Fréttablaðið - 18.01.2023, Síða 10

Fréttablaðið - 18.01.2023, Síða 10
Það er orkusölum í sjálfsvald sett hvernig verðlagningu verður háttað. Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskiptaþróun- ar hjá HS Orku Þetta evrópska kerfi er eina opinbera vott- unarkerfið sem við höfum. Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafull- trúi Landsvirkj- unar Verðið fyrir vottunina mun fljótlega fara að endurspegla markaðs- verð upprunaábyrgða, og við vitum ekki hvernig það þróast. Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmda- stýra Orku náttúrunnar GÍRAR - FÆRIBÖND - RAFMÓTORAR - LEGUR 588 80 40 www.scanver.is RAFMÓTORAR Samkvæmt breytingu á sölu- kerfi upprunaábyrgða þurfa íslenskir raforkusalar nú að greiða orkuframleiðendum fyrir græn upprunavottorð. Upplýsingafulltrúi Lands- virkjunar segir einungis um bókhaldskerfi að ræða sem hugsað er fyrir samtengdan evrópskan markað. Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, telur ólíklegt að breytingar á af hend- ingu upprunavottorða komi til með að hækka raforkuverð heimila á Íslandi. Hún segir hins vegar að það sé alltaf ástæða til að vera á varðbergi og fylgjast vel með öllum mögulegum verðhækkunum. Landsvirkjun hætti um áramótin að afhenda græn vottorð til smásala raforku á Íslandi án endurgjalds og verða vottorðin þess í stað seld á evrópskum markaði. Það þýðir að íslenskir raforkusalar, eins og Orka náttúrunnar og HS Orka, munu ekki geta markaðssett þá orku sem keypt er af Landsvirkjun sem græna nema fyrirtækin greiði fyrir það. Sölukerfi upprunaábyrgða var upphaflega hannað fyrir evrópsk- an orkumarkað, sem er allur sam- tengdur. Tilgangurinn er að hvetja til grænnar orkuvinnslu með því að verðlauna græna framleiðendur með ákveðnu bókhaldskerfi sem gerir þeim kleift að fá meiri peninga fyrir vöru sína, hvort sem varan sjálf er afhent eða ekki. Fy rirtæk i á Spáni hefur til dæmis tækifæri til að kaupa upp- runaábyrgð frá norskri vindmyllu þó svo að spænska fyrirtækið noti kol. Norski orkuframleiðandinn fær þar með meiri peninga fyrir framleiðslu sína á endurvinnan- legri orku og spænska fyrirtækið getur sýnt fram á að það styðji græna orku. Mismunandi útreikningar Ragnhildur segir raforkuverðið sjálft einungis vera fjórðung af þeirri upphæð sem kemur fram á rafmagnsreikningnum. Meirihluti reikningsins sé flutningur, dreifing og skattar og þýðir það að stefnu- Ekki útlit fyrir verðhækkanir á raforku Íslenskir raforkusalar þurfa héðan í frá að greiða fyrir vottun til markaðssetja orku sína sem græna. fréttablaðið/ stefán breytingin sjálf ætti ekki að koma til með að hafa stórfelld áhrif. „Við höfum reiknað það út að meðalheimili gætu kannski upp- lifað 140 króna hækkun á mánuði og það er einungis hjá þeim sem kjósa að kaupa upprunaábyrgð. Það er bara spurning hvort sölu- fyrirtækin bjóði upp á vottun með rafmagninu eða ekki,“ segir Ragn- hildur og leggur áherslu á að kaup upprunaábyrgða séu með öllu val- kvæð. Það heimili sem ekki vilji upprunaábyrgðir sleppi því einfald- lega að kaupa þær. „Í umræðunni undanfarið hefur fólk kastað fram tölum um 15 og jafnvel 20 prósenta hækkun á raf- orkureikning. Það er töluverð sam- keppni á þessum markaði á sölu rafmagns til heimila. Samt er það svo að verðmunurinn á milli fyrir- tækjanna sem bjóða lægsta og hæsta verð er átta sinnum meiri á mánuði en sem nemur hugsanlegum kostn- aði við upprunaábyrgðir.