Víkurfréttir - 23.03.2022, Blaðsíða 23
Störf í boði
hjá Reykjanesbæ
Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef
Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst
störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn
Akurskóli - Kennari í smíði og hönnun
Akurskóli - Kennari í tónmennt á yngsta- og miðstigi
Akurskóli - Umsjónarkennari á miðstigi
Akurskóli - Umsjónarkennari á unglingastigi
Heiðarskóli - Kennari í bóklegum greinum (unglingastig)
Heiðarskóli - Kennari í listgreinum
Heiðarskóli - Kennari í textílmennt
Heiðarskóli - Umsjónarkennari á miðstigi
Heiðarskóli - Umsjónarkennari á yngsta stigi
Holtaskóli - Dönskukennari
Holtaskóli - Íþróttakennari
Holtaskóli - Kennari í heimilisfræði
Holtaskóli - Umsjónarkennarar á yngsta- og miðstigi
Háaleitisskóli - Grunnskólakennari elsta stig
Háaleitisskóli - Grunnskólakennari elsta stig
Háaleitisskóli - Grunnskólakennari á yngsta stig
Háaleitisskóli - Grunnskólakennari í námsver
Háaleitisskóli - Kennari í Nýheima
Háaleitisskóli - Grunnskólakennari á miðstig
Myllubakkaskóli - Umsjónarkennari á miðstigi
Myllubakkaskóli - Umsjónarkennari á unglingastigi
Myllubakkaskóli - Þroskaþjálfi (sálfræðimenntaður)
Myllubakkaskóli - Dönskukennsla á unglingastigi
Myllubakkaskóli - List- og verkgreinakennari
Njarðvíkurskóli - Kennari á miðstig
Njarðvíkurskóli - Kennari á yngsta stig
Njarðvíkurskóli - Kennari í heimilisfræði
Njarðvíkurskóli - Þroskaþjálfi/félagsráðgjafi
Njarðvíkurskóli/Ösp sérdeild - Sérkennari/þroskaþjálfi
Stapaskóli - Deildarstjóri eldra stigs.
Stapaskóli - Kennari á miðstig
Stapaskóli - Kennari á unglingastig
Stapaskóli - Kennari á yngsta stig
Stapaskóli - Kennari í textílmennt
Stapaskóli - Kennari í tónmennt
Stapaskóli - kennari í hönnun og smíði
Stapaskóli -Sérkennslustjóri á leikskólastig
Leikskólinn Holt - Deildarstjórastöður
Leikskólinn Holt - Leikskólakennarar
Velferðarsvið - Starfsfólk á heimili fatlaðra barna
Starf við liðveislu
Um helgina fór Tímamót Glímusambands Íslands fram. Mótið var
haldið í glæsilegri aðstöðu Dalamanna í Búðardal.
Í opnum unglingaflokki karla krækti
Jóhannes Pálsson í annað sætið og
Jóel Helgi Reynisson varð þriðji í
sama flokki.
Í opnum unglingaflokki kvenna
varð svo hin efnilega glímukona
Rinesa Sopi önnur.
Það dró svo til tíðinda í fullorðins
flokki en þar sigraði Gunnar Örn
Guðmundsson í 84 kg flokki karla
en í +84 kg flokki karla nældi Jóel
Helgi Reynisson sér í þriðja sætið í
fjölmennum flokki.
Guðmundur Stefán Gunnarsson
var aldursforseti mótsins en hann
varð annar í opnum flokki karla og
eftir honum kom Sigurður Arnar
Benediktsson en þeir Guðmundur
þurftu að keppa aukaviðureign um
annað sætið því Sigurður kom öllum
á óvart og lagði Guðmund í fyrri
viðureign þeirra.
Eftir mótið var Glímuþing haldið
sem var hið glæsilegasta og þar
kom fram að glímudeild UMFN var
stærsta glímudeild landsins 2021 og
miðað við þátttöku í tímamótinu
lítur út fyrir að enn fjölgi kepp
endum frá UMFN.
Rinesa Sopi og Mariam Badawy
með gull á barnamóti VBC
Á sunnudaginn fór fram barnamót
VBC í Kópavoginum í gólfglímu.
Fjórar stúlkur kepptu fyrir hönd
Njarðvíkur. Rinesa Sopi sem hafði
unnið til annara verðlauna í glímu
daginn áður keppti einnig á þessu
móti. Gerði hún sér lítið fyrir og
vann sinn flokk og sýndi að hún
er ein af efnilegustu alhliða glímu
konum Íslands. Mariam Badaawy
keppti einnig á mótinu og hún
sigraði örugglega eftir fjölmargar
viðureignir.
Þá keppti Birkir Freyr Guðbjartsson
á blábeltingamóti í gólfglímu á sama
tíma og tímamótið var í glímu hann
gerði sér lítið fyrir og varð þriðji í
sínum flokki.
Mikið um að vera í glímu um helgina:
Njarðvíkingar
á palli í öllum
flokkum
Sigurður Arnar Benediktsson leggur
Guðmund Stefán í fyrri viðureign þeirra.
Rinesa Sopi er ein af efnilegustu
alhliða glímukonum Íslands.
Njarðvíkingurinn Ingvar Jónsson,
markvörður Íslands- og bikar-
meistara Víkings, hefur verið kall-
aður inn í landsliðshóp Íslands í
knattspyrnu fyrir vináttuleiki sem
framundan eru gegn Finnlandi og
Spáni.
Báðir leikirnir fara fram á Spáni,
sá fyrri gegn Finnlandi í Murcia
26. mars og sá seinni gegn Spán-
verjum í Coruna 29. mars, og
báðir leikir verða í beinni sjón-
varpsútsendingu á Stöð 2 sport.
Ingvar kallaður inn í landsliðið
VILBORG Á LEIÐ VESTUR UM HAF
Njarðvíska körfuknattleikskonan
Vilborg Jónsdóttir hefur samið við
Minot State háskólann í Norður-
Dakóta í Bandaríkjunum um að
spila með skólanum næstu fjögur
árin. Minot State-háskólinn er tæp-
lega þrjú þúsund manna skóli sem
spilar í Northern Sun deildinni
í annarri deild bandaríska há-
skólaboltans. Liðin sem spila fyrir
skólann kallast því skemmilega
nafni Bjórarnir (e. Beavers).
FIMMTUDAG KL. 19:30
HRINGBRAUT OG VF.IS
vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM // 23