Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.06.2022, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 01.06.2022, Blaðsíða 10
Sölufólk óskast í Hrím Leifsstöð Viðkomandi þarf að hafa góða reynslu af sölustörfum og fína tungumálakunnáttu. Umsóknir sendast á tinna@hrim.is Jóhann Alexander gengur marga kílómetra á viku með mynda- vélina í fanginu og tekur myndir á för sinni um bæinn. „Þetta eru um tveir til sex kílómetrar á dag en ég hef alveg farið allt upp í sextán kílómetra,“ segir Jóhann. Jafnaldrar hans nota alla jafna farsíma sína til að taka myndir en Jóhanni segist líða vel með myndavélina í hönd. „Alltaf þegar ég er með myndavélina í hendinni líður mér vel. Svo fær maður ekki eins góð gæði í gegnum símann og í myndavélinni. Með myndavélinni nær maður ákveðinni dýpt sem er ekki hægt að ná með símanum.“ En hvar kviknaði áhugi hans á ljós- myndun? „Áhuginn kemur frá móður minni. Ég fékk hugmyndina af svona ljós- myndun í gegnum YouTube. Áður en ég fékk myndavélina var ég enda- laust að skoða myndbönd og horfði mest á myndbönd um „street pho- tography“. Ég ákvað að prófa það til að byrja með þegar ég var að læra hvernig myndavélin virkaði,“ segir Jóhann. Jóhann deilir myndum sínum á Instagram síðu sinni undir nafninu Johnsfots. Aðspurður hvað hann vilji gera við myndirnar segir hann: „Ég veit það ekki, ég hef reynt að selja þær á netinu en það hefur ekki gengið. Kennarinn minn kom með þá hugmynd að halda ljósmynda- sýningu, ég var bara ekki alveg viss með það en það mun kannski gerast einhvern tímann.“ Jóhann er í björgunarsveitinni Ægi í Garðinum en hann segir ljósmyndun vera fyrst og fremst áhugamál. Jóhann segir að draumur hans sé að taka myndir á björgunar- vettvangi. „Það væri alveg geggjað að taka myndir á vettvangi fyrir allt sem fellur undir 112 en það myndi þá vera bara sem áhugamál. Til dæmis ef eitthvað væri í gangi hjá lögreglu, björgunarsveitinni, landhelgisgæsl- unni eða slökkviliðinu þá væri ég til í að taka myndir af þeim í starfi,“ segir Jóhann. Frístundin: Myndar hvers- dagslega hluti Jóhann Alexander Þorsteinsson er sautján ára og kemur úr Garðinum í Suðurnesjabæ. Jóhann fer reglulega í göngutúra um Reykjanesbæ og tekur ljósmyndir af hversdagslegum athöfnum fólks. Hann segir það skemmtilegasta við að taka ljósmyndir vera að fylgjast með hvernig fólk hegðar sér í daglegu amstri. Thelma Hrund Hermannsdóttir thelma.h.hermannsdottir@gmail.com 10 // víkurFrÉttir á SuðurnESjuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.