Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.11.2022, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 16.11.2022, Blaðsíða 9
Jólalýsing í Kirkjugörðum Keflavíkur 2022 KIRKJUGARÐAR KEFLAVÍKUR Verð á lýsingu á aðventu og fram á þrettándann er kr. 5.000,- fyrir einn kross, kr. 3.500,- umfram það Opnunartímar Kirkjugarða Keflavíkur vegna móttöku lýsingargjalda og til að aðstoða þá sem á aðstoð þurfa að halda við uppsetningu krossa verður: Miðvikudagur 23. nóvember kl: 13-17 Fimmtudagur 24. nóvember kl: 13-17 Föstudagur 25. nóvember kl: 13-17 Laugardagur 26. nóvember kl: 10-15 Sunnudagur 27. nóvember kl: 13-15 Frá 29. nóvember til 20. desember verður opið þriðjudaga og fimmtudaga frá kl: 15 til 17. ATH. Posi á staðnum. Leigu- og sölukrossar verða á staðnum Það þarf að vera búið að fjarlægja skreytingar og ljós af leiðum eigi síðar en 31. janúar eftir það munu starfsmenn garðanna fjarlægja það af leiðum. Jólaljósin verða tendruð fyrsta sunnudag í aðventu, 27. nóvember. Við minnum á reglur kirkjugarðanna sem eru á vefslóð http://www.keflavikurkirkja.is/kirkjugardar/ Nánari upplýsingar veitir umsjónarmaður Kirkjugarða Keflavíkur, Friðbjörn Björnsson í síma 824-6191 milli kl: 10-16 alla virka daga. Kirkjugarðar Keflavíkur orðið fólk og þá er ég að tala um 18 ára og eldri. Á þinginu getur fólk séð hvað er í boði og hvar er hægt að vera virkur, því það tengist svo vel að vera virkur einhversstaðar og líða vel. Þannig kannski er markmiðið bara að okkur líði öllum vel.“ Hilma segir markmiðið einnig hafa verið að virkja samstarf milli félaga­ samtaka á svæðinu. Þorvarður Guð­ mundsson, forstöðumaður Fjölsmiðj­ unnar á Suðurnesjum, tekur undir með henni og segir þingið hafa opnað augu hans fyrir nýjum tækifærum. „Ég vissi ekki hvað við værum að fara út í en þessi viðburður hefur farið fram úr öllu því sem maður átti von á. Mér finnst rosalega mikilvægt að halda svona þing, vegna þess að ég, sem forstöðumaður, sé tengingar hér sem ég get nýtt mér í minni starfsemi. Það er það sem við þurfum meira af, að vinna meira saman og einstaklingsmiða okkar starfsemi fyrir hvern og einn,“ segir Þorvarður. Virkni og vellíðan Suðurnesjafólks Pólskri menningu fagnað HS Orka og Sæbýli rekstur ehf. hafa undirritað viljayfirlýsingu um sæeyrnaeldi í Auðlindagarði HS Orku. Sæbýli hefur á þessu ári verið að byggja upp ungviða- eldisstöð í Grindavík sem byggir hlýsjávareldi sitt á jarðvarma og grænni orku frá virkjun HS Orku við Svartsengi. Sæbýli er eldisfyrirtæki sem hefur á síðastliðnum fimmtán árum þróað eigin klakstofn, tækni og framleiðslu­ aðferð við eldi á sæeyrum á Íslandi. Uppsetning eldisins er einstök á heimsvísu og sú fyrsta sinnar teg­ undar en hún byggir á lóðréttu hillu­ kerfi og vatnsendurnýtingu. Sæeyru sem á ensku kallast „abalone“ eru í raun sæsniglar og ein verðmætasta eldistegund í heimi sem með nýtingu einstakra auðlinda á Íslandi er mögu­ legt að rækta með hlýsjávareldi hér á landi. Fyrirtækið hefur undanfarið rekið klakstöð í Grindavík til að rækta upp ungviði en hyggst byggja upp áfram­ eldi í Auðlindagarðinum þar sem það hyggst nýta græna raforku og varma á Reykjanesi. Áform Sæbýlis eru í fyrstu að byggja upp 200 tonna eldi sem svo er mögulegt að fimmfalda á næstu tíu árum. Sæeyrnastofninn sem ræktaður er má rekja til Japans en í Asíu er þessi skelfiskur eftirsótt matvæli og hefur Sæbýli í hyggju að flytja vöruna á erlenda markaði. Sigurður Pétursson, stjórnarfor- maður Sæbýlis: „Einstakar náttúru­ auðlindir á Íslandi, með jarðvarma, hreinum borholusjó og grænni raf­ orku, gera Sæbýli, í samvinnu við HS Orku, mögulegt að þróa umhverfis­ vænt skelræktarverkefni. Bæði fé­ lögin leggja áherslu á umhverfisvænt hringrásarkerfi og erum við því mjög ánægð hjá Sæbýli að ná þessum áfanga í uppbyggingu félagsins.“ Ásgeir Guðnason, stofnandi og framkvæmdastjóri Sæbýlis: „Ýmsir velta fyrir sér hvort það taki mörg ár að hefja eldi á nýrri eldistegund og einfalda svarið er: „Já!“ Grunnurinn snýr að byggja upp klakstofn og við höfum náð þeim áfanga og lögðum því í það verkefni á árinu að byggja ungviðaeldisstöð í Grindavík. Þessi viljayfirlýsing með HS Orku tekur okkur fleiri skref áfram í því mark­ miði að byggja upp einstakt eldi á verðmætustu eldistegund í heimi hér á Íslandi.“ Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku: „Við erum afar spennt fyrir þessu samstarfi við Sæbýli. Þeir búa yfir mikilli þekkingu og reynslu við uppbyggingu á eldisrekstri og við teljum þetta verkefni vera góða viðbót við þá flóru eldisfyrirtækja sem eru að byggjast upp í Auðlinda­ garðinum. Framleiðsla á sæeyrum fellur vel að hugmyndafræði Auð­ lindagarðsins, nýtir bæði grænt raf­ magn og varma við framleiðsluna, ekki síst lítum við jákvæðum augum á þá möguleika sem sæeyrna­ eldið opnar á fyrir möguleg frekari samlegðaráhrif eldisfyrirtækja á svæðinu.“ Frá vinstri: Arnþór Gústavsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Sæbýli, Ásgeir Guðnason, stofnandi og framkvæmdastjóri Sæbýlis, Sigurður Pétursson, stjórnarformaður Sæbýlis, Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, og Jón Ásgeirsson, framkvæmdastjóri stefnumótunar og Auðlindagarðs hjá HS Orku. Viljayfirlýsing um sæeyrna- eldi í Auðlindagarði HS Orku vÍkurFrÉttir á SuðurneSJuM // 9

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.