Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.11.2022, Qupperneq 12

Víkurfréttir - 16.11.2022, Qupperneq 12
LAUSAR STÖÐUR Í STÓRU-VOGASKÓLA Stóru-Vogaskóli óskar eftir að ráða í eftirfarandi stöður: n Kennara í afleysingar í umsjón á yngsta stigi n Náms- og starfsráðgjafa Stóru-Vogaskóli er 170 barna grunnskóli þar sem skóla- starf er í senn metnaðarfullt og faglegt. Einkunnarorð skólans eru virðing, vinátta og velgengni sem endur- speglast í daglegu starfi í skólanum. Í skólanum er góður starfsandi og hefur skólinn á að skipa öflugu og áhuga- sömu starfsfólki. Skólinn er staðsettur í einstöku umhverfi í nálægð við fjölbreytta náttúru. Stóru-Vogaskóli er Grænfánaskóli. Menntunar- og hæfniskröfur: n Háskólamenntun sem nýtist í starfi n Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður n Færni í samvinnu og teymisvinnu n Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum n Ábyrgð og stundvísi n Áhugi á að starfa með börnum Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Kennarasam- bands Íslands. Umsóknarfrestur er til 25. nóvember og skulu umsóknir berast á netfangið hilmar@vogar.is Nánari upplýsingar veitir Hilmar Egill Sveinbjörnsson skólastjóri í síma 440-6250. Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga vísaði á dögunum umsókn um fram- kvæmdaleyfi vegna Suðurnesja línu 2 aftur til skipulagsnefndar vegna nýrra gagna í málinu. Nefndinni var falið að yfirfara tillögu sína að af- greiðslu með hliðsjón af þeim upp- lýsingum sem nú liggja fyrir. Afgreiðsla skipulagsnefndar var sú að nefndin leggur til við bæjarstjórn að fengin verði verkefnastjóri til að afla upplýsinga og leggja mat á ný gögn í málinu. Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga hefur nú samþykkt tillögu skipu­ lagsnefndar samhljóða með sjö at­ kvæðum. Tekið verður á móti umsóknum vegna jólastyrkja úr Velferðarsjóði í Vogum en Kvenfélagið Fjóla, Lions- klúbburinn Keilir og Kálfatjarnar- kirkja standa að sjóðnum. Umsóknir þurfa að berast fyrir 2. desember 2022. Umsækjendur þurfa að vera búsettir í Vogum og hafa þar lögheimili. Umsókn þarf að fylgja bú­ setuvottorð og staðgreiðsluskrá fyrir þann sem sækir um. Ef um hjón/ sambúðarfólk er að ræða þá þurfa báðir aðilar að skila inn staðgreiðslu­ skrá. Umsóknum ásamt fylgigögnum skal skila á netfangið: velferdvogar@ gmail.com Iðndalur 2 í Vogum. Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga samþykkti á fundi sínum þann 2. nóvember sl. að auglýsa verslunar- húsnæðið Iðndal 2 í Vogum til leigu og leita tilboða frá áhugasömum rekstraraðilum. Sveitarfélagið sem eigandi að húsnæðinu vill auka þjónustustig við bæjarbúa og þess vegna kemur eingöngu matvöru- verslun til greina. Um er að ræða 128 fermetra versl­ unarpláss fyrir matvöruverslun á góðum stað í Sveitarfélaginu Vogum. Fyrir í sömu byggingu eru skrif­ stofur sveitarfélagsins, snyrtistofa og sjúkranuddstofa og fyrirhugað er að fleiri þjónustuaðilar munu bætast við á næstunni. Þá eru sjálfsafgreiðsludælur fyrir eldsneyti á lóð fyrir framan hús­ næðið og hraðbanki auk þess sem uppsetning á sjálfvirkri afgreiðslu­ stöð fyrir pakkasendingar er fyrir­ huguð. Óskað er eftir tilboðum og skulu þau berast til leigumiðlunarinnar fyrir 23. nóvember 2022 en Leigu­ miðlun Suðurnesja annast málið fyrir Sveitarfélagið Voga, segir á vef bæjarins. „Í samræmi inntak gildandi inn­ kaupastefnu sveitarfélagsins sam­ þykkir bæjarráð að auglýsa eftir tilboðum í húsnæðið til leigu undir rekstur matvöruverslunar. Að skil­ greindum auglýsingatíma loknum mun bæjarráð yfirfara tilboð og taka ákvörðun um gerð leigusamn­ ings,“ segir í afgreiðslu bæjarráðs Sveitarfélagsins Voga á síðasta fundi ráðsins. Bjóða húsnæði í Vogum fyrir matvöruverslun Verkefnastjóri vinnur að Suður- nesjalínu 2 VOGAR Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is Jólaúthlutun Velferðarsjóðs í Vogum Um miðjan október var haldinn fjölskyldudagur hjá fiskeldinu Stolt Sea Farm Iceland í tilefni 50 ára afmæli fyrirtækisins. Þá var fjölskyldum og vinum starfs- manna boðið í heimsókn í fisk- eldið á Reykjanesi og boðið var upp á veitingar. Að sögn James Hall, þróunar­ stjóra Stolt Sea Farm, heppnaðist fjölskyldudagurinn einstaklega vel. „Margir starfsmenn hafa leitað til mín og sagt að fjölskyldur þeirra sendi kærar þakkir. Eitt það skemmtilega var að í lok dags komu nokkur börn og spurðu mig hvað þau þyrftu að gera til að geta starfað í fiskeldinu.“ Stolt Sea Farm var stofnað í Noregi árið 1972 og er nú með starfsemi í fimm löndum. Starf­ semi fiskeldisins hér á landi hófst 2012 og var reist á sjávarsíðunni við Reykjanesvirkjun en þar eru framleidd um 450 tonn af Sene­ galflúru á ári sem flutt eru út til Evrópu og Bandaríkjanna. VEL HEPPNAÐUR FJÖLSKYLDU- DAGUR HJÁ STOLT SEA FARM 12 // vÍkurFrÉttir á SuðurneSJuM

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.