Fréttablaðið - 18.01.2023, Síða 17

Fréttablaðið - 18.01.2023, Síða 17
Það sem stóð kannski upp úr þessa bikarhelgi, og gerði hana að meiri og stærri upplifun heldur en í fyrra, var klárlega að fá að spila í Höllinni aftur. Bætiefnið Comfort-U frá Good Routine er öflug vörn fyrir þvagfærakerfið og byggir á fjórum virkum innihaldsefnum sem hafa þekkta eiginleika til þess að koma í veg fyrir blöðru- bólgu/þvagfærasýkingu. „Comfort-U er sérhannað fyrir fólk sem vill koma í veg fyrir blöðru- bólgu/þvagfærasýkingu, sem er ein algengasta bakteríusýkingin og algengari hjá konum en körlum. En ein af hverjum fimm konum upplifir að minnsta kosti eina þvag- færasýkingu á ævinni,“ segir Freydís Hjálmarsdóttir, næringarfræðingur að mennt, með BSc og meistara- gráðu í næringarfræði. „Einstaklingur sem hefur fengið þvagfærasýkingu er í aukinni hættu á að fá sýkingu aftur og talið er að um fjórðungur fái endur- tekna sýkingu innan sex mánaða og þriðjungur innan árs. Þar af leita hundruð sýklalyfjameðferðar við þvagfærasýkingum á Íslandi á hverju ári. Yfir 80% þvagfæra- sýkinga eru taldar vera af völdum þarmabakteríunnar e.coli, en aðrar bakteríur, sveppir og sníkjudýr geta líka valdið þvagfærasýkingum.“ Fyrirbyggjandi er lykilatriði Þvagfærasýkingar geta verið afar óþægilegar en eru þó oftast skað- lausar að sögn Freydísar. „Einstaka sinnum nær sýkingin til efri þvag- færa eins og nýrna, en það er afar óalgengt. Til að mynda verða 30% þvagfærasýkinga einkennalausar á innan við viku án meðferðar. Hins vegar getur verið erfitt að eiga við síendurteknar sýkingar. Þótt þær séu meðhöndlaðar á áhrifaríkan hátt með sýklalyfjum, getur óhófleg notkun sýklalyfja leitt til skaðlegra, heilsufarslegra afleiðinga. Til að forðast of mikla útsetningu fyrir sýklalyfjum leita margir til fæðubótarefna og náttúrulyfja. Rannsóknir þar að lútandi eru af skornum skammti og sumar mis- vísandi, en nokkur fæðubótarefni gefa góða raun þegar kemur að því að koma í veg fyrir þvagfæra- sýkingu.“ Fjögur virk efni Comfort-U inniheldur fjögur efni sem rannsóknir hafa sýnt fram á að geti hjálpað til við að fyrir- byggja þvagfærasýkingar. Það eru einsykran D-mannóse, þarma- gerillinn Lactobacillus rueteri og svo virku efnin í trönuberjum og sortulyngslaufum (e. bearberry leaf). „Trönuberin eru frægust, en eitt virku efnanna í þeim er ein- mitt „D-mannóse“. Sortulyngslauf þekkja flestir undir nafninu uva ursi og „Lactobacillus rueteri“ er einn af góðgerlunum sem finna má til dæmis í AB-mjólk. Af þessum fjórum efnum hefur D-mannóse komið hvað best út úr þeim rannsóknum sem hafa verið gerðar með tilliti til forvarna vegna þvagfærasýkinga. Rannsóknir á D-mannóse sýna fram á marktæka minnkun á endurteknum þvag- færasýkingum hjá þeim sem fá þær reglulega. Til þess að sýking nái fótfestu í þvagfærum þarf e.coli eða önnur örvera að ná að festast við blöðruvegginn. Virkni D-mannóse er sú að bindast til dæmis e.coli bakteríum, skola þeim út með þvagi og koma þannig í veg fyrir sýkingu. Trönuber innihalda meðal annars D-mannóse, hippúrsýru og anthósýanín, sem eru talin torvelda e.coli að festast við þvag- blöðruvegginn. Þrátt fyrir að ekki séu allir á eitt sáttir, sýnir saman- tekt margra rannsókna fram á verndandi áhrif D-mannósa gegn þvagfærasýkingum hjá konum sem fá þær reglulega. Ekki skemmir fyrir að trönuber hafa líka marga aðra heilsubætandi kosti. Lauf sortulyngs, (önnur nöfn: uva ursi, bjarnaber, fjalla-trönuber) hafa í árþúsund verið notuð til að meðhöndla þvagfærasýkingar. Nú benda rannsóknir til þess að það sé svo sannarlega eitthvað til í því og kallað hefur verið eftir fleiri rann- sóknum. Sortulyngið inniheldur örverueyðandi efnasambönd sem vinna gegn óvingjarnlegum bakteríum og hjálpa við upptöku á efnum úr trönuberjum. Efna- sambönd í laufunum, svo sem Arbutinin, eru talin vinna gegn útbreiðslu e.coli meðal annars og trufla viðloðun bakteríunnar við blöðruvegginn,“ segir Freydís. Hjálplegar örverur Jafnvægi í þvagkerfisflórunni er svo viðhaldið með hjálp gagn- legu bakteríunnar Lactobacillus rueteri. „Hjálplegu örverurnar í líkamanum kallast góðgerlar og er fjöldinn allur af þeim í meltingar- kerfinu. Við getum bætt um betur með trefjaríku fæði, ab-mjólk og skyldum vörum, súrsuðum mat og bætiefnum. Sumir góðgerlar viðhalda jafnvægi í þvagi, leggöngum og meltingarvegi með því að fram- leiða efnasambönd sem leyfa ekki óvinveittum bakteríum að vaxa. Sá stofn sem er talinn hvað mikilvæg- astur fyrir þvagfærakerfið er Lacto- bacillus rueteri. Þessi bakteríustofn getur endurheimt náttúrulegt örverujafnvægi í þvagfærum og getur myndað efnasambönd sem leyfa ekki óvinveittum bakteríum að vaxa og dafna.“ Fjölþætt fyrirbyggjandi virkni Í Comfort-U koma saman þrjú virk innihaldsefni sem eru studd af rannsóknum, ásamt Lactobacillus rueteri-stofni. Saman eru þessi efni talin geta stutt heilbrigði þvag- færa og veitt fjölþætta vörn gegn þvagfærasýkingum. „Til eru margir mismunandi stofnar góðgerla og fjöldi þeirra í hverjum skammti er merktur með einingunni CFU sem stendur fyrir „colony forming unit“, eða nýlendumyndandi stofn. Í Comfort-U er réttur stofn í nægilegu magni til að hafa tilskilin áhrif án þess að valda skaða, enda er þetta verðlaunuð formúla. Com- fort-U er náttúrulegt bætiefni sem kemur í pillu- og belgjaformi. Forvörn er alltaf best og Com- fort-U hefur það fram yfir sýklalyf að vera laust við aukaverkanir eins og ógleði og magaeinkenni. Comfort-U skaðar ekki vinveittu þarmaflóruna sem er einn helsti ókostur sýklalyfja. Hins vegar er sýklalyfja alltaf þörf ef sýking er staðfest í efri hluta þvagfæra eins og nýrum og ávallt skal fylgja læknis- ráði. Þegar stór hluti kvenna er með endurteknar þvagfærasýkingar, fögnum við því þegar vara á borð við Comfort-U kemur á markað.“ n Good Routine fæst í Lyfjum og heilsu, Apótekaranum, Hagkaup og Krónunni. Fjölþætt og fyrirbyggjandi vörn gegn þvagfærasýkingum Freydís fagnar því að vara eins og Comfort-U sé komin á markað fyrir íslenskar konur. Myndir/aðsendar Comfort-U inni- heldur fjögur efni sem rann- sóknir hafa sýnt fram á að geti hjálpað til við að fyrirbyggja hinar hvimleiðu þvagfærasýk- ingar. Haukakonan Sólrún Inga Gísladóttir var valin besti leikmaður bikarúrslitaleiks- ins í körfubolta um síðustu helgi þegar lið hennar varð bikarmeistari 3. árið í röð. starri@frettabladid.is Kvennalið Hauka varð bikarmeist- ari í körfubolta þriðja árið í röð um síðustu helgi þegar það lagði sterkt lið Keflavíkur 94–66. Sólrún Inga Gísladóttir var valin besti leikmað- ur leiksins en hún skoraði 20 stig, gaf sjö stoðsendingar og tók sjö fráköst. „Það var frekar súrrelískt augnablik að vera valin besti leik- maður leiksins,“ segir Sólrún. „Ég var eiginlega ekki að búast við því þar sem margar aðrar í liðinu áttu frábæran leik. En þetta er klárlega eitthvað sem mig dreymdi um þegar ég var yngri, að vera valin leikmaður leiksins í stórum leik í meistaraflokki.“ Hún segir bikarhelgina alltaf vera jafn stórkostlega upplifun. „Það er einhvern veginn allt önnur stemning og allir leikmenn svo hungraðir. Það sem stóð kannski upp úr þessa bikarhelgi, og gerði hana að meiri og stærri upplifun heldur en í fyrra, var klárlega að fá að spila í Höllinni aftur. Við vorum allar tilbúnar í slaginn frá fyrstu mínútu og héldum baráttunni út allan leikinn.“ Erfitt að stöðva liðið Fyrsti stóri bikarinn er kominn í hús og stefnan sett á Íslandsmeist- aratitilinn. „Stefnan er alltaf sett á þann stóra, það er eitt af markmið- Stefnan er alltaf sett á þann stóra „Það væri líka gaman að fá þann heiður að spila fyrir A-landsliðið einn daginn,“ segir Sólrún Inga Gísladóttir úr Haukum sem varð bikar- meistari um síðustu helgi. Mynd/aðsend Spurt og svarað: Hvernig kemur þú þér í gírinn fyrir leik? Það er bara þetta klassíska eins og að hlusta á tónlist. Annars er ekki almennilegur leikdagur nema ég borði með Evu Margréti og Lovísu Björt liðsfélögum mínum þar sem farið er yfir komandi leik. Hver er erfiðasti mótherjinn á æfingum og í leikjum? Erfiðasti mótherjinn á æfingum er Eva Mar- grét. Ég er búin að dekka hana á æfingum vegna meiðsla hjá framherjunum okkar og það eru alltaf hörkuæfingar. Þegar kemur að öðrum liðum er það lið Keflavíkur sem hefur verið erfiður and- stæðingur í vetur. Hver er uppáhaldsæfingin og hver er í minnstu uppáhaldi? Uppáhaldið mitt á æfingum er að spila sem mest. Svo förum við alltaf í blak eftir sigurleiki og það stendur líka upp úr. Minnst skemmtilegasta æfingin er þegar Finnur Atli styrktarþjálfari mætir í salinn. Þá vitum við að við eigum von á góðri hlaupaæfingu. Hvað finnst þér gott að fá þér í kvöldmat? Ég borða oftast kvöldmat eftir æfingar og þá finnst mér best að fá mér eitthvað næringarríkt. Ef máltíðin inniheldur kjöt og grænmeti þá er ég sátt. Hvað finnst þér gott að fá þér í millimál? Í millimál á ég alltaf skyr og prótein pönnu- kökur. Einnig finnst mér gott að fá mér alls konar ávexti. Hvernig hugsar þú um andlegu heilsuna? Það er að vera umkringd fólki sem þykir vænt um mig og heilsuna mína. Þetta er fólk sem ég get rætt við um allt og gert skemmtilega hluti með sem eru ótengdir körfunni. Ég reyni líka að passa upp á að vera úthvíld þar sem ég er oft á nætur- vöktum og hvíli mig oft á öðrum tímum. Hverjar eru helstu fyrirmyndir þínar? Helena Sverrisdóttir hefur verið og verður alltaf fyrirmyndin mín í boltanum. Hún er svo sterk andlega og lætur ekkert stoppa sig. Í lífinu eru foreldrar mínir helstu fyrirmyndirnar. Þau eru svo frábærir og jákvæðir karakterar og alltaf tilbúin að gera allt fyrir alla og styðja okkur krakkana í hverju sem er. Þau settu standardinn hátt og markmiðið er verða eins og þau þegar ég verð „stór“. unum sem við sem lið setjum fyrir hvert tímabil. Það sem við þurfum að gera er að mæta ákveðnar og með klikkaða orku fyrir hvern einasta leik og þá verður erfitt að stöðva okkur.“ Persónulegt markmið Sól- rúnar fyrir veturinn var að verða stöðugri leikmaður. „Því hef ég lagt áherslu á að leggja mig alltaf fram og hjálpa liðinu á þann hátt sem vantar hverju sinni. Stundum er það stigaskor, stundum eru það fráköst eða varnarleikur.“ Utan þess er stefnan sett á að halda áfram að styrkja veikleika sína og verða betri leikmaður. „Það væri líka gaman að fá þann heiður að spila fyrir A-landsliðið einn daginn. Fyrir utan körfuna er stefnan sett á nám en ég er ekki alveg ákveðin í hvað mig langar að læra akkúrat núna en það kemur í ljós seinna meir.“ n ALLT kynningarblað 3MIÐVIKUDAGUR 18. janúar 2023

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.