“ Berglind Rán Ólafsdóttir, fram- kvæmdastýra Orku náttúrunnar, segir Landsvirkjun selja upp- runaábyrgðir til raforkusala fyrir árið 2023 á afslætti og er auka- gjaldið fyrir upprunaábyrgðir allt að fjögur til fimm prósent af raf- magnsverðinu. Hlutfallið er lægra ef hækkunin er reiknuð með því að taka rafmagnsflutning og dreif- ingu með rafmagnsverðinu þar sem rafmagnskostnaður er einungis þriðjungur af heildarkostnaði raf- magnskaupa. Ef enginn afsláttur hefði verið veittur fyrir árið 2023 miðað við markaðsverð þá hefði aukagjaldið verið allt að 15 prósent ofan á rafmagnið eingöngu. „Tíminn mun leiða í ljós hvernig þetta þróast og aukagjaldið getur bæði orðið hærra en 15 prósent og lægra en fimm prósent til lengri tíma,“ segir Berglind. Þróun málsins óljós Berglind segir að fyrirtækið hafi þegar sett sig í samband við við- skiptavini sína og af samtölunum að dæma virðist vera lítill áhugi á málinu. Þau sem hafa hins vegar áhuga á málefninu eru með skiptar skoðanir. „Líklegast þykir mér að þróunin verði í þá átt að rafmagn á almenn- um markaði verði óvottað, að öll sem kaupa rafmagn geti valið vott- un og greiði sérstaklega fyrir hana. Nú þegar markaðsverð uppruna- ábyrgða hefur hækkað mikið und- anfarið, þá tel ég þetta ekki óeðli- lega þróun. Verðið fyrir vottunina mun fljótlega fara að endurspegla markaðsverð upprunaábyrgða, og við vitum ekki hvernig það þróast,“ segir Berglind. Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá HS Orku, segir að árið í ár verði aðlögunarár. Eftir það mun orku- sölum eingöngu standa til boða að kaupa upprunavottanir frá Lands- virkjun á markaðsverði, til notkun- ar fyrir viðskiptavini sína frá 2024. „Það er orkusölum í sjálfsvald sett hvernig verðlagningu verður háttað en þar sem þessar vottanir fylgdu áður frítt með verða einhverjar verðhækkanir líklegar fyrir vottaða raforku,“ segir Jóhann. Borga meira fyrir betri vöru Ragnhildur Sverrisdóttir segir þróunina ýta undir endurnýjanlega orkuvinnslu og vera í samræmi við vilja fólks til að kaupa gæðavöru. „Fólk vill oft borga meira fyrir betri vöru og styðja við umhverfisvænni framleiðslu. Það er til dæmis fólk sem kaupir ekkert annað en lífrænan mat úti í verslun sem er oft dýrari vara, en það veit þá hvað það er að borga aukalega fyrir.“ Þó svo fyrirtæki sem starfa á Íslandi noti vissulega græna orku, þá segir hún að sum þeirra sjái sér hag í að kaupa upprunaábyrgðir. Sem dæmi megi nefna að bæði fyrir- tæki í landeldi á laxi og gagnaver kaupi upprunaábyrgðir og geti þar með sýnt viðskiptavinum sínum á erlendum mörkuðum svart á hvítu hvaðan orka þeirra kemur. „Það eru 28 ríki innan EES sem telja að það sé ástæða til að hafa þetta svona. Kerfinu er fyrst og fremst ætlað að hvetja til aukinnar vinnslu á orku úr endurnýjanlegum auðlindum. Við vitum öll að hér á landi er græn orka, en þetta evrópska kerfi er eina opinbera vottunarkerfið sem við höfum,“ segir Ragnhildur. n Helgi Steinar Gunnlaugsson helgisteinar @frettabladid.is 10 markaðurinn FRÉTTABLAÐIÐ 18. jAnúAR 2023 miðVikuDaGur

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.