Víkurfréttir - 10.08.2022, Blaðsíða 8
Eldgos hófst í Meradölum, á um 300 metra langri sprungu sem liggur í NNA upp í hlíðar vestasta Mera-
dalahnjúksins, kl. 13:18 miðvikudaginn 3. ágúst síðastliðinn. Sprungan er um það bil einn kílómetra
norðaustur af megingígnum sem var virkur í gosinu Fagradalsfjalli í fyrra. Það gos stóð í sex mánuði,
frá mars fram í september á síðasta ári. Staðsetningin fellur vel að því að gossprungan liggi yfir suður-
enda gangsins sem verið hefur að myndast í jarðskorpunni undanfarna daga.
Öflug jarðskjálftahrina hófst síðustu
dagana í júlí með þúsundum skjálfta.
Nokkrir tugir skjálfta yfir M4 að
stærð og einn skjálfti upp á M5,4
varð um verslunarmannahelgina.
Íbúar á suðvesturhorni landsins
fundu mikið fyrir skjálftahrinunni
og Grindvíkingar þó mest. Þannig
hafði stóri skjálftinn upp á M5,4
mikil áhrif í Grindavík og olli þó-
nokkru tjóni, enda voru upptökin við
bæjardyrnar. Vísindamenn lýstu því
yfir að talsverðir möguleikar væru á
eldgosi á næstu dögum og vikum og
það stóðst, því kvikan náði til yfir-
borðs í Meradölum 3. ágúst í beinni
útsendingu á vefmyndavélum mbl.
is. Vélarnar höfðu vaktað svæðið í
aðdraganda gossins.
Talsvert hefur dregið úr jarð-
skjálftavirkni á svæðinu eftir að
gosið hófst og Grindvíkingar hafa
margir sagt að þeir andi léttar að vita
að gos sé hafið á öruggum stað enn
og aftur í dölum handan Fagradals-
fjalls. Skjálftavirkni er alls ekki hætt
og hafa orðið gikkskjálftar á svæðum
bæði vestan og austan við gosstöðv-
arnar, sá stærsti upp á M4,2.
Enginn ræfill
Eldgosið sem braust út þann 3. ágúst
er enginn ræfill, þó svo það teljist
meinlítið eins og stendur. Það var
fimm til tíu sinnum stærra en gosið
í Geldingadölum á síðasta ári. Fram-
leiðni í gosinu var um 32 rúmmetrar
á sekúndu á fyrsta sólarhring gossins
en er nú talin um 18 rúmmetrar á
sekúndu. Ef ekki opnast nýjar gos-
sprungur utan Meradala þá er talið
að það muni taka vikur og mánuði
þar til hraun tekur að renna út úr
dölunum. Allt eins er þó búist við
því að nýjar gossprungur geti opnast,
líkt og í síðasta gosi í Fagradalsfjalli.
Þá liðu nokkrar vikur frá því fyrsta
sprungan opnaðist og þar til fleiri
sprungur opnuðust og gígar tóku
að myndast. Fyrra gosið endaði
að lokum í einum gíg sem hlóðst
upp í Fagradalsfjalli. Hann hætti að
gjósa 18. september í fyrra, eða sex
mánuðum eftir að gosið hófst. Nýjar
Fagradalsfjallseldar
Hilmar Bragi Bárðarson
hilmar@vf.is
VÍKURFRÉTTAMND: HAUKUR HILMARSSON
VÍKURFRÉTTAMND: INGIBERGUR ÞÓR JÓNASSONVÍKURFRÉTTAMND: HAUKUR HILMARSSON
VÍKURFRÉTTAMND: INGIBERGUR ÞÓR JÓNASSON
VÍKURFRÉTTAMND: INGIBERGUR ÞÓR JÓNASSON
8 // vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM