Draupnir - 01.12.1939, Side 7
D R A U P N I R
7
Skógar.
Þó að landið okkar liafi víða
til að bera stórferiglega fegurð,
sem heillar margan, getur eng-
inn lokað augunum fyrir því,
hversu hrjóstrugt það er viða.
Evðisandar, uppblásin moldar-
flög og gróðurlausir móar blasa
við augum okkar allt of víða.
Náttúruöflin ráða miklu um
þetta. Þau hafa lierjað á land
Æskumenn ættu að hafa það
í liuga, að fáum verður mikilla
afreka auðið, nema þeir geri
sér það Ijóst þegar á unga
aldri, að eitthvað verður að
hafast að, til þess að svo verði,
og taki þá að húa í liaginn fyr-
ir framtíðina. En illa búa ung-
lingar sig undir fullorðinsárin
með því að spilla heilsu sinni
og sóa fjármunum sínum í
nautnir, sem færa þeim ekki
neitt.
Gegn tóbaksnautn á auðvit-
að einkum að vinna með því
að fræða menn um skaðsemi
hennar. Samband bindindisfé-
laga í skólum ætti að gangast
fyrir slíkri fræðslu. Það ætti
að beita vopnum sínum gegn
tóhaki ekki síður en gegn á-
fengi, að minnsta kosti í þeim
skólum, þar sem nemendur eru
yfirleitt ekki komnir á þann
aldur, að hætt sé við, að þeir
neyti áfengis að mun, en eru
á því reki, cr hættast er við,
að menn hyrji að reykja.
Auðsæjustu merki mikilla tó-
haksreykinga er litur sá, sem
tóhak skilur eftir á fingurgóm-
unum. Mér þykja gulir fingur-
gómar mest lýti á ungum
manni, jafnt karli sem konu.
B. A.
og þjóð og komið mörgum bú-
sældarlegum héruðum á kald-
an klaka. En að nokkru leyti
eiga mennirnir sök á þessu.
Þeir hafa misnotað gæði lands-
ins með rányrkju. Þeir tóku,
en létu ekkert í staðinn.
Tilfinnanlegast er þó, hvern-
ig ráðizt var á skógana öld eft-
ir öld. íslendingabók Ara fróða
segir, að landið hafi á land-
námsöld verið skógi vaxið milli
fjalls og fjöru. En þetta brevtt-
ist. Menn ruddu skógana, eins
og þeir væru einhverjar óvætt-
ir, sem yrði að útrýma. Þetta
var gert af lítilli fyrirhyggju,
enda hafði það fljótt illar af-
leiðingar. Þar, sem áður höfðu
verið glæsilegir skógar, varð
brátt uppblásið og evðilegt
land.
Nú liin síðari ár er vaknað-
ur áhugi manna fyrir því að
endurreisa skógana. Þegar þeir
eru að hverfa hurtu og eru að-
eins eftir á stöku stað, opnast
augun loks fyrir því, hversu
tigulegir og aðlaðandi þeir eru.
Nú er farið að friða skógana
En það er ekki nóg að hlúa
að þeim, sem fyrir eru. Ekki
þarf síður að stækka þá, þar
sem skilyrði eru til þess. Fátt
er jafnmikil hæjarprýði og vel
hirtir trjágarðar, sem síðar má
færa út, unz hvert einasta
heimili á snotran skógarlund.
Hér fær æskulýður kaupstað-
anna nýtt viðfangsefni. Hann
liefir gott tækifæri til þess að
prýða umhverfi sitt með ang-
andi skógi. Mörgum kann að
virðast svo, að það sé ekki ó-
maksins vert að hlúa svo að
skóginum. En þetta er hinn
mesti misskilningur, því að
hann er meira virði en okkur
kann að sýnast í fljótu bragði.
Auk þess, að skógurinn jjrýðir
umhverfið og ver ]>að margs
konar eyðileggingu, getur það
verið mikill hagur, að eiga vel
ræktaðan skóg. Þar, sem hann
er enn í sæmilegu ástandi, hef-
ir liann til skamms tíma verið
notaður mikið til hyggingar
gripahúsa, og þess er sums
staðar getið í íslendinga sög-
um, að bæir liafi verið reistir
úr íslenzkum viði. Það væri
okkur alveg ómetanlegur
stvrkur, ef við ættum nú svo
mikinn skóg á liinum hrjóstr-
ugu heiðum.
Hin síðari ár liefir verið gerð
tilraun til að húa til girðinga-
stólpa úr íslenzkum viði.
Framtíðin sker úr um það,
hvernig þetta gefst, en þetta er
íhugunarefni fyrir unnendur
sveitanna.
Þá kem ég að veigamesta at-
riðinu, en það er kolabrennsla.
Viðarkolin gefast yfirleitt vel
til upphitunar, en auk þess er
farið að knýja lrila með viðar-
kolum, og sennilega má einn-
ig knýja báta með þeim.
Sá Ijóti ósiður hefir víða við
gengizt, þegar menn vinna við
skógarhögg, að ráðast á falleg-
ustu hríslurnar. Það hefnir sín
síðar og eyðir skógunum fyrr
en varir. Þeir skógar, sem til
eru víðs vegar um landið, eru
fremur á fallanda fæti. Það er
því fyllilega tímabært að æsku-
lýðsfélög landsins taki þetta
mál í sínar hendur. Æska
þessa lands á mörg erfið við-
fangsefni. Þau félög, sem æsk-
an fylkir sér um, hljóta að hafa
vakandi augu á því, sem stefn-
ir hugum manna á framfara-
og þroskabrautir.
Guðjón Bjcirnfreðsson.