Fréttablaðið - 18.01.2023, Side 20

Fréttablaðið - 18.01.2023, Side 20
Kristrún Frostadóttir er eini stjórnmálamað- urinn í seinni tíð sem hefur kaffært núver- andi fjármálaráðherra í rökum og skynsemi. Það er mikilvægt að við þingmenn fylgjumst grannt með þess- ari vinnu stjórn- valda. Við rekstur ríkisins eiga stjórn- völd að ganga á undan með góðu fordæmi. Þau eiga að sýna aðhald í útgjöldum og stefna að því að létta skuldum af ríkinu, sem sagt af okkur. Það að tekjur ríkissjóðs aukist á ekki að kveikja dollara- merki í augum ráðamanna. Það á ekki að vera sjálfstætt markmið að auka tekjur og þar með álögur á landsmenn, heldur þvert á móti að reka hér gott velferðarkerfi á sem hagkvæmastan máta og með sem lægstum álögum á borgarana. Einn kimi í húsakynnum ríkis- báknsins sem mætti skoða betur eru stofnanir ráðuneyta Stjórnarráðs Íslands. Í desember 2021 skilaði Rík- isendurskoðun stjórnsýsluúttekt til Alþingis á stærðarhagkvæmni stofnana ráðuneytanna. Í úttektinni er að finna fjölmargar athyglis- verðar upplýsingar, m.a. að yfir helmingur ríkisstofnana hafi 50 eða færri starfsmenn og fjórðungur ríkisstofnana hafi færri en 20 starfs- menn. Niðurstaða úttektarinnar er sú að nokkur árangur hafi náðst í að fækka ríkisstofnunum á undan- förnum árum, en jafnframt er bent á að það sé að miklu leyti vegna flutnings verkefna til sveitarfélaga og vegna hlutafélagavæðingar. Það séu því enn fjölmörg tækifæri til sameiningar og samvinnu innan Stjórnarráðsins. Ekki hafi verið unnið að umbótum í opinberum rekstri með nógu markvissum hætti. Á þessu ári setti fjármála- og efna- hagsráðherra starfshóp á laggirnar með áherslu á að einfalda stofnana- kerfi ríkisins. Markmiðið er að bæta þjónustu, auka skilvirkni, stuðla að sveigjanleika í skipulagi og fram- þróun og auðvelda stafræna þróun ríkisins. Mikill árangur hefur náðst í stafrænni þróun hins opinbera á liðnum árum. En eins og Ríkisend- urskoðun kemst að orði er enn til mikils að vinna að ná fram aukinni hagræðingu og skilvirkni í starfsemi ríkisstofnana. Það er mikilvægt að við þing- menn fylgjumst grannt með þessari vinnu stjórnvalda. Á síðastliðnum árum hafa nokkrir starfshópar sett fram tillögur sem ganga m.a. út á að einfalda stofnanakerfi ríkisins. Þrátt fyrir það eru ríkisstofnanir áfram talsvert margar hérlendis og einkennandi hversu margar þeirra eru litlar. Ég hef því sent ráðherr- unum fyrirspurnir um skipulag og stofnanir ráðuneytisins. Þar ósk- aði ég m.a. eftir upplýsingum um hvort og þá hvaða vinna standi yfir við stofnanaskipulag með það að markmiði að ná fram aukinni hag- ræðingu og skilvirkni í starfsemi. Ég óskaði jafnframt eftir upplýsingum um hvort til skoðunar sé að sameina stofnanir ráðuneyta sem undir þau heyra. Þegar þetta er skrifað hafa svör borist frá utanríkisráðuneyti og heilbrigðisráðuneyti. Utanríkis- ráðuneytið hefur engar undirstofn- anir, en heilbrigðisráðuneytið 15 og þar af þrjár sem hafa færri en 50 starfsmenn. Engin formleg skoðun stendur þar yfir varðandi samein- ingu stofnana. Það verður fróðlegt að fylgjast áfram með svörum ráðherranna, ekki síður fyrir fjölmiðla sem ættu að veita stjórnvöldum ríkt aðhald varðandi ráðdeild og hagkvæmni í rekstri. n Margir kimar ríkisins Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálf- stæðisflokksins Viðskiptablaðið er oft eins og sér- trúarrit. Þar er hægristefnan boðuð með vísan í helstu páfa safnaðarins í fréttum, viðtölum og pistlum, sumum undir dulnefnum úr nor- rænni goðafræði. Týr kallast einn pistlahöfundur, eftir stríðsguði norrænna heiðingja. Honum er uppsigað við konur. Sér- staklega sterkar konur. Hvarflar þá hugurinn til Snorra-Eddu þar sem Freyja, sú mikla gyðja náttúru- og gróðurmáttar, sló löngum skugga yfir hinn bælda stríðsguð. Síðustu vikur hafa tvær konur ógnað sértrúarsöfnuði Týs. Önnur er formaður öflugasta stéttarfélags í landinu og berst fyrir bættum kjör- um láglaunakvenna og erfiðisstétta. Hin er nýkjörinn formaður jafnað- arflokks Íslands. Báðar hafa talað einarðlega fyrir bættum lífskjörum almennings. Báðar hafa því komið við kauninn á hinum herskáa Tý, sem telur hlutverk sitt að vernda og verja vé auðstéttarinnar og forrétt- indahópanna. Í nýlegum pistli kvartar Týr sáran yfir því að fjölmiðlar hafi „gert meira en góðu hófi gegnir“ úr niður- stöðu síðustu skoðanakannana þar sem Samfylkingin mælist jafnstór og Sjálfstæðisflokkurinn. Reyndar er það stórfrétt, því slíkt hefur ekki gerst í mörg ár, jafnvel þó að fylgi Sjálfstæðisf lokksins hafi aldrei verið minna en síðasta áratuginn. En af því að Týr er af goðakyni, þá sá hann þetta fyrir og segir „að fylgi- saukningin sé varla óvænt.