Víkurfréttir - 16.03.2022, Blaðsíða 6
Jón Steinar Sæmundsson
Útgefandi: Víkurfréttir ehf. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson,
s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Thelma Hrund Hermannsdóttir. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
Suðurnesjamenn fá enga loðnu
Og þá kemur enn einn pistillinn
sem er skrifaður á degi þar sem er
snarvitlaust veður og því enginn á
sjó. Þessi pistill er reyndar skrifaður
frá Hótel Dyrhólaey skammt frá Vík
í Mýrdal. Ekki er nú hægt að finna
neina tengingu Suðurnesjanna,
bátalega sé, við þetta svæði – fyrir
utan einn hlut. Það eru ufsaveiðar í
net. Undanfarin ár hefur Grímsnes
GK verið á ufsaveiðum á þessu
svæði, utan við Vík og suður og
austur með landinu út frá þessum
punkti. Lengra aftur í tímann þá
voru t.d. aflakóngarnir Oddur Sæm
á Stafnesi KE, Grétar Mar á Bergi
Vigfús GK og Gaui Braga á Vatns-
nesi KE og fleiri bátum. Ég sjálfur
var t.d. á Bergi Vigfúsi GK á ufsa-
veiðum á þessu svæði.
Nóg um það, núna er kominn
um miðjan mars, veiði bátanna er
búin að vera mjög góð og mestallur
flotinn er búinn að vera að róa frá
Sandgerði. Dragnótabátarnir hafa
verið að veiða mjög vel og þegar
þetta er skrifað þá eru þrír afla-
hæstu bátarnir á landinu allir frá
Sandgerði. Sigurfari GK er með 82
tonn í níu róðrum og mest 17 tonn,
Siggi Bjarna GK 64 tonn í níu og
mest 20 tonn, Benni Sæm GK 63
tonn í níu og mest 24 tonn, Maggý
VE 56 tonn í sex og mest 14 tonn og
Aðalbjörg RE með 19 tonn í fjórum.
Margir línubátar eru búnir að
vera á veiðum utan við Sandgerði
og eins og hjá dragnótabátunum
hefur veiðin verið mjög góð. Stóru
línubátarnir hafa líka verið þar
á veiðum en eru dýpra úti og eru
meira í nánd við Snæfellsnes.
Sighvatur GK er með 296 tonn í
tveimur róðrum og mest 149 tonn,
Páll Jónsson GK 241 tonn í tveimur,
báðir landa í Grindavík, Fjölnir GK
217 tonn í tveimur, Valdimar GK
178 tonn í tveimur, báðir lönduðu í
Grindavík og Hafnarfirði. Hrafn GK
108 tonn í einum róðri.
Síðan koma minni bátarnir. Sand-
fell SU 85 tonn í átta, Hafrafell SU
64 tonn í sjö, Óli á Stað GK 61 tonn
í sjö og Kristján HF 60 tonn í sex,
allir hafa landað í Sandgerði. Auður
Vésteins SU 45 tonn í átta, Vésteinn
GK 36 tonn í fjórum en Vésteinn
GK hefur landað í Grindavík. Mar-
grét GK 34 tonn í fimm og Gísli
Súrsson GK 32 tonn í sex, báðir í
Sandgerði.
Geirfugl GK og Sævík GK voru
báðir að landa í Sandgerði en
þurftu að landa einni löndun hvor í
Keflavík því bilun kom upp í báðum
bátunum og fóru þeir báðir í slipp,
reyndar ekki á sama deginum. Var
bilunin í báðum bátunum ekki al-
varleg og voru þeir ekki lengi frá
veiðum.
Einn er sá veiðiskapur sem líka
er búinn að vera stundaður þarna
fyrir utan, og líka inn í Faxaflóa
sem og í Breiðafirðinum, en það
eru loðnuveiðar. Bæði íslensk skip
og skip frá Færeyjum hafa verið á
loðnuveiðum þarna á þessu svæði
en því miður þá fáum við Suður-
nesjamenn ekkert af þessari loðnu
– sem er eiginlega sorglegt, því það
voru bátar frá Suðurnesjunum
sem hófu loðnuveiðar og það var
bræðsla í Sandgerði sem var fyrsta
fiskimjölsverksmiðjan á landinu
sem tók á móti loðnu í bræðslu.
Frekar ömurleg staðreynd og hef
ég áður minnst á þetta og hvað varð
um bræðslurnar sem voru hérna.
Það er reyndar fiskimjölsverk-
smiðja í Helguvík en Síldarvinnslan
á Neskaupstað, sem á hana, lokaði
henni fyrir nokkrum árum síðan.
aFlaFrÉttir á suðurNEsJuM
Gísli Reynisson
gisli@aflafrettir.is
Björgunarsveitin Þorbjörn.Björg-
unarsveitin Þorbjörn í Grindavík
er ein öflugasta sjóbjörgunarsveit
landsins og er sú sveit sem hefur
bjargað flestum mannslífum úr
sjávarháska.
Hún var til að mynda fyrsta
sveitin til þess að nota fluglínutæki
er þeir björguðu 38 skipverjum af
franska síðutogaranum Cap Fagnet
1931.
Síðan þá hafa Þorbjarnarmenn
bjargað rúmlega 200 manns til við-
bótar með fluglínutækninni.
Fluglínutækin eru til ennþá og
klár til notkunar ef á þarf að halda
en einnig hafa ný og öflug björg-
unartæki bæst í vopnabúr sveitar-
innar síðan þá og á þau þurfa með-
limir sveitarinnar að læra sem og
að kunna á aðstæðurnar sem þeir
þurfa að eiga við hverju sinni.
Æfingin skapar meistarann segir
máltækið og það vita meðlimir
sveitarinnar og nota hvert tækifæri
sem gefst til æfinga.
Ein sú öflugasta á landinu augNablik MEð JÓNi stEiNari
Anna Sigríður Jóhannesdóttir, aðalmaður í lýðheilsuráði
Reykjanesbæjar, fór yfir tillögu á síðasta fundi ráðsins þar sem
hún lagði til að efla félagsstarf eldri borgara í Reykjanesbæ.
Hún benti á mikilvægi þess að að koma í veg fyrir félagslega
einangrun og draga úr einmanaleika fólks á efri árum. Mögu-
lega væri hægt að nýta Nettóhöllina eða akademíuna hluta
úr degi fyrir eldra fólk til að koma saman í kaffi, spila golf, fá
fræðslu eða hitta annað fólk. Lýðheilsuráð hefur falið lýðheilsufulltrúa að
vinna áfram í málinu og kortleggja þær tómstundir sem eru í boði fyrir eldri
borgara nú þegar.
Vilja rúmlega þrefalda fiskeldi
að Kalmanstjörn á Reykjanesi
Skipulagsstofnun hefur óskað eftir
umsögn um umhverfismatsskýrslu
um stækkun fiskeldis Benchmark
Genetics Iceland að Kalmanstjörn
á Reykjanesi. Reykjanesbær gerir
ekki athugasemd við umhverfis-
matsskýrsluna og telur að nægjan-
lega sé skýrt hvernig unnið verði að
umhverfismati framkvæmdarinnar
en framkvæmdin er byggingarleyfis-
skyld.
Benchmark Genetics Iceland
hefur leyfi til framleiðslu á allt að
190 tonnum af laxi á ári í eldisstöð-
inni við Kalmanstjörn og hyggst
auka framleiðsluna í 600 tonna há-
markslífmassa. Með framkvæmdinni
getur fyrirtækið aukið
hrognaframleiðslu í stöð-
inni. Áætlað er að auka
þurfi vinnslu jarðsjávar á
svæðinu um 700 l/s (ísalt
vatn og jarðsjór) til að
mæta framleiðsluaukn-
ingunni og grunnvatns-
vinnsla vegna eldisins
verði þá í heildina allt að
1.500 l/s meðalrennsli
á ári. Áhrif aukinnar framleiðslu á
laxi í eldinu við Kalmanstjörn og
aukinnar vinnslu á grunnvatni þar
eru metin óveruleg fyrir grunnvatn,
jarðmyndanir og fornleifar. Áhrif á
lífríki í fjörunni eru metin óveruleg
til nokkuð neikvæð ef fráveitan
verður áfram með núverandi fyrir-
komulagi (kostur A) og áhrifin eru
metin óveruleg ef fráveitan verður
hreinsuð áður en eldisvatni er veitt
í fjöruna (kostur B). Verði frárennsli
hreinsað eru áhrif á fuglalíf metin
óveruleg (kostur B) en óveruleg til
nokkuð jákvæð verði fyrirkomulag
fráveitunnar óbreytt frá því sem nú
er (kostur A).
FrÉttir
Lagði til að efla félagsstarf eldri borgara
6 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM