Víkurfréttir - 16.03.2022, Blaðsíða 15
SVEINDÍS JANE
komin á blað í þýsku úrvalsdeildinni
Keflvíkingurinn Sveindís Jane Jónsdóttir var í fyrsta sinn í byrjunarliði
Wolfsburg í þýsku úrvalsdeildinni þegar liðið sótti Köln heim á föstudag
og hafði betur, 1:5. Sveindís skoraði fyrstu tvö mörkin og opnaði þar með
markareikning sinn í Þýskalandi.
Það tók Sveindísi rétt um tuttugu
mínútur að skora fyrsta mark
leiksins (21') og hún tvöfaldaði for-
ystu Wolfsburg rúmum tíu mínútum
síðar (33')
Sveindís fær mikið lof fylgjenda
Facebook-síðu kvennaliðs Wolfs-
burg fyrir frammistöðuna og má sjá
á færslum þeirra að hún hafi verið
maður leiksins.
„Hún er brjálæðislega hröð og létt
á fæti – og hún er ennþá mjög ung.
Ég hlakka til að sjá hana þroskast
með Úlfunum.“
(Tilvitnun í færslu á Facebook-síðu
kvennaliðs Wolfsburg)
Með sigrinum komst Wolfsburg í
efsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar,
einu stigi upp fyrir Bayern.
Sveindísi bregst ekki bogalistinn
þegar hún fær svona tækifæri.
Myndir af Instagram-síðu Sveindísar
Störf í boði
hjá Reykjanesbæ
Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef
Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst
störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn
Akurskóli - Kennari í smíði og hönnun
Akurskóli - Kennari í tónmennt á yngsta- og miðstigi
Akurskóli - Umsjónarkennari á miðstigi
Akurskóli - Umsjónarkennari á unglingastigi
Heiðarskóli - Kennari í bóklegum greinum (unglingastig)
Heiðarskóli - Kennari í listgreinum
Heiðarskóli - Kennari í textílmennt
Heiðarskóli - Umsjónarkennari á miðstigi
Heiðarskóli - Umsjónarkennari á yngsta stigi
Holtaskóli - Dönskukennari
Holtaskóli - Grunnskólakennari
Holtaskóli - Kennari í heimilisfræði
Holtaskóli - Umsjónarkennarar á yngsta- og miðstigi
Háaleitisskóli - Grunnskólakennari elsta stig
Háaleitisskóli - Grunnskólakennari elsta stig
Háaleitisskóli - Grunnskólakennari á yngsta stig
Háaleitisskóli - Grunnskólakennari í námsver
Háaleitisskóli - Kennari í Nýheima
Háaleitisskóli - Grunnskólakennari á miðstig
Myllubakkaskóli - Umsjónarkennari á miðstigi
Myllubakkaskóli - Umsjónarkennari á unglingastigi
Myllubakkaskóli - Þroskaþjálfi (sálfræðimenntaður)
Myllubakkaskóli - Dönskukennsla á unglingastigi
Myllubakkaskóli - List- og verkgreinakennari
Njarðvíkurskóli - Kennari á miðstig
Njarðvíkurskóli - Kennari á yngsta stig
Njarðvíkurskóli - Kennari í heimilisfræði
Njarðvíkurskóli - Þroskaþjálfi/félagsráðgjafi
Njarðvíkurskóli/Ösp sérdeild - Sérkennari/þroskaþjálfi
Stapaskóli - Deildarstjóri eldra stigs.
Stapaskóli - Kennari á miðstig
Stapaskóli - Kennari á unglingastig
Stapaskóli - Kennari á yngsta stig
Stapaskóli - Kennari í textílmennt
Stapaskóli - Kennari í tónmennt
Stapaskóli - kennari í hönnun og smíði
Stapaskóli -Sérkennslustjóri á leikskólastig
Leikskólinn Holt - Deildarstjórastöður
Leikskólinn Holt - Leikskólakennarar
Starf við liðveislu
Dansskólinn DansKompaní í Reykjanesbæ sendi 24 atriði í forkeppni Dance World Cup
Einstakur árangur Team DansKompaní
„Team DansKompaní vann tuttugu og tvö gullverð-
laun og tvenn silfur – og annað þeirra var í flokki sem
við unnum líka gullið,“ sagði Helga Ásta Ólafsdóttir,
skólastjóri DansKompaní, sem eðlilega var í skýjunum
yfir árangri nemenda sinna. Helga sagði að dómarar
velji einnig sín uppáhaldsatriði og eru veitt átta sér-
stök dómaraverðlaun fyrir þau. DansKompaní gerði sér
lítið fyrir og vann fjögur dómaraverðlaun af átta, eða
helming þeirra, en það voru tíu dansskólar sem tóku
þátt í forkeppninni.
Með árangrinum eru öll atriði og allir dansarar Team
DansKompaní því komin í íslenska landsliðið í dansi en
heimsmeistaramótið fer fram í San Sebastian á Spáni í
júní og júlí á þessu ári.
„Mér heyrist á flestum að þeir ætli að fara út en for-
keppnin var bara að klárast í gær [mánudag] svo nú
þurfum við að halda fund í vikunni og hefja undirbúning.“
Keppendur frá DansKompaní voru 41 talsins á aldrinum
sex til 21 árs. „Þetta er breiður aldurshópur en af þeim
aðeins þrír strákar, við viljum endilega fá fleiri stráka,“
sagði Helga jafnframt.
Hnefaleikarinn Hildur Ósk Ind-
riðadóttir úr Hnefaleikafélagi
Reykjaness vinnur þessa dagana
að undirbúningi fyrir Norður-
landamótið í hnefaleikum sem
verður haldið á Íslandi í lok
mars.
Hildur byrjaði árið sterkt með
einróma sigri sínum á bikarmóti
HFK í janúar og hefur ekkert
látið eftir. Alls eru tíu keppendur
að keppa fyrir Ísland en ís-
lenska liðið samanstendur af níu
strákum og einni stelpu. Í flokki
Hildar eru keppendur frá Noregi,
Finnlandi og Svíþjóð en Hildur
leggur hart að sér við æfingar
með liði sínu og þjálfara úr HFR
og stefnir á sigur. Mótið verður
haldið í Njarðvík 24.–27. mars.
STEFNIR Á SIGUR
Átt þú íþróttafatnað og/eða -búnað sem þú getur séð af?
Safnað fyrir börn á flótta
Söfnun hefur verið hrint af stað í Bókasafni Reykjanesbæjar í þeim tilgangi
að safna íþróttabúnaði og íþróttafatnaði svo að börn á flótta.
Í tilkynningu frá bókasafninu segir m.a.: „Öll börn þarfnast þess að vera
sýnd umhyggja og að fá jákvæð viðbrögð. Mikilvægt er að taka vel á móti og
halda utan um börn sem koma hingað frá stríðshrjáðum löndum og að þau
upplifi sig velkomin. Oftar en ekki koma börnin og fjölskyldur þeirra með
ekkert nema fötin utan á sér.
Tilgangur söfnunarinnar er stuðla að því að börnin geti tekið þátt í
íþróttum og að þau tilheyri þeim hópi þar sem þau eru þátttakendur. Ef þú
kæri íbúi lumar á íþróttafatnaði, skóm, boltum eða einhverju öðru sem gæti
nýst börnunum og vilt leggja söfnuninni lið getur þú komið fatnaði og búnaði
til skila í Bókasafni Reykjanesbæjar.“
vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM // 15