Draupnir - 01.12.1939, Side 8

Draupnir - 01.12.1939, Side 8
8 DRAUPNIR Viðtal við þingmann. T~> LAÐAMENN hafa löngum verið fremur óvinsælir, og fara margar söguraf því, hvern- ig þeim liefir verið lítill sómi sýndur. Þannig skýrir „kol- lega“ vor,Morgunblaðið, frá því nýlega, að ameríski hnefaleika- kappinn TonyGalento hafi sýnt blaðamönnum, hve höggharð- ur hann væri, og hafi við það tækifæri slegið fjóra þeirra í rot í einu höggi. Vér verðum að játa það, að hrollur fór um oss, er vér lásum þessa fregn. Það var því með hálfum huga, að vér lögðum út í það að ná stuttu viðtali („intervie'w11) af Eiriki Stefánssyni þingmanni. Eirikur er, eins og öllum er kunnugt, einna valdamesti maður skólans, að Ágústi und- an skildum, og hefir hann æði mörg embætti á hendi. Vér lögðum af stað einn daginn að afliðnu hádegi og vorum svo heppnir að liitta Eirík inni á litla ganginum, sem liggur til bókasafnsins. Er hann þar í liáarifrildi við einn af starfs- mönnum sínum við hið mikla bókasafn, „Skinfaxa“. Eirikur er alkunnur mælskumaður, og var liann því ekki lengi að snúa manninum á sína skoðun, og notuðum vér þá óðara tæki- færið til þess að komast að efn- inu og spyrjum, hvort það sé ekki mikið og vandasamt starf að vera yfirbókavörður við svona stórt safn. Hann svaraði, að það væri nú eins og á það væri litið — ef hann gæti gef- ið sig einvörðungu að bóka- varðarstörfunum, þá væri það frekar róleg staða, en með öll- um öðrum störfum, bæði þing- störfum og fleiru, vissi hann ekki, hvernig hann annaði því öllu. Við ræddum nú góða stund um æðri bókmenntir og gildi þeirra, og var yfirbóka- vörðurinn hinn alþýðlegasti. Vér vildum nú freista þess að fá einhverja nánari vit- neskju um hinn merka mann og spurðum því, þegar hlé varð á samræðunum, hvort ekki fylgdu miklar áhyggjur gjald- kerastörfunum fyrir lieima- vistarfélagið. „Ójú, fyrstu árin að minnsta kosti“, svaraði Eiríkur, „þegar ég hafði stórar fjárfúlgur und- ir höndum og örvggið var lít- ið sem ekkert, lá ég stundum andvaka í næturkyrrðinni. En nú er öryggið miklu meira og því allt öðru máli að gegna" — og um leið heyrum vér lágt og eins og fjarlægt glamur i lyklakippu. Nú er Eiríkur orð- inn hinn skrafhreifasti, og á- ræðum vér því að spyrja, hvort hin harða kosningabarátta fyr- ir síðasta sambandsþing hafi ekki reynt á taugarnar. Við þessa spurningu brosir þing- maðurinn út undir eyru, og finnum vér strax, að hér höf- um vér komizt næst hjarta hans. Segir hann, að andstæð- ingarnir hafi ekki haft neinn „chance“ á móti sér, þó að „agitationin“ væri mjög hörð frá þeirra hálfu — „enda flaug ég inn á þingið sem þriðji þing- maður,“ bætir hann við og er hinn kátasti. 1 þessari andránni gengur maður eftir ganginum. Er það Vilbergur Júlíusson, er var höf- uðandstæðingur Eiríks í kosn- ingabaráttunni síðustu. Eiríkur vindur sér að honum allhvat- lega og segir: „Are you going to sing?“ — og hreif það oss mest, hvernig hann eins og söng síðasta orðið með undur- þýðum rómi. Vilbergur svaraði einhverjum skætingi á erlendu máli, sem vér skildum ekki, og hraðaði sér leiðar sinnar. Þetta litla atvik minnti oss allt í einu á það, hvílíkur af- burðamálamaður Eiríkur er, svo að vér ákváðum að spyrja liann einnar spurningar á er- lendu máli: „Hvad holder De nu mest af i Livet?“ Eins og' vér hjuggumst við, stóð ekki á svarinu: „Jeg holder mest af Smæklaasnögler og Sild“ — og sjáum vér á þessu, hve af- hurðafljótur Eiríkur er að hugsa á erlendum málum. Nú sjáum vér liilla undir mann á ganginum. Er hann hinn „busy- ness“-legasti, og trúir Eiríkur oss fyrir því i mesta flýti, að þar sé síldar-„spekúlant“ frá Siglufirði á ferðinni. Segist Ei- ríkur hafa gert stóra pöntun á hálftunnu af kryddsíld, létt- saltaðri, fyrir nokkru og nú sé seljandinn kominn til þess að semja um verðið. Vér töldum því ráðlegast að draga oss í hlé i skyndi og flýttum oss að lireinskrifa greinina til þess að koma henni í blaðið, áður en það færi í pressuna. a -þ b. Nokkuð af því efni, seín Draupni hefir bor- izt, verður að bíða næsta tölublaðs vegna rúmleysis. Þess er vænzt, að höfundarnir láti sér ekki mislíka, að það var látið sitja á hakanum að þessu sinni.

x

Draupnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Draupnir
https://timarit.is/publication/1773

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.