Víkurfréttir - 16.11.2022, Blaðsíða 12
LAUSAR STÖÐUR
Í STÓRU-VOGASKÓLA
Stóru-Vogaskóli óskar eftir að ráða í eftirfarandi stöður:
n Kennara í afleysingar í umsjón á yngsta stigi
n Náms- og starfsráðgjafa
Stóru-Vogaskóli er 170 barna grunnskóli þar sem skóla-
starf er í senn metnaðarfullt og faglegt. Einkunnarorð
skólans eru virðing, vinátta og velgengni sem endur-
speglast í daglegu starfi í skólanum. Í skólanum er góður
starfsandi og hefur skólinn á að skipa öflugu og áhuga-
sömu starfsfólki.
Skólinn er staðsettur í einstöku umhverfi í nálægð við
fjölbreytta náttúru. Stóru-Vogaskóli er Grænfánaskóli.
Menntunar- og hæfniskröfur:
n Háskólamenntun sem nýtist í starfi
n Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður
n Færni í samvinnu og teymisvinnu
n Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum
n Ábyrgð og stundvísi
n Áhugi á að starfa með börnum
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Kennarasam-
bands Íslands.
Umsóknarfrestur er til 25. nóvember
og skulu umsóknir berast á netfangið
hilmar@vogar.is
Nánari upplýsingar veitir
Hilmar Egill Sveinbjörnsson skólastjóri
í síma 440-6250.
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga
vísaði á dögunum umsókn um fram-
kvæmdaleyfi vegna Suðurnesja línu
2 aftur til skipulagsnefndar vegna
nýrra gagna í málinu. Nefndinni var
falið að yfirfara tillögu sína að af-
greiðslu með hliðsjón af þeim upp-
lýsingum sem nú liggja fyrir.
Afgreiðsla skipulagsnefndar var sú
að nefndin leggur til við bæjarstjórn
að fengin verði verkefnastjóri til að
afla upplýsinga og leggja mat á ný
gögn í málinu.
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga
hefur nú samþykkt tillögu skipu
lagsnefndar samhljóða með sjö at
kvæðum.
Tekið verður á móti umsóknum
vegna jólastyrkja úr Velferðarsjóði í
Vogum en Kvenfélagið Fjóla, Lions-
klúbburinn Keilir og Kálfatjarnar-
kirkja standa að sjóðnum.
Umsóknir þurfa að berast fyrir 2.
desember 2022. Umsækjendur þurfa
að vera búsettir í Vogum og hafa þar
lögheimili. Umsókn þarf að fylgja bú
setuvottorð og staðgreiðsluskrá fyrir
þann sem sækir um. Ef um hjón/
sambúðarfólk er að ræða þá þurfa
báðir aðilar að skila inn staðgreiðslu
skrá. Umsóknum ásamt fylgigögnum
skal skila á netfangið: velferdvogar@
gmail.com
Iðndalur 2 í Vogum.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga
samþykkti á fundi sínum þann 2.
nóvember sl. að auglýsa verslunar-
húsnæðið Iðndal 2 í Vogum til leigu
og leita tilboða frá áhugasömum
rekstraraðilum. Sveitarfélagið sem
eigandi að húsnæðinu vill auka
þjónustustig við bæjarbúa og þess
vegna kemur eingöngu matvöru-
verslun til greina.
Um er að ræða 128 fermetra versl
unarpláss fyrir matvöruverslun á
góðum stað í Sveitarfélaginu Vogum.
Fyrir í sömu byggingu eru skrif
stofur sveitarfélagsins, snyrtistofa
og sjúkranuddstofa og fyrirhugað er
að fleiri þjónustuaðilar munu bætast
við á næstunni.
Þá eru sjálfsafgreiðsludælur fyrir
eldsneyti á lóð fyrir framan hús
næðið og hraðbanki auk þess sem
uppsetning á sjálfvirkri afgreiðslu
stöð fyrir pakkasendingar er fyrir
huguð.
Óskað er eftir tilboðum og skulu
þau berast til leigumiðlunarinnar
fyrir 23. nóvember 2022 en Leigu
miðlun Suðurnesja annast málið
fyrir Sveitarfélagið Voga, segir á vef
bæjarins.
„Í samræmi inntak gildandi inn
kaupastefnu sveitarfélagsins sam
þykkir bæjarráð að auglýsa eftir
tilboðum í húsnæðið til leigu undir
rekstur matvöruverslunar. Að skil
greindum auglýsingatíma loknum
mun bæjarráð yfirfara tilboð og
taka ákvörðun um gerð leigusamn
ings,“ segir í afgreiðslu bæjarráðs
Sveitarfélagsins Voga á síðasta fundi
ráðsins.
Bjóða húsnæði í Vogum
fyrir matvöruverslun
Verkefnastjóri
vinnur að Suður-
nesjalínu 2
VOGAR
Hilmar Bragi Bárðarson
hilmar@vf.is
Jólaúthlutun
Velferðarsjóðs
í Vogum
Um miðjan október var haldinn
fjölskyldudagur hjá fiskeldinu
Stolt Sea Farm Iceland í tilefni
50 ára afmæli fyrirtækisins. Þá
var fjölskyldum og vinum starfs-
manna boðið í heimsókn í fisk-
eldið á Reykjanesi og boðið var
upp á veitingar.
Að sögn James Hall, þróunar
stjóra Stolt Sea Farm, heppnaðist
fjölskyldudagurinn einstaklega vel.
„Margir starfsmenn hafa leitað til
mín og sagt að fjölskyldur þeirra
sendi kærar þakkir. Eitt það
skemmtilega var að í lok dags
komu nokkur börn og spurðu mig
hvað þau þyrftu að gera til að geta
starfað í fiskeldinu.“
Stolt Sea Farm var stofnað í
Noregi árið 1972 og er nú með
starfsemi í fimm löndum. Starf
semi fiskeldisins hér á landi hófst
2012 og var reist á sjávarsíðunni
við Reykjanesvirkjun en þar eru
framleidd um 450 tonn af Sene
galflúru á ári sem flutt eru út til
Evrópu og Bandaríkjanna.
VEL HEPPNAÐUR FJÖLSKYLDU-
DAGUR HJÁ STOLT SEA FARM
12 // vÍkurFrÉttir á SuðurneSJuM