Draupnir - 01.12.1939, Qupperneq 4
4
D R A U P N I R
Upp yfir
fjöllin háu.
T OFTIÐ var lieiðskírt og
kyrrt, veðrið lygnt og
bjart. Jörðin var orðin (lögg-
vot eftir hita liins milda og
fagra júlídags. Kvöld var kom-
ið og fólk allt gengið til náða
nema ég.
Ég sat í glugghúsinu og mændi
út í hlíðina. Kvíærnar dreifðu
sér um græna teiga hlíðarinn-
ar. Tvævetlurnar voru alveg
hættar að taka sig út úr. Þær
voru orðnar vanar þessari
gæzlu á kvöldin. En hvað þess-
ar stundir voru lengi að líða,
hræðilega lengi!
Ég hafði ekki einurð á að
gera mér neitt til skemmtunar.
Ég sat og mændi á eitt og ann-
að og hugsaði. Skrýtið var það
að vera kominn liingað í þenn-
an mjóa dal. Mér fannst hann
vera svo þröngur, að ég gæti
varla rétt út hendurnar án þess
að rekast í fjöllin.
En svona voru víst flestir
dalir hérna á Vestfjörðum —
löng, mjó dæld, á rennur eft-
ir henni miðri, örfá býli og
risahá fjöll til beggja handa
í nokkurra metra fjarlægð. Það
var munur cða fyrir sunnan,
þar sem ég átti heima. Þar var
víðsýnið, breið flatneskja, sást
út á sjóinn og inn til kaupstað-
arins. Þar var skemmtilegt að
eiga heima.
Ég leit á úrið mitt. Hvað var
þetta? Það voru ekki liðnar
nema nokkrar mínútur. Og mér
fannst ég hafa setið þarna svo
fjarska lengi og hugsað svo
margt og mikið. Ætti ég að
syngja? Nei, ónei, það álti varla
við. Það var ekki viðkunnan-
legt að í’júfa kyrrð kvöldsins
með söng, ekki fegri en hann
var nú, söngurinn minn. Auk
þess gat ég vakið fólkið. — Nú
dalt mér ráð í hug. Húsfreyjan
hafði eitt sinn látið þau orð
falla, að óhætt væri, þegar
fram í sækti og ærnar væru
teknar að spekjast, að ég tæki
mér bók í hönd og læsi. Nú
var tækifærið.
Ég stóð upp. A-liæ! Ég var
stirður í skrokknum eftir að
hafa staðið við slátt allan dag-
inn. Svona var ég alltaf fyrstu
dagana.
Ég læddist inn göngin, opn-
aði stofuna og fór inn. Það féll
skuggi á bókahilluna. Ég ætl-
aði ekki að vera lengi, taka
bara einhverja bók. Dönsk
orðabók. Æ, hana mátti ég til
að láta í hilluna aftur. Nú tók
ég eftir því, að á eina bókina
féll dálítill Ijósdepill. Þessa
bók næstum hrifsaði ég. Yær-
ingjar. „Væringjar". endurtók
ég, „gott nafn að minnsta
kosti.“
Aftur var ég setztur í glugg-
húsið og var nú strax niður-
sokkinn í að lesa, svo að ég
gleymdi mér alveg.
,,Ég er hann, — ég er hann,“
sagði ég upphátt án þess að
taka eftir því, að Ingi stóð fyr-
ir framan mig.
„Hver segist þú vera?“ sagði
hann.
„Ég er Ásgeir ungi. Þessi
hofundur er snillingur,“ sagði
ég með hita og otaði að hon-
um bókinni.
„.Tá, hann segir vel frá,“ sagði
Ingi með rósemi hins reynda
manns. „En líttu á ærnar,
drengur,“ bætti liann við.
„Það er alveg satt,“ sagði ég
og þaut af stað út í hlíð.
Ærnar voru komnar niður
fvrir Lambabyrgi. Svona var að
svíkjast um. Ég fann þó brátt
allar ærnar. En hugurinn var
ekki við þær. Enn var ég undir
áhrifum bókarinnar. Væringi,
væringi! Þetta orð ólgaði í
liug' mér. Og útþráin bertók
mig alveg.
Hér var tilveran litils virði,
hér gat maður ekki notið lífs-
ins. Út, út ætlaði ég, yfir höf og
lönd, ferðast og framast, verða
væringi. Ég kvíaði ærnar.
Hljóðlát nóttin lagðist yfir bin
nálægu fjöll. Sem snöggvast
fannst mér þessi þrengjandi
fjöll ógna útþrá minni.
— En litlu síðar var ég lagzt-
ur á koddann, og þá hamlaði
ekkert liugsun minni. Og inn-
an skamms var hann horfinn,
þessi þröngi dalur, og ég sveif
yfir lönd og höf.
Sijgni.
Iþróttir Flensborgara
y IÐ FLENSBORGARSKÓL-
ANN hefir leikfimi mik-
ið verið stunduð um langt
skeið, enda er hún eina
íþróttagreinin, sem neinend-
um gefst tækifæri til að
stunda sér til gagns og g'leði
eftir tilsögn kennara. Þeim
nemendum, sem eru á þroska-
skeiði og vaxa mjög ört, er
nauðsynlegt að stunda leik-
fimi, þvi að annars getur vaxt-
arlagi þeirra verið hætta búin.
Fyrir þess konar hættum geta
þeir unglingar, sem iðka leik-
fimi, verið öruggir.
Nemendum er nauðsynlegt