“ Kannski skynjar hann að ríkis- stjórnarflokkarnir séu að uppskera eins og þeir hafa sáð. Að dalandi gengi stafi af ótal klúðurmálum, ómannúðlegri stefnu gagnvart stórum samfélagshópum, lögbrot- um við bankasölu, yfirgangi við ráðningar og ranglátri skattastefnu. Kristrún Frostadóttir er eini stjórnmálamaðurinn í seinni tíð sem hefur kaffært núverandi fjár- málaráðherra í rökum og skynsemi. Hún hefur bent á lausnir jafnaðar- stefnunnar þannig að allir skilja. Þetta hræðir sértrúarsöfnuð Týs – ekki síður en einörð barátta Sól- veigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar. Eina huggun Týs er að það er langt í næstu kosningar og því kannski tími til að brugga ný ráð, spinna nýjar sögur og setja upp ný leiktjöld til að blekkja lýðinn. Þó er allt eins víst að sú alda sem nú rís fyrir jafnara og réttlátara samfélagi, skoli breytingum á land á næstu misserum – og taki í útsoginu með sér fúleggin sem Týr og sam- herjar hans dreifa vikulega í safn- aðarritinu. n Löngu tímabær hræðsla Sigurður Pétursson sagnfræðingur Iðnaður í Evrópu hefur ekki farið varhluta af hækkunum á raforku- mörkuðum á meginlandinu undan- farin misseri. Verð hækkuðu fyrst seinni hluta árs 2021 vegna kröftugr- ar eftirspurnar í kjölfar afléttinga takmarkana vegna heimsfaraldurs. Þau ruku síðan upp í hæstu hæðir í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu þegar innf lutningur á rússnesku jarðgasi sem er notað í raforku- framleiðslu snarminnkaði. Orku- frekar iðnaður svo sem áburðar-, ál- og stálframleiðsla varð sérstaklega illa úti og hefur verksmiðjum verið lokað víða um álfuna, allt frá Noregi til Spánar. Á meðan óveðursský söfnuðust yfir meginlandinu bjuggu íslensk iðnaðarfyrirtæki við stöðugleika í raforkuverði. Meðalverð Lands- virkjunar til stórnotenda var 42,1 Bandaríkjadalur á megavattstund (USD/MWst) á fyrstu 9 mánuðum ársins 2022 og hefur aldrei verið hærra. Þó greiddu iðnaðarfyrirtæki á evrusvæðinu þrefalt hærra verð samkvæmt tölfræðistofnun Evrópu- sambandsins, Eurostat. Íslenskur iðnaður naut góðs af því að raforku- verð eru óháð sveiflum á verði jarð- gass, kola og olíu enda er nánast öll raforka á Íslandi framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum, nefnilega vatnsafli og jarðvarma. Orkukreppan í Evrópu hefur afhjúpað veikleika þess að reiða sig Íslenskur iðnaður sjaldan verið samkeppnishæfari Heimir Þórisson sérfræðingur í við- skiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun n Norræni raforkumarkaðurinn Nord Pool n Meðalverð Landsvirkjunar til stórnotenda 250 200 150 100 50 $- jan 2021 júl 2021 jan 2022 júl 2022 US D /M W st á jarðefnaeldsneyti í raforkufram- leiðslu og keppast þjóðir álfunnar nú við að hraða uppbyggingu endur- nýjanlegrar orkuvinnslu. Kerfi upp- runaábyrgða er ætlað að styðja við þessa uppbyggingu með því að gefa framleiðendum grænnar orku kost á að gefa út vottorð sem staðfesta að tiltekið magn hafi verið fram- leitt með endurnýjanlegum orku- gjöfum. Notendum raforku, fyrir- tækjum og heimilum, er frjálst að kaupa upprunaábyrgðir og styðja þannig við græna orkuframleiðslu og flýta orkuskiptum. Fyrirtæki sem kaupa upprunaábyrgðir mega síðan notfæra sér vottunina í markaðs- setningu og kynningum. Mörg af framsæknustu fyrirtækjum heims í umhverfis- og sjálf bærnimálum kjósa upprunavottaða endurnýjan- lega orku og má nefna sem dæmi Unilever, Apple, Vestas, Ikea, Sony, Nike, eBay, BMW Group, SAP, Phi- lips, Biogen, Etsy og svo mætti lengi telja. Greinilegt er að kröfur neyt- enda um að fá alþjóðlega viður- kennda vottun um græna orku- framleiðslu hafa aukist enda hefur markaðsverð upprunaábyrgða margfaldast á undanförnu ári. Markaðsverð upprunaábyrgða er hið sama óháð staðsetningu notandans. Þannig skiptir ekki máli hvort starfsemin er á Íslandi eða í Svíþjóð: ef fyrirtækið kýs að fá upp- runaábyrgðir fyrir grænni orku eru þær keyptar á sama markaði. Þá eru upprunaábyrgðirnar og raforkan tvær aðskildar vörur og verðlagning þeirra getur lotið mismunandi lög- málum. Þannig er samkeppnisstaða Íslands með engu móti verri en ann- arra Evrópulanda – raforkan er ódýr- ari en á meginlandinu og uppruna- ábyrgðir á sömu kjörum og bjóðast annars staðar fyrir þau fyrirtæki sem sjá hag af því að kaupa þær. n Markaðsverð uppruna- ábyrgða er hið sama óháð staðsetningu notandans. 16 skoðun FRÉTTABLAÐIÐ 18. jAnúAR 2023 MIðVIkuDAGuR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.