðis. Áðurnefndum lögum er ætlað að vernda lífríki Ástralíu fyrir sjúk- dómum og skaðvöldum utan frá. Haft er eftir Murray Watt landbún- aðarráðherra að hann telji þessi ströngu viðurlög ekki munu fæla ferðamenn frá. „Ég held að mikill meirihluti ferðamanna muni fara rétt að og gefa upp hluti sem geta haft hættu í för með sér fyrir lífríkið þegar þeir koma en það var einmitt það sem þessi náungi gerði,“ sagði Watt að sögn SBS News. „Okkur er alvara með því að halda gin- og klaufaveiki og öðrum sjúk- dómum frá landinu og ferðamenn þurfa að muna það ef þeir eru að reyna að komast inn í Ástralíu,“ bætti landbúnaðarráðherrann við. Að því er segir í frétt SBS News myndi það kosta ástralskt efnahags- líf jafnvirði 11.400 milljarða króna ef gin- og klaufaveikifaraldur brytist út í landinu. n Hálf milljón og brottvísun fyrir kjöt Þessi varningur varð tvítugum Spánverja að falli í Ástralíu. Mynd/Aðsend gar@frettabladid.is Noregur Rannsóknardeild lög- reglunnar í Noregi vill sem fyrst fá að yfirheyra mann sem kom ólög- lega inn í landið frá Rússlandi um Finnmörku og kveðst vera með- limur svokallaðrar Wagnersveitar. Maðurinn sem um ræðir heitir Andrej Medvedev og var hand- tekinn aðfaranótt 13. janúar síðast- liðins. Hann hefur óskað eftir hæli í Noregi. Wagnersveitin er einkaher- lið með málaliðum sem látið hafa til sín taka fyrir hönd Rússa eftir inn- rás þeirra í Úkraínu. Norska rann- sóknarlögreglan vill fá upplýsingar frá Medvedev um þetta tímabil. n Málaliði Wagner svari lögreglunni Andrej Medvedev. arnartomas@frettabladid.is MeXíKÓ Reykingar hafa nú verið bannaðar í almenningsrýmum í Mexíkó. Bannið, sem er eitt það strangasta sinnar tegundar, nær yfir hótel, strandir, almenningsgarða og öll önnur almenningsrými. Svipað bann mun ná yfir rafmagnssígar- ettur og veippenna. Nýju lögin tóku gildi um helg- ina og banna einnig auglýsingar og kynningar á tóbaksvörum, þar á meðal að auglýsa þær til sölu. Mexíkó hefur áður bannað reyking- ar á öldurhúsum, veitingastöðum og vinnustöðum. Reykingabannið hefur verið umdeilt meðal Mexíkóa. Sumir vilja meina að lögin séu of ströng þar sem þau takmarki tóbaksnotkun svo gott sem við heimili fólks en aðrir velta því fyrir sér hvort hægt sé að framfylgja þeim. Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar, fagnaði stefnu Mexíkó og hvetur önnur lönd til að fylgja fordæmi þess í tóbaks- málum. n Reykingar bannaðar á almannafæri í Mexíkó Sumir vilja meina að bannið sé of strangt. fréttAblAðið/getty einar@frettabladid.is fjölMiðlar Nýtt met var sett í síðustu viku er 111.474 notendur heimsóttu Fréttablaðið.is að meðal- tali á degi hverjum. Umferð á vefinn hefur aukist jafnt og þétt undan- farnar vikur. Um áramótin voru gerðar breyt- ingar á fyrirkomulagi dreifingar Fréttablaðsins sem fólu í sér að hætt var að dreifa blaðinu inn á heimili fólks á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Er blaðið nú aðgengilegt á 150 fjölförnum stöðum auk þess sem því er dreift til ýmissa stórra vinnustaða og heimila. Þessi breyting hefur leitt af sér aukinn áhuga lesenda á að nálgast blaðið á netinu og lesa nú f leiri þúsund manns blaðið á netinu á hverjum degi. „Breytt dreifing Fréttablaðsins frá áramótum hefur þau ánægju- legu hliðaráhrif að sífellt f leiri sækja sér blaðið á PDF-formi eða í appi og hafa þannig blaðið alltaf við höndina á stað og stund sem þeim hentar, enda er það bæði þægileg og örugg leið til að fylgjast með því sem efst er á baugi hvern dag,“ segir Jón Þórisson, forstjóri Torgs, útgáfu- félags Fréttablaðsins. n Lestur á vef Fréttablaðsins slær met Mikilvægt að rakavörn mannvirkja sé í forgangi Hægt er að fá nýbyggingar og endurbætur Svansvottaðar hér á landi, en slík vottun gefur til kynna að fagaðili hafi gengið í ábyrgð fyrir rakavörn. Sérfræðingar hjá Umhverfis- stofnun segja mikilvægt að setja rakaforvarnir í forgang við byggingu mannvirkja til að stemma stigu við raka og mygluvandamál. erlamaria@frettabladid.is HúsNæðisMál Umhverfisstofnun kynnir til sögunnar lausn í barátt- unni gegn raka og myglu í mann- virkjum, sem árlega veldur fólki gríðarlegu tjóni, bæði fjárhagslegu og heilsufarslegu. Nú er hægt að fá byggingar og önnur mannvirki Svansvottuð, sem gefur til kynna að fagaðili hafi gengið í ábyrgð fyrir rakavörn. Bergþóra Kvaran, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir Svans- vottunina gera strangar kröfur til ýmissa þátta, einkum þeirra sem snúi að rakavörn. „Þetta er umhverfisvottun sem gerir meðal annars kröfur um rakaforvarnir á hönnunar- og bygg- ingartíma, en það er hægt að votta bæði nýbyggingar og endurbætur. Það þarf að skila gögnum fyrir dags- birtu- og orkuútreikninga og ýmsa gæðaferla varðandi framkvæmd- ina. En rakavörnin er kannski stóri þátturinn,“ segir Bergþóra. Þá sé sú krafa einnig sett fram að skipa skuli rakavarnarfulltrúa sem sé falið að setja upp rakavarnar- áætlun sem verktaka sé svo skylt að fara eftir, undir eftirliti rakavarnar- fulltrúa. „Rakavarnarfulltrúi gerir raka- varnaráætlun sem snýst um að velja byggingarefni rétt á byggingarstað og reikna út og áætla útþornunar- tíma byggingarefna. En það hefur gerst alltof oft að útþornunartím- anum er ekki fylgt eftir, þannig að gólfefni er kannski lagt ofan á blauta steypu,“ segir Bergljót Hjartardóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Að sögn Bergþóru hefur það verið vandamál hér á landi á undan- förnum árum að byggingar hafi annaðhvort verið smíðaðar of hratt eða ekki haldið nægilega vel við, sem hafi oftar en ekki í för með sér vandamál vegna raka og myglu. „Þetta er flókið vandamál og getur verið allt frá því húsið var hannað og þar til eigandi tekur við og loftar ekki nægilega vel út. En stóra vanda- málið í mörgum af þeim skólum og leikskólum sem eru að lenda í bæði rakaskemmdum og myglu er mögulega vegna viðhalds, en líka að útþornunartíminn fær ekki að vera nægilegur,“ segir Bergþóra. „Það er oft pressa á verktaka að klára verkefnið á ákveðnum tíma, þannig að verkkaupi þarf líka að vera svolítið meðvitaður um þetta. Að það þurfi kannski að taka aðeins meiri tíma í hlutina til að lenda ekki í rakaskemmdum eða myglu í fram- tíðinni, því það er líka dýrt,“ bætir hún við. Bergljót segir fjöldann allan af umsóknum í gangi þar sem verið sé að byggja Svansvottað húsnæði. Þá séu opinberir aðilar farnir að sýna vottuninni meiri áhuga en áður. „Við erum að reyna að lyfta þessu upp núna, að rakavörn bæði endur- bóta og nýbygginga, sérstaklega í þessum byggingum sem snúa að börnum og öðrum viðkvæmum hópum, sé tryggð,“ segir Bergljót. „Í dag erum við með gríðarlega mikið magn af umsóknum í gangi þar sem er verið að byggja fjöldann allan af Svansvottuðum íbúðum, fjölbýlishúsum og skólum. Þannig að ég get séð fyrir mér að eftir nokk- ur ár verði þetta meira á almennum markaði. Kaupendur geta þá valið um að kaupa annaðhvort Svans- vottað eða ekki, sem er náttúrulega bara ákveðinn gæðastimpill,“ bætir hún við. n Kröfur um Svansvottun Svansvottaðar byggingar og endurbætur uppfylla kröfur um rakaforvarnir á hönnunar­ og byggingartíma. Kröfurnar kveða á um að skipa skuli rakavarnarfulltrúa sem uppfyllir ákveðin skilyrði um reynslu og menntun og skal hann sjá um að setja upp rakavarnaráætlunina. Verktaka er svo skylt að fara eftir áætluninni undir eftirliti rakavarnarfulltrúa. Í rakavarnaráætluninni þarf eftirfarandi að koma fram: n Val á efni og tækni sem hafa áhrif á raka og raka­ varnir. n Að byggingarefni sé varið á byggingarstað. n Áætlaður útþornunartími mismunandi byggingar­ hluta. n Þornun byggingarefna tryggð. n Ákvarða hæsta leyfilega rakastig byggingarefnis. Bergljót Hjartardóttir og Bergþóra Kvaran, sérfræðingar í teymi hringrásar­ hagkerfis hjá Umhverfisstofnun. fréttAblAðið/ernir 6 FRéttiR FRÉTTABLAÐIÐ 18. jAnúAR 2023 MiÐViKